Fara í efni

Þátttaka nýbúa í æskulýðs- og félagsstarfsemi.

Málsnúmer 201209011

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 15. fundur - 11.09.2012

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að þátttaka nýbúa í félags- og æskulýðsstarfsemi verði efld.Nefndin leggur til að málefni nýbúa innlendra sem erlendra verði tekinn upp á breiðum grundvelli.Lagt er til að tómstunda- og æskulýðsfulltrúi vinni, í samstarfi við aðila er málið varðar, aðgerðaráætlun í aukinni þátttöku nýbúa í samfélaginu.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 16. fundur - 18.10.2012

Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar því til sveitarstjórnar að málefni nýbúa verði tekið fyrir á næsta fundi sveitastjórnar. Nefndin vill leggja á það áherslu að málefni nýbúa fái fastan sess innan stjórnsýslunarinnar og býðst til að hýsa málaflokkinn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 18. fundur - 23.10.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu tilvísun tómstunda- og æskulýðsnefndar frá 16. fundi nefndarinnar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar því til sveitarstjórnar að málefni nýbúa verði tekið fyrir á næsta fundi sveitastjórnar. Nefndin vill leggja á það áherslu að málefni nýbúa fái fastan sess innan stjórnsýslunarinnar og býðst til að hýsa málaflokkinn. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Soffía, Olga, Tillaga liggur fyrir um að málaflokkurinn verði hýstur undir tómstunda- og æskulýðsnefnd.Tillagan samþykkt samhljóða.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 17. fundur - 15.11.2012

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að útbúa greinargerð fyrir Bæjarráð Norðurþings þar sem farið yrði fram á fjármagn fyrir þennan málaflokk. Óskað er eftir fjármagni að upphæð 2 milljónir króna vegna þessa nýja verkefnis innan málaflokksins.

Bæjarráð Norðurþings - 63. fundur - 06.12.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá 17. fundi tómstunda- og æskulýðsnefnd. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: "Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að útbúa greinargerð fyrir Bæjarráð Norðurþings þar sem farið yrði fram á fjármagn fyrir þennan málaflokk. Óskað er eftir fjármagni að upphæð 2 milljónir króna vegna þessa nýja verkefnis innan málaflokksins." Bæjarráð þakkar fyrir greinargerðina en mun afgreiða í heild sinni allar umbeðnar aukafjárveitingar allra nefnda hér að neðan undir liðnum Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 19. fundur - 18.03.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að sækja um framlag til málaflokksins nýir íbúar.

Bæjarráð Norðurþings - 71. fundur - 04.04.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 19. fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar. Afgreiðsla nefndarinnar er eftirfarandi:"Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur starfsmanni nefndarinnar að sækja um framlag til málaflokksins nýir íbúar."Bæjarráð tekur vel í verkefnið og felur nefndinni að undirbúa það áfram og mun tryggja fjármagn til þess þegar endanleg ákvörðun um uppbyggingu á Bakka liggur fyrir.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 24. fundur - 05.11.2013

Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að móta stefnu varðandi nýja íbúa í sveitarfélaginu.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi hefur unnið að málinu og búið er að móta hugmynd að samráðshópi um vinnu við slíka stefnu.Nefndin felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að kynna sér málefni nýrra íbúa hjá öðrum sveitarfélögum.Stefnt er að því að skila drögum að stefnu í upphafi árs 2014.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 29. fundur - 10.04.2014

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir þá vinnu sem búið er að vinna í tengslum við móttökuáætlun vegna nýrra íbúa.Ljóst er að þörf er fyrir slíka áætlun.