Fara í efni

Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifsson sækja um styrk til gerðar sjónvarpsþátta

Málsnúmer 201311109

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ara Trausta Guðmundssyni og Valdimar Leifssyni þar fram kemur beiðni um styrk til að vinna að gerð sjónvarpsþáttar til sýningar í Sjónvarpinu. Um er að ræða þrjá hálftíma langa sjónvarpsþætti um strandsvæðin frá Húsavík, um Tjörnes, Öxarfjörð, Melrekkasléttu og Langanes yfir að Bakkafirði. Sjónvarpsþættirnir bera heitið "Frá Húsavík til Bakkafjarðar - Ógleymanleg upplifun". Tilgangurinn er að kynna landsvæðið, náttúru, mannlíf og menningu líkt og gert var á Reykjanesskaga. Gagnsemin er augljós enda sjónvarp afar sterkur miðill. Efnið yrði tekið upp á sem næst öllum árstíðum 2014. Efnisþættir ná m.a. yfir tiltekna staði, sögu staða eða svæða, einstaklinga og atburði, söfn eða sýningar. Með efnistökum yrði reynt að gera hlutum skil á forvitnilegan hátt án þess að ofgera í framsetningu eða hagræða staðreyndum. Með þessu erindi er leitað eftir yfirlýsingu um beinan fjárhagslegan styrk og loforð um upphæð sem ekki verður innheimt nema lágmark náist. Hvorki er hámark né lágmark á hverju styrktarframlagi. Annars konar stuðningur er einnig vel þeginn, svo sem akstur, gisting, matur, leiðsögn ofl. Um slíkt er gott að fá upplýsingar. Einnig væri gott að fá upplýsingar um sjóði sem unnt væri að sækja til styrki með formlegum hætti. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og þann áhuga sem svæðinu er sýndur. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni að þessu sinni.