Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

27. fundur 11. febrúar 2014 kl. 16:00 - 16:00 í Þekkingarsetri Þingeyinga
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Golfklúbbur Húsavíkur, kynning á starfsemi félagsins

Málsnúmer 201401086Vakta málsnúmer

Pálmi Pálmason formaður GH og Ragnar Emilsson mættu á fund nefndarinnar og kynntu starfsemi GH. Í máli þeirra kom fram að félagar eru skráðir 108. Eldri borgarar hafa aðgang að æfingavelli og þeir sem ekki treysta sér á aðalvöllinn. Frítt inn á æfingavöllinn fyrir byrjendur. 17 félagar undir 15 ára aldri. Töluvert barnastarf, kennari kemur frá Laugum. Iðkendur eru frá 8 ára aldri og upp í 88 ára í klúbbnum. Framtíðarsýn GH er sú að geta einbeitt sér betur að innra starfi félagsins. Takmarkaður tími til þess vegna annarra starfa sem taka tíma klúbbfélaga. Mikil orka sem fer í það að sinna vallaraðstæðum og öðrum ytri aðstæðum. Forsvarsmenn hafa væntingar til þess að sveitarfélagið komi meira að rekstri vallarins. Vegna legu vallarhúsins er erfitt að komast að húsinu 6-8 mánuði ársins (fer eftir veðurlagi). Rekstrarkostnaður er einnig mikill á húsinu. Vantar annað og betra húsnæði fyrir félagsstarf og innra starf klúbbsins. Orðspor Katlavallar er afar gott og er talinn einn af albestu 9 holu völlum landsins. Þekktur fyrir snyrtimennsku og góða umgengni. Árlega eru nýliðamót á vegum klúbbsins og félagið reynir stöðugt að kynna starfið og efla nýliðun. Sóknarfæri fyrir GH að fyrirhuguð hótelbygging Strakta konstruktion er áætluð í nágrenni golfvallarins. Rekstur félagsins hefur gengið út á það að vera réttu meginn við núllið. Hefur tekist með mikilli útsjónarsemi. Í venjulegu árferði er völlurinn opnaður í kringum 15.maí og opinn fram í lok sept.. Hugmynd að vetrarstarfi í samstarfi við Íþróttahöllina í sambandi við æskulýðsstarf GH og annað starf tengt golfíþróttinni. Óskir GH til sveitarfélagsins:Komast í það að sinna félagsmönnum betur. Komast inn í Íþróttahöllina og í aðstöðu fyrir félagsstarfsemi yfir vetrartímann.Samstarf um það koma upp húsi við Katlavöll.Losna undan rekstrarkostnaði við að reka vallarhúsið.Eignarhlutur GH í vélum og tækjum er umtalsverður og hefur viðhald verið á höndum Þjónustumiðstöðvar Norðurþings. Skerpa þarf línur vegna viðhaldssamning við sveitarfélagið.Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar forsvarsmönnum GH fyrir góða kynningu og óskar félaginu alls hins besta í þeirra starfi. Fulltrúar GH viku af fundi kl. 17:00.

2.Handknattleiksdeild Völsungs óskar eftir að keypt verði lögleg handknattleiksmörk í íþróttahöllina á Húsavík

Málsnúmer 201401152Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að tryggja að það verði lögleg mörk á Húsavíkurmóti í handknattleik.

3.Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík sækir um styrk vegna Dillidaga

Málsnúmer 201401093Vakta málsnúmer



Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50 þúsund króna styrk til Nemendafélags FSH.

4.SAMAN hópurinn, umsókn um styrk

Málsnúmer 201401127Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 20 þúsund króna styrk til Saman hópsins.

5.Skákfélagið GM Hellir, umsókn um styrk

Málsnúmer 201402040Vakta málsnúmer



Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir styrk upp á 200 þús krónur.

6.Vetrarferðamennska á Húsavík

Málsnúmer 201402004Vakta málsnúmer

Ferðaþjónustuaðilar á Húsavík óska eftir fríum aðgangi að Sundlaug Húsavíkur vegna markaðsátaks í vetrarferðamennsku. Tómstunda- og æskulýðsnefnd hafnar erindinu en bíður Húsavíkurstofu að kaupa afsláttarmiða í Sundlaug Húsavíkur.

7.Youth and Action 2014, boð um þátttöku

Málsnúmer 201309055Vakta málsnúmer




Tómstunda- og æskufulltrúi fór yfir þá vinnu sem hefur verið unnin með verkefnið.

8.Hollandsferð nemenda í Grunnskóla Raufarhafnar

Málsnúmer 201402042Vakta málsnúmer

Birna Björnsdóttir kynnti fyrirhugaða ferð grunnskólanemenda til Hollands í fjölþjóðlegt verkefni 20.-28.mars. Nemendur þurfa að kynna sína heimabyggð og Ísland. Nemendur fá uppihald og ferðir greiddar í Hollandi en þurfa að öðru leyti að greiða sína ferð. Er samstarfsverkefni hollenskra og rúmenskra samtaka að koma á sambandi ungmenna í Evrópu.

9.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 201401054Vakta málsnúmer

- Kynnti niðurstöðu funda sem hann átti með félagsmálastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa vegna samfélagsmála. Tilgangur fundanna var m.a. að stuðla að bættri orðræðu og upphefja framtakssemi í samfélaginu. Jafnframt hefur hefur þessi hópur fundað með RHA (Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri), Byggðastofnun, Nýsköpunarmiðstöð o.fl. Tilgangur þeirra funda var m.a. að búa samfélagið undir fjölgun íbúa á svæðinu og styrkja þá íbúa sem fyrir eru.
- Kynnti vinnu við áætlun um móttöku nýrra íbúa. Sú vinna er áætluð í samvinnu við hagsmunasamtök í sveitarfélaginu.
- Kynnti Túnvarp sem rekið er af Ungmennahúsinu Túni; tilgangurinn er að finna jákvæða punkta í samfélaginu og miðla því með útvarpssendingum og varpa því á netið.

10.Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

Málsnúmer 201308046Vakta málsnúmer

Formaður Tómstunda- og æskulýðsnefndar kynnti bréf frá formanni Íþróttafélagsins Völsungs vegna stöðu samningamála félagsins og Sveitarfélagsins Norðurþings. Bréfritari lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu mála við samningagerðina. Bréfritari óskar eftir svörum við eftirfarandi spurningum. <P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Enginn rekstrarsamningur við félagið er í gildi. Hver er sú upphæð sem lagt er upp með í þeim efnum og hvenær má vænta svara í þeim efnum?<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Í Tómstunda- og æskulýðsnefnd hafa verið skoðaðir möguleikar á að taka upp eitt iðkendagjald óháð fjölda greina sem iðkaðar eru. Hver er staðan á því máli og má vænta þess að það verði sett í framkvæmd á þessu ári?<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Hvernig á að ganga frá skuld félagsins við Norðurþing?<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Tómstunda- og æskulýðsnefnd fer fram á það að fundað verði sérstaklega með Bæjarstjórn Norðurþings um vanda félagsins og þess vænst að ásamt bæjarstjórn sitji Tómstunda- og æskulýðsnefnd og stjórn Völsungs fundinn til að leysa þann sameiginlega vanda sem Íþróttafélagið og sveitarfélagið er í.<P class=MsoNormal style="MARGIN: 0cm 0cm 10pt 18pt; tab-stops: 87.5pt">Ingólfur Freysson vék af fundi undir þessum lið.
Birna Björnsdóttir sat fundinn í fjarfundi frá Raufarhöfn.

Fundi slitið - kl. 16:00.