Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

88. fundur 28. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Olga Gísladóttir 1. varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalfundur Leigufélagsins Hvamms ehf

Málsnúmer 201309024Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Leigufélags Hvamms ehf. ásamt ársreikningi fyrir árið 2012. Lagt fram til kynningar.

2.Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson sækja um styrk til gerðar sjónvarpsþátta

Málsnúmer 201311109Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ara Trausta Guðmundssyni og Valdimar Leifssyni þar fram kemur beiðni um styrk til að vinna að gerð sjónvarpsþáttar til sýningar í Sjónvarpinu. Um er að ræða þrjá hálftíma langa sjónvarpsþætti um strandsvæðin frá Húsavík, um Tjörnes, Öxarfjörð, Melrekkasléttu og Langanes yfir að Bakkafirði. Sjónvarpsþættirnir bera heitið "Frá Húsavík til Bakkafjarðar - Ógleymanleg upplifun". Tilgangurinn er að kynna landsvæðið, náttúru, mannlíf og menningu líkt og gert var á Reykjanesskaga. Gagnsemin er augljós enda sjónvarp afar sterkur miðill. Efnið yrði tekið upp á sem næst öllum árstíðum 2014. Efnisþættir ná m.a. yfir tiltekna staði, sögu staða eða svæða, einstaklinga og atburði, söfn eða sýningar. Með efnistökum yrði reynt að gera hlutum skil á forvitnilegan hátt án þess að ofgera í framsetningu eða hagræða staðreyndum. Með þessu erindi er leitað eftir yfirlýsingu um beinan fjárhagslegan styrk og loforð um upphæð sem ekki verður innheimt nema lágmark náist. Hvorki er hámark né lágmark á hverju styrktarframlagi. Annars konar stuðningur er einnig vel þeginn, svo sem akstur, gisting, matur, leiðsögn ofl. Um slíkt er gott að fá upplýsingar. Einnig væri gott að fá upplýsingar um sjóði sem unnt væri að sækja til styrki með formlegum hætti. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og þann áhuga sem svæðinu er sýndur. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni.

3.Álagning gjalda 2014

Málsnúmer 201311087Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umræðu álagning gjalda fyrir árið 2014. Sveitarfélaginu barst erindi frá innanríkisráðuneytinu þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að í undirbúningi á Alþingi eru breytingar á lögum nr. 4/1994 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða, en viðaukinn felur í sér ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014. Breytingarnar eru eftirfarandi:
Leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

Hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í innheimtum útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 2014 vegna málefna fatlaðra hækki jafnhliða í 0,99% úr 0,95%. Framangreind hækkun hámarksútsvars rennur því óskipt til Jöfnunarsjóðsins. Sérstök athygli er vakin á því að ef að breytingunni verður og sveitarstjórn kýs að hækka ekki útsvarið um 0,04% munu útsvarstekjur þess samt sem áður skerðast sem nemur fyrrgreindri hækkun á hlutdeild Jöfnunarsjóðs í innheimtum útsvarstekjum.
Ákvæði þess efnis að 0,25 prósentustig af þeirri hækkun, sem sveitarfélögum er tryggð vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra, renni beint til þjónustu við fatlaða innan viðkomandi þjónustusvæðis, er framlengt til ársins 2015. Framangreind 0,04% hækkun rennur á hinn bóginn óskipt til Jöfnunarsjóðs eins og áður segir.

Frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 er framlengdur til 30. desember 2013. Jafnframt er frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma.
Sveitarfélög eru hvött til að fylgjast með framgangi málsins á Alþingi og verða nánari upplýsingar veittar hjá innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að skoða áhrif ofangreindra breytinga. Áður en endanleg ákvörðun um álagningu gjalda fyrir árið 2014 verður tekin er erindinu frestað til næstu funda bæjarráðs.

4.Endurskoðun Norðurþings, örútboð 15528

Málsnúmer 201311093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrir minnisblað Ríkiskaupa vegna örútboðs nr. 15528 - Endurskoðun fyrir Norðurþing. Eftirfarandi aðilar buðu í endurskoðun fyrir Norðurþing: PricewaterhouseCooper ehf.Deloitte ehf.KPMG ehf.Enor ehf. Lægsta tilboð í endurskoðun Norðurþings er frá Deloitte ehf. Tilboð Deloitte ehf. hefur verið yfirfarið og er það hvoru tveggja gilt og hagstæðast m.v. matsforsendur útboðslýsingar sem í þessu örútboði voru verð 100%. Boðið var út innan rammasamnings 14.21 og standast allir bjóðendur kröfur um fjárhagsstöðu bjóðenda og tæknilegar kröfur sem gerðar eru til endurskoðunarfyrirtækja. Þær eru m.a. að vera á skrá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis yfir endurskoðunarfyrirtæki sem uppfylla lög og reglugerðir sem um slík fyrirtæki gilda. Í örútboði þessu var til viðbótar hæfiskröfum rammasamnings gert eftirfarandi hæfiskrafa til bjóðenda: Kröfur um reynslu af endurskoðun sveitarfélags. Lægstbjóðandi, Deloitte ehf. hefur slíka reynslu og telst því uppfylla viðbótarhæfiskröfur örútboðs. Með tilboði var gerð krafa um að fram yrði lögð endurskoðunaráætlun sem uppfyllti gerðar kröfur og væri háð samþykki endurskoðunarnefndar kaupanda. Ekki eru gerðar athugasemdir við endurskoðunaráætlun lægstbjóðanda. Framlögð gögn Deloitte ehf. uppfylla því kröfur útboðsins. Tillaga Ríkiskaupa felur í sér að engin fyrirstaða sé fyrir því að gengið verði til samninga við Deloitte ehf. á grundvelli úboðsgagna og fyrirliggjandi samningsdraga. Bæjarráð samþykkir tilboð Deloitte ehf. í endurskoðun fyrir Norðurþing og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi við félagið samkvæmt forsendum tilboðsins.

5.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 248. fundar stjórnar Eyþings. Lagt fram til kynningar.

6.Grunnskólinn á Raufarhöfn óskar eftir að fá að nota merki fyrrum Raufarhafnarhrepps

Málsnúmer 201311118Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fridu Elisabeth Jörgensen, skólastjóra, f.h. Grunnskóla Raufarhafnar þar sem óskað er eftir heimild til að nota sveitarfélagsmerki Raufarhafnahrepps sem merki grunnskólans. Það hefur lengi staðið til að taka upp merki fyrir grunnskólann á Raufarhöfn og hefur í umræðu nemenda og kennara komið upp sú hugmynd að nýta þetta merki fyrir hann. Slíkt er til þess fallið að efla staðarvitund nemenda og styrkja ímynd Raufarhafnar á jákvæðan hátt. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og samþykkir notkun þess fyrir grunnskólann.

7.Kvenfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna þorrablóts í janúar 2014

Málsnúmer 201310108Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Kvennfélagi Húsavíkur vegna þorrablóts sem fer fram í janúar 2014. Kvennfélag Húsavíkur leggur fram beiðni um styrk til greiðslu launa tveggja slökkviliðsmanna á næturvakt vegna árlegs Þorrablóts Húsavíkur sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Húsavík laugardaginn 18. janúar. Erindið var á dagskrá síðasta fundar bæjarráðs en þá var því frestað. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni Kvennfélags Húsavíkur.

8.Skipan fulltrúa í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 201311105Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur að gera breytingu á skipan fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnetsins. Í stjórn stofnunarinnar sitja 8 menn, tilnefndir til tveggja ára í senn. Stjórnarmenn skulu tilnefndir á ársfundi. Falli stjórnarmaður úr stjórn af einhverjum ástæðum velur sá aðili sem hann tilnefndi annan í hans stað til stjórnarsetu frá og með næsta stjórnarfundi.Huld Aðalbjarnardóttir hefur setið sem fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnetsins en nýlega lét hún af störfum sem fræðslu- og menningarfulltrúi sveitarfélagsins og nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar. Bæjarráð þakkar Huld Aðalbjarnardóttir fyrir störf og stjórnarsetu fyrirtækja og stofnana sem fulltrúi sveitarfélagsins. Bæjarráð skipar Erlu Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúa, að taka sæti í stjórn Þekkingarnetsins fyrir Huld Aðalbjarnardóttir.

9.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um náttúruvernd, 167. mál

Málsnúmer 201311137Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um náttúruvernd (brottfall laganna), 167. mál. Lagt fram til kynningar.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög til umsagnar, 152. mál

Málsnúmer 201311094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar, frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (eignarhlutir í orkufyrirtækjum), 152. mál. Lagt fram til kynningar.

11.Stéttarfélagið Framsýn óskar eftir upplýsingum varðandi gjaldskrár sveitarfélagsins fyrir árið 2014

Málsnúmer 201311117Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Framsýn en þar kemur fram að stjórn og trúnaðarmannaráð hafi samþykkt að óska eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæði stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum hvort áætlað sé í fjárhagsáætlun viðkomandi sveitarfélags að hækka gjaldskrár fyrir árið 2014. Óskað er eftir að svar berist fyrir 6. desember n.k. Við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014 er ekki gert ráð fyrir raunhækkun gjalda á veigamestu tekjustofnun sveitarfélagsins en endanleg ákvörðun verður tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í desember.

12.Erindi frá FSH varðandi námsver á Raufarhöfn

Málsnúmer 201311142Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Dóru Ármannsdóttir, skólameistara FSH, Herdísi Þ. Sigurðardóttir, aðstoðarskólameistara FSH og Birnu Björnsdóttir, formanni skólanefndar FSH þar sem lýst er yfir áhuga á að koma á fót námsveri á Raufarhöfn eða nágrenni þar sem nemendur á framhaldsskólaaldri gætu stundað nám sem haldið yrði úti af FSH. Sveitarfélagið Norðurþing nær yfir stórt svæði og ekki eigi allir íbúar þess kost að sækja framhaldsskóla í næsta nágrenni. Því telja bréfritarar brýnt að allir nemendur í sveitarfélaginu fái tækifæri til að ljúka að minnsta kosti fyrsta ári í framhaldsskóla í sinni heimabyggð.Útvega þarf aðstöðu fyrir nemendur í heimabyggð og ráða starfsmann sem aðstoðað gæti nemendur við vefstutt nám. Jafnframt þyrfti að vera hægt að bjóða nemendum upp á aðstöðu á Húsavík til þess að taka reglulegar námslotur við FSH. Óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing til þess að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og er tilbúið til samstarfs.

13.GáF ehf, ársreikningur 2012 ásamt fundargerðum og fylgigögnum

Málsnúmer 201311143Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur GáF ehf., ásamt fundargerðum. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.