Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

23. fundur 09. október 2013 kl. 20:00 - 20:00 á stjórnsýsluskrifstofu, Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Agnieszka Szczodrowska 3. varamaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Boð frá borginni Moss í Noregi á "Youth and action 2014"

201306074

Ungmennum frá sveitarfélaginu Norðurþingi er boðin þátttaka í friðarráðstefnu í Moss Noregi í tilefni 200 ára afmæli norsku stjórnarskrárinnar. Leitað var til Norðurþings vegna sameiginlegrar umsóknar um ferðakostnað í evrópskan sjóð "Youth in Action". Ekki er um fjárhagsskuldbindingar að ræða af hálfu sveitarfélagsins. Vegna umsóknar þurfti tvo samstarfsaðila frá Íslandi og var einnig leitað til Akureyrar vegna þessa. Upphaflegt boð kemur að tilstuðlan vinabæjar Húsavíkur, Fredriksstad í Noregi.Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu.

2.Málefni Golfklúbbsins Gljúfra

201303049


Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti samning milli Golfklúbbsins Gljúfra og Norðurþings. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning til þriggja ára.

3.Sparkvöllur á Raufarhöfn

201203009

Framkvæmdir við sparkvöll á Raufarhöfn eru á lokastigi. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar framkvæmdinni. Ljóst er að ljúka þarf sem fyrst frágangi í kringum völlinn, þar sem svæðið er mjög opið. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að fá til samstarfs Ungmennafélagið Austra vegna vinnu við lokafrágang í kringum völlinn. Birna og Sigríður óska bókað: “Undirritaðar vilja koma fram eindregnum tilmælum að svæðið í kringum völlinn verði þökulagt nú í haust. Einnig hefur komið fram mikill vilji íbúa á Raufarhöfn til samstarfs um þökulagningu”.

4.Ungmennaráð Norðurþings

201201039


Á fundi bæjarstjórnar Norðurþings 17.09.2013 var tillaga Tómstunda- og æskulýðsnefndar samþykkt þess eðlis að Ungmennaráð Norðurþings verði endurvakið og vistað undir málaflokki 06. Einnig var samþykkt að erindisbréf Ungmennaráðs verði tekið til endurskoðunar og afgreitt af Tómstunda- og æskulýðsnefnd. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti erindisbréfið. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir fyrirliggjandi drög með áorðnum breytingum.

5.Íþróttafélagið Völsungur, endurnýjun á samningi

201308046

Í ljósi þess að samningur milli Íþróttafélagsins Völsungs og Norðurþings rennur út 31.12.2013 óskaði félagið eftir því við bæjarráð 15.08.2013 að fara í viðræður við fulltrúa Norðurþings um gerð nýs samnings. Bæjarráð samþykkti að fara í viðræður við Í.F.Völsung um nýjan samning og er vinna hafin við drög að samningi.
Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drögin. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að skipuð verði samninganefnd vegna málsins. Nefndin leggur til að formaður Tómstunda- og æskulýðsnefndar, bæjarstjóri, tómstunda- og æskulýðsfulltrúi og fulltrúi Orkuveitu Húsavíkur skipi nefndina af hálfu sveitarfélagsins.

6.Félagsmiðstöðvar

201201040

Farið var yfir stöðu félagsmiðstöðva í Norðurþingi. Ekki hefur fengist starfsmaður í félagsmiðstöðvar á Raufarhöfn og í Lundi. Nefndin leggur áherslu á aukið samstarf milli félagsmiðstöðva í sveitarfélaginu.

7.Fjárhagsáætlun málaflokkur 06 árið 2014

201310043

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti úthlutaðan fjárhagsramma tómstunda- og æskulýðssviðs fyrir árið 2014. Krónutala er óbreytt frá fjárhagsárinu 2013 eða 173 milljónir fyrir málaflokkinn. Þar sem úthlutaður fjárhagsrammi er sá sami í krónum talið og frá fyrra ári er um raunlækkun að ræða milli ára. Ný verkefni hafa bæst við innan málaflokksins s.s. rekstur gervigrasvallar á Húsavík.

Fundi slitið - kl. 20:00.