Fara í efni

Sparkvöllur á Raufarhöfn

Málsnúmer 201203009

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 12. fundur - 07.03.2012




Fyrir fundinum liggur erindi frá Ungmennafélaginu Austra með ósk um formlegar viðræður við sveitarfélagið Norðurþing um uppbyggingu sparkvallar á Raufarhöfn á árinu 2012. UMF Austri lýsir yfir áhuga á því að koma að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar frumkvæði UMF Austra, tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að útbúa minnisblað með grófri kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð. Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við UMF Austra vegna málsins.

Bæjarráð Norðurþings - 41. fundur - 15.03.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 12. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar vegna uppbyggingu gervigrasvallar á Raufarhöfn.

Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:



"Fyrir fundinum liggur erindi frá Ungmennafélaginu Austra með ósk um formlegar viðræður við sveitarfélagið Norðurþing um uppbyggingu sparkvallar á Raufarhöfn á árinu 2012. UMF Austri lýsir yfir áhuga á því að koma að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti.
Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar frumkvæði UMF Austra, tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að útbúa minnisblað með grófri kostnaðaráætlun og leggja fyrir bæjarráð. Tómstunda- og æskulýðsnefnd óskar eftir því við bæjarráð að teknar verði upp viðræður við UMF Austra vegna málsins".

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við UMF Austra um mögulegan framgang málsins.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 20. fundur - 10.07.2012

Farið yfir stöðu framkvæmda við sparkvöll á Raufarhöfn. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdum við verkið verði frestað enda fylgja því ekki fjármunir og leggur til að gert verði ráð fyrir fjármunum í verkið við fjárhagsáætlunargerð 2013. Áki óskar bókað:"Nú þegar eru framkvæmdir á þessum sparkvelli á Raufarhöfn hafnar. Á þessum fundi kemur í ljós að ekkert fjármagn fylgir þessari framkvæmd og verður því að stöðva hana. Er þetta hið undarlegasta mál í alla staði og lýsir stjórnsýslu innan Norðurþings mjög vel".

Bæjarráð Norðurþings - 49. fundur - 19.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir í framkvæmda- og hafnanefnd og varðar uppbyggingu sparkvallar á Raufarhöfn. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdum við verkið verði frestað enda fylgja því ekki fjármunir og leggur til að gert verði ráð fyrir fjármunum í verkið við fjárhagsáætlunargerð 2013. Bæjarstjóri lagði fram drög að samkomulagi milli sveitarfélagsins og Umgmennafélagsins Austra á Raufarhöfn. Samkomulagið felur í sér sameiginlega fjármögnun um verkefnið. Bæjarráð samþykkkir og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn. Framlag sveitarfélagsins vegna samkomulagsins nemur allt að 11 milljónir króna. Friðrik óskar bókað:Ég fagna því að enn finnist fjármagn í sveitarsjóði fyrir gervigrasi.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 23. fundur - 09.10.2013

Framkvæmdir við sparkvöll á Raufarhöfn eru á lokastigi. Tómstunda- og æskulýðsnefnd fagnar framkvæmdinni. Ljóst er að ljúka þarf sem fyrst frágangi í kringum völlinn, þar sem svæðið er mjög opið. Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að fá til samstarfs Ungmennafélagið Austra vegna vinnu við lokafrágang í kringum völlinn. Birna og Sigríður óska bókað: “Undirritaðar vilja koma fram eindregnum tilmælum að svæðið í kringum völlinn verði þökulagt nú í haust. Einnig hefur komið fram mikill vilji íbúa á Raufarhöfn til samstarfs um þökulagningu”.