Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

17. fundur 15. nóvember 2012 kl. 15:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning, Frjálsíþróttadeildar Völsungs

201211047

Ágústa Pálsdóttur fulltrúi frjálsíþróttadeildar Völsungs mætti á fundinn og kynnti starfsemi deildarinnar. Í máli hennar kom fram að 2008 fór starfsemi deildarinnar undir stjórn Frjálsíþróttaráðs Héraðssambands Þingeyinga. Iðkendafjöldi sveiflast mikið á milli ára. Í Frjálsíþróttaráði HSÞ eru fulltrúar félaga úr Norðurþingi ásamt fulltrúum félaga úr öðrum sveitarfélögum í Þingeyjarsýslu. Foreldradrifið þ.e. foreldrar sjá um að halda úti starfinu. Ekki um neina styrki að ræða vegna starfsins að öðru leyti en því að iðkendur hafa aðgang að tímum í íþróttahúsum sveitarfélagsins.Aðstaðan á Húsavík ekki góð fyrir frjálsar íþróttir. Á sumrin lítil sem engin þátttaka yngri barna vegna aðstöðuleysis. Ágústa talaði um að mjög erfitt væri að standa að starfinu vegna skorts á ytri stuðningi. Ráðið sé svolítið e.o. eyland innan íþróttastarfsins á vegum HSÞ. Tómstunda- og æskulýðsráð þakkar Ágústu Pálsdóttur fyrir ágæta kynningu.

2.Kynning, Sunddeild Völsungs

201211048

Fulltrúar sunddeildar Völsungs komu á fundinn og kynntu starfsemi deildarinnar. Í máli forsvarsmanna deildarinnar kom fram að sunddeild Völsungs og HSÞ er rekin á sömu kennitölu. 52 iðkendur og eru æfingar á Laugum og á Húsavík. Elísabet Sigurðardóttir er starfsmaður deildarinnar. Markmið deildarinnar er að fara á tvö stórmót yfir vetrartímann og vera með virkt félagastarf. Í samstarfi við önnur sundfélög á Norðurlandi.Þegar farið er á stórmót þá keppa iðkendur undir merkjum HSÞ.Fóru erlendis síðasta sumar í æfingabúðir.Æfingagjöld í lágmarki og þurfa foreldrar og iðkendur að standa fyrir fjáröflunum til að geta greitt fyrir þjálfun deildarinnar.Ný sundlaug orðin tímabær og vildu forsvarsmenn sunddeildarinnar koma því á framfæri að 2004 hefði deildin afhent eina milljón til byggingar nýrrar sundlaugar.Gott samstarf við stjórnendur sundlaugarinnar á Húsavík en nauðsynlegt að bæta ýmsa aðstöðu í kringum laugina. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fulltrúunum fyrir ágæta kynningu.

3.Ásgeir Sigurgeirsson sækir um styrk í Afreks- og viðurkenningarsjóð

201211001

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk til Ásgeirs Sigurgeirssonar.

4.Brynjar Örn Arnarson sækir um styrk í Afreks- og viðurkenningarsjóð

201210140Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk til Brynjars Arnars.

5.Börkur Guðmundsson sækir um styrk í Afreks- og viðurkenningarsjóð

201211003

Tómstunda- og æskulýðsnefnd telur að umsóknin falli ekki að úthlutunarreglum sjóðsins og hafnar umsókninni.

6.Hafþór Mar Aðalgeirsson sækir um styrk í afreks- og viðurkenningarsjóð

201211033

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk til Hafþórs Mars Aðalgeirssonar.

7.Hulda Ósk Jónsdóttir sækir um styrk í Afreks- og viðurkenningarsjóð

201211005

Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk til Huldu Óskar Jónsdóttur.

8.Sigurður Unnar Hauksson sækir um styrk í afreks- og viðurkenningarsjóð

201211034
Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir 50.000 króna styrk til Sigurðar Unnars Haukssonar.

9.Hestamannafélagið Grani, umsókn um styrk

201211046

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti drög að þriggja ára samningi milli Hestamanafélagsins Grana og Norðurþings.Nefndin samþykkir fyrirliggjandi drög með fyrirvara um krónutöluupphæð í samningnum enda komi samningur aftur til samþykktar í nefndinni.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að kynna Hestamannafélaginu Grana drög að þriggja ára samningi milli sveitarfélagsins og hestamannafélagsins.

10.Nýbúar í Norðurþingi

201209011

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda-og æskulýðsfulltrúa að útbúa greinargerð fyrir Bæjarráð Norðurþings þar sem farið yrði fram á fjármagn fyrir þennan málaflokk. Óskað er eftir fjármagni að upphæð 2 milljónir króna vegna þessa nýja verkefnis innan málaflokksins.

11.Ungmennaráð Norðurþings

201201039

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að Ungmennaráðinu verði fundinn staður í stjórnsýslu Norðurþings.Jafnframt leggur Tómstunda- og æskulýðsnefnd það til við tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að Ungmennaráðið verði boðað til fundar í desember og fái kynningu á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2013.Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að sækja um 250.000 krónur til Bæjarráðs til að halda fund í desember.

12.Samningsdrög að samningi milli Sveitarfélagsins Norðurþings og Héraðssambands Þingeyinga.

201210050

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi kynnti samningsdrög að samningi milli Héraðssambands Þingeyinga og Norðurþings.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur til að fyrri samningur milli hlutaðeigandi aðila verði hafður til hliðsjónar.

13.Fjárhagsáætlun Tómstunda- og æskulýðsnefnd 2013

201209012

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fjárhagsáætlun tómstunda- og æskulýðssviðs. Sviðið fær til ráðstöfunar 166.575.000 krónur.

14.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

200909078

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála í málaflokknum.Farið var yfir málefni Sundlaugar Húsavíkur, félagsmiðstöðva o.fl..

Fundi slitið - kl. 18:00.