Fara í efni

Skipan fulltrúa í stjórn Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 201311105

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur að gera breytingu á skipan fulltrúa sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnetsins. Í stjórn stofnunarinnar sitja 8 menn, tilnefndir til tveggja ára í senn. Stjórnarmenn skulu tilnefndir á ársfundi. Falli stjórnarmaður úr stjórn af einhverjum ástæðum velur sá aðili sem hann tilnefndi annan í hans stað til stjórnarsetu frá og með næsta stjórnarfundi.Huld Aðalbjarnardóttir hefur setið sem fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Þekkingarnetsins en nýlega lét hún af störfum sem fræðslu- og menningarfulltrúi sveitarfélagsins og nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar. Bæjarráð þakkar Huld Aðalbjarnardóttir fyrir störf og stjórnarsetu fyrirtækja og stofnana sem fulltrúi sveitarfélagsins. Bæjarráð skipar Erlu Sigurðardóttir, fræðslu- og menningarfulltrúa, að taka sæti í stjórn Þekkingarnetsins fyrir Huld Aðalbjarnardóttir.