Fara í efni

Grunnskólinn á Raufarhöfn óskar eftir að fá að nota merki fyrrum Raufarhafnarhrepps

Málsnúmer 201311118

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 88. fundur - 28.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Fridu Elisabeth Jörgensen, skólastjóra, f.h. Grunnskóla Raufarhafnar þar sem óskað er eftir heimild til að nota sveitarfélagsmerki Raufarhafnahrepps sem merki grunnskólans. Það hefur lengi staðið til að taka upp merki fyrir grunnskólann á Raufarhöfn og hefur í umræðu nemenda og kennara komið upp sú hugmynd að nýta þetta merki fyrir hann. Slíkt er til þess fallið að efla staðarvitund nemenda og styrkja ímynd Raufarhafnar á jákvæðan hátt. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og samþykkir notkun þess fyrir grunnskólann.