Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

24. fundur 05. nóvember 2013 kl. 19:00 - 21:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Skotfélag Húsavíkur, ósk um langtíma samning um uppbyggingu skotsvæðis við Húsavíkurfjall

Málsnúmer 201306011Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings samþykkti á 76.fundi sínum 13.06.2013 að við gerð næstu fjárhagsáætlunar verði gert ráð fyrir árlegum styrk að upphæð 500.000 krónur til Skotfélags Húsavíkur. Bundinn með samningi til næstu 6 ára.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að samningi milli Norðurþings og Skotfélags Húsavíkur er kæmi til framkvæmda á árinu 2014. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir samningsdrögin með þeim fyrirvara að Bæjarráð fjármagni sinn hluta samningsins til næstu 6 ára að upphæð 500.000 krónur á ári.

2.Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201308046Vakta málsnúmer

Fulltrúar sveitarfélagsins Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs hafa rætt sín á milli endurgerð á styrktarsamningi.Íþróttafélagið óskar eftir því að kannaður verði sá möguleiki að félagið taki yfir rekstur íþróttavallanna á Húsavík ásamt því að fá áframhaldandi styrktarsamning vegna reksturs íþróttafélagsins.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að mögulegum samningi milli Völsungs og sveitarfélagsins með rekstur íþróttavalla í huga. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir drögin. Nefndin samþykkir að vinnu verði haldið áfram við samningsdrögin. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í desember.

3.Kvenfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna þorrablóts í janúar 2014

Málsnúmer 201310108Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir eftirgjöf á húsaleigu til Kvenfélags Húsavíkur vegna þorrablóts í janúar 2014.Nefndin vonar að fólk skemmti sér vel og fallega.

4.Nýbúar í Norðurþingi

Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að móta stefnu varðandi nýja íbúa í sveitarfélaginu.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hefur unnið að málinu og búið er að móta hugmynd að samráðshópi um vinnu við slíka stefnu.Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kynna sér málefni nýrra íbúa hjá öðrum sveitarfélögum.Stefnt er að því að skila drögum að stefnu í upphafi árs 2014.

5.Fjárhagsáætlun málaflokkur 06 árið 2014

Málsnúmer 201310043Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti áætlun fyrir málaflokk 06. Framlag til málaflokksins hækkar ekki í krónum talið frá fyrra ári. Það þýðir raunskerðingu miðað við verðlagsþróun.Rekstur málaflokksins hefur aukist með fjölgun verkefna s.s. rekstur gervigrasvallar, frístundaheimilis, málefni nýrra íbúa.Nefndin telur nauðsynlegt að framlag til málaflokksins verði aukið um 7 milljónir þ.e. úr 173 milljónum í 180 milljónir.Nefndin leggur jafnframt til að rekstur leikvalla verði færður til Framkvæmda- og hafnarnefndar.

6.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 200909078Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu málaflokksins.- Unnið að kynningu Ungmennaráðs hjá stofnunum sveitarfélagsins.- Unnið að fjárhagsáætlun árið 2014 og kanna mögulegar hagræðingaraðgerðir.- Aukning þátttakenda í félagsmiðstöðvar.- T&æ fulltrúi ásamt starfsmanni skíðasvæðis sátu ráðstefnu vegna snjóflóðavarna.- Farið yfir vinnu forvarnahóps Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 21:00.