Fara í efni

Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201308046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá aðalstjórn Völsungs um endurnýjun á samningi. Í ljósi þess að samningur milli Í.F. Völsungs og Norðurþings rennur út um næstu áramót, óskar félagið eftir fundi með fulltrúum Norðurþings um gerð nýs samnings til næstu ára. Bæjarráð samþykkir að fara í viðræður við Í.F. Völsung um nýjan samning og felur bæjarstjóra að boða til fundar um málið.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 23. fundur - 09.10.2013

Í ljósi þess að samningur milli Íþróttafélagsins Völsungs og Norðurþings rennur út 31.12.2013 óskaði félagið eftir því við bæjarráð 15.08.2013 að fara í viðræður við fulltrúa Norðurþings um gerð nýs samnings. Bæjarráð samþykkti að fara í viðræður við Í.F.Völsung um nýjan samning og er vinna hafin við drög að samningi.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drögin. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að skipuð verði samninganefnd vegna málsins. Nefndin leggur til að formaður Tómstunda- og æskulýðsnefndar, bæjarstjóri, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi og fulltrúi Orkuveitu Húsavíkur skipi nefndina af hálfu sveitarfélagsins.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 24. fundur - 05.11.2013

Fulltrúar sveitarfélagsins Norðurþings og Íþróttafélagsins Völsungs hafa rætt sín á milli endurgerð á styrktarsamningi.Íþróttafélagið óskar eftir því að kannaður verði sá möguleiki að félagið taki yfir rekstur íþróttavallanna á Húsavík ásamt því að fá áframhaldandi styrktarsamning vegna reksturs íþróttafélagsins.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að mögulegum samningi milli Völsungs og sveitarfélagsins með rekstur íþróttavalla í huga. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fór yfir drögin. Nefndin samþykkir að vinnu verði haldið áfram við samningsdrögin. Málið verður tekið fyrir á fundi nefndarinnar í desember.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 25. fundur - 10.12.2013

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti lokadrög að samningi milli sveitarfélagsins og Íþróttafélagsins Völsungs vegna rekstrar á íþróttavöllum á Húsavík. Umræða var einnig um framlag til reksturs félagsins. Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til að samningur vegna íþróttavalla öðlist gildi frá 1.maí 2014.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög að rekstrar- og samstarfssamningi vegna íþróttavalla á Húsavík. Ingólfur Freysson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 27. fundur - 11.02.2014

Formaður Tómstunda- og æskulýðsnefndar kynnti bréf frá formanni Íþróttafélagsins Völsungs vegna stöðu samningamála félagsins og Sveitarfélagsins Norðurþings. Bréfritari lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu mála við samningagerðina. Bréfritari óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum. <P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Enginn rekstrarsamningur við félagið er í gildi. Hver er sú upphæð sem lagt er upp með í þeim efnum og hvenær má vænta svara í þeim efnum?<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Í Tómstunda- og æskulýðsnefnd hafa verið skoðaðir möguleikar á að taka upp eitt iðkendagjald óháð fjölda greina sem iðkaðar eru. Hver er staðan á því máli og má vænta þess að það verði sett í framkvæmd á þessu ári?<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Hvernig á að ganga frá skuld félagsins við Norðurþing?<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Tómstunda- og æskulýðsnefnd fer fram á það að fundað verði sérstaklega með Bæjarstjórn Norðurþings um vanda félagsins og þess vænst að ásamt bæjarstjórn sitji Tómstunda- og æskulýðsnefnd og stjórn Völsungs fundinn til að leysa þann sameiginlega vanda sem Íþróttafélagið og sveitarfélagið er í.<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Ingólfur Freysson vék af fundi undir þessum lið.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 28. fundur - 18.03.2014


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti lokadrög að rekstrar- og samstarfssamningi Norðurþings við Íþróttafélagið Völsungs vegna reksturs á íþróttavöllum á Húsavík sem og vegna reksturs skrifstofu og félags. Völsungur sóttist eftir því að taka yfir rekstur íþróttavallanna á Húsavík og mannvirki tengdum þeim. Markmið Norðurþings með samningnum er m.a. að skapa Völsungi aðstæður í samræmi við íþróttanámskrá félagsins hvað varðar þjálfun barna, unglinga, afreksfólks og þjónusta almenningsíþróttir og efla félagsstarf.
Til að auðvelda félaginu að ná settum markmiðum er m.a. æskilegt að nýting og rekstur valla sé á einni hendi.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög með þeim fyrirvara að samningurinn er einungis til áramóta 2014/2015 og verður endurskoðaður í september 2014.