Fara í efni

Álagning gjalda 2014

Málsnúmer 201311087

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 87. fundur - 14.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2014. Bæjarráð frestar afgreiðslu álagningar gjalda ársins 2014 til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur til umræðu álagning gjalda fyrir árið 2014. Sveitarfélaginu barst erindi frá innanríkisráðuneytinu þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á að í undirbúningi á Alþingi eru breytingar á lögum nr. 4/1994 um tekjustofna sveitarfélaga. Breytingarnar eru í samræmi við efni viðauka sem gerður hefur verið við samkomulag ríkis og sveitarfélaga frá 23. nóvember 2010 um tilfærslu þjónustu við fatlaða, en viðaukinn felur í sér ákvörðun um endanlega útsvarsprósentu sveitarfélaga vegna yfirfærslu þjónustunnar er frestað um eitt ár, til ársins 2014. Breytingarnar eru eftirfarandi:
Leyfilegt hámarksútsvar af tekjum manna á árinu 2014 hækki um 0,04%, úr 14,48% í 14,52%. Gert er ráð fyrir að álagningarhlutfall tekjuskatts lækki um samsvarandi hlutfall þannig að ekki verði um heildarhækkun tekjuskatts og útsvars að ræða.

Hlutdeild Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í innheimtum útsvarstekjum sveitarfélaga á árinu 2014 vegna málefna fatlaðra hækki jafnhliða í 0,99% úr 0,95%. Framangreind hækkun hámarksútsvars rennur því óskipt til Jöfnunarsjóðsins. Sérstök athygli er vakin á því að ef að breytingunni verður og sveitarstjórn kýs að hækka ekki útsvarið um 0,04% munu útsvarstekjur þess samt sem áður skerðast sem nemur fyrrgreindri hækkun á hlutdeild Jöfnunarsjóðs í innheimtum útsvarstekjum.
Ákvæði þess efnis að 0,25 prósentustig af þeirri hækkun, sem sveitarfélögum er tryggð vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra, renni beint til þjónustu við fatlaða innan viðkomandi þjónustusvæðis, er framlengt til ársins 2015. Framangreind 0,04% hækkun rennur á hinn bóginn óskipt til Jöfnunarsjóðs eins og áður segir.

Frestur sveitarstjórna til að ákveða útsvarshlutfall ársins 2014 er framlengdur til 30. desember 2013. Jafnframt er frestur til að tilkynna fjármála- og efnahagsráðuneytinu um þessa ákvörðun sveitarstjórnar framlengdur til sama tíma.
Sveitarfélög eru hvött til að fylgjast með framgangi málsins á Alþingi og verða nánari upplýsingar veittar hjá innanríkisráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að skoða áhrif ofangreindra breytinga. Áður en endanleg ákvörðun um álagningu gjalda fyrir árið 2014 verður tekin er erindinu frestað til næstu funda bæjarráðs.

Bæjarráð Norðurþings - 89. fundur - 05.12.2013

Bæjarráð samþykkir að fella út úr álagningargjaldskrá seyrulosunargjald á rotþrær. Framvegis verður gjald fyrir seyrulosun innheimt samkvæmt raunkostnaði. Öðrum liðum álagningarinnar er frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Norðurþings - 90. fundur - 12.12.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu álagning gjalda fyrir árið 2014. Eftirfarandi er tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2014. Útsvar.....................14,52% FasteignaskatturA flokkur ................0,575%B flokkur ................1,320%C flokkur ................1,650%Lóðaleiga 1..............1,500%Lóðaleiga 2..............2,500% VatnsgjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,450%C flokkur ................0,450% HolræsagjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,225%C flokkur ................0,225% Sorphirðing/eyðingHeimili .................. kr. 50.586.-Sumarhús ............. kr. 19.849.- Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá álagningar 2014 verði samþykkt, með fyrirvara um að frumvarp um hámarksútsvar verði að lögum. Breyting á lögunum er vegna samkomulags um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðra. Breytingin felur ekki í sér hækkun á sköttum einstaklinga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 31. fundur - 17.12.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 90. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: "Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu álagning gjalda fyrir árið 2014.
Eftirfarandi er tillaga að álagningu gjalda fyrir árið 2014.
Útsvar.....................14,52%
FasteignaskatturA flokkur ................0,575%B flokkur ................1,320%C flokkur ................1,650%Lóðaleiga 1..............1,500%Lóðaleiga 2..............2,500%
VatnsgjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,450%C flokkur ................0,450%
HolræsagjaldA flokkur ................0,225%B flokkur ................0,225%C flokkur ................0,225%
Sorphirðing/eyðingHeimili .................. kr. 50.586.-Sumarhús ............. kr. 19.849.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að gjaldskrá álagningar 2014 verði samþykkt, með fyrirvara um að frumvarp um hámarksútsvar verði að lögum.
Breyting á lögunum er vegna samkomulags um tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga vegna málaflokks fatlaðra. Breytingin felur ekki í sér hækkun á sköttum einstaklinga." Tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.