Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

15. fundur 11. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning Skotfélags Húsavíkur á starfsemi félagsins.

Málsnúmer 201209010Vakta málsnúmer

Skotfélag Húsavíkur afboðuðu kynningu sína vegna björgunaraðgerða.

2.Kynning Hestamannafélagsins Grana á starfsemi félagsins.

Málsnúmer 201209009Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Hestamannafélaginu Grana fyrir kynninguna.Í máli forsvarsmanna félagsins kom fram að starfið er í stöðugri þróun.Orðin meiri heilsársstarfssemi. Breyttist eftir að Bústólpahöllin kom til, höllin skapar meiri möguleika til hestamennsku og kennslu á veturna.Félagar í Grana hefur boðist að fara í gegnum svokallað Knapamerki, stigskipta kennslu í hestamennsku. Farið stig af stigi frá einföldum atriðum yfir í flóknari. Knapamerkin eru 5 talsins. Kennarar hafa verið fengnir að til kennslunnar.Velta æskulýðsstarfsins er í kringum 1.300.000 krónur.Reiðskólinn í Saltvík og Grani hafa verið í miklu samstarfi í tengslum við æskulýðsstarf Grana.Skráðir félagsmenn eru í kringum 130. Umtalsverð aukning á síðustu árum.30 börn eru virk félaginu auk þess að á reiðnámskeið félagsins kemur töluverður fjöldi óskráðra iðkenda.Mikil sjálfboðavinna foreldra í kringum æskulýðsstarfið.Félagið í samstarfi við Saltvík ehf hyggst bjóða upp á;"hestur í fóstri" þar sem börn/unglingar geta fengið afnot og umhirðu af hestum. Grani hefur tekið þátt í Æskan og hesturinn, haldið til skiptis á Sauðárkróki og Akureyri.

3.Frístundaheimili

Málsnúmer 201104111Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir starfsemi Frístundaheimilisins.Starfið fer vel af stað og eru í kringum 30 börn skráð.

4.Félagsmiðstöðvar

Málsnúmer 201201040Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála.Stefnt að auknum samskiptum milli félagsmiðstöðva innan sveitarfélagsins.

5.Núll prósent hreyfingin, umsókn um styrk

Málsnúmer 201206054Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hafnar erindinu.

6.Þátttaka nýbúa í æskulýðs- og félagsstarfsemi.

Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd hvetur til þess að þátttaka nýbúa í félags- og æskulýðsstarfsemi verði efld.Nefndin leggur til að málefni nýbúa innlendra sem erlendra verði tekinn upp á breiðum grundvelli.Lagt er til að tómstunda- og æskulýðsfulltrúi vinni, í samstarfi við aðila er málið varðar, aðgerðaráætlun í aukinni þátttöku nýbúa í samfélaginu.

7.Tæki og búnaður íþróttamannvirkja í Norðurþingi. Yfirlit.

Málsnúmer 201103098Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir tækjaþörf íþróttamannvirkja Norðurþings.

8.Fjárhagsáætlunarvinna fyrir árið 2013 Kynning á fyrirkomulagi og áherslum.

Málsnúmer 201209012Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir fyrirhugaða vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013.

9.Kynning tómstunda- og æskulýðsfulltrúa

Málsnúmer 200909078Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir stöðu mála í málaflokknum.Málefni gervigrasvallar á Húsavík og sparkvöllur á Raufarhöfn til umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.