Fara í efni

Kynning Hestamannafélagsins Grana á starfsemi félagsins.

Málsnúmer 201209009

Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 15. fundur - 11.09.2012

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar Hestamannafélaginu Grana fyrir kynninguna.Í máli forsvarsmanna félagsins kom fram að starfið er í stöðugri þróun.Orðin meiri heilsársstarfssemi. Breyttist eftir að Bústólpahöllin kom til, höllin skapar meiri möguleika til hestamennsku og kennslu á veturna.Félagar í Grana hefur boðist að fara í gegnum svokallað Knapamerki, stigskipta kennslu í hestamennsku. Farið stig af stigi frá einföldum atriðum yfir í flóknari. Knapamerkin eru 5 talsins. Kennarar hafa verið fengnir að til kennslunnar.Velta æskulýðsstarfsins er í kringum 1.300.000 krónur.Reiðskólinn í Saltvík og Grani hafa verið í miklu samstarfi í tengslum við æskulýðsstarf Grana.Skráðir félagsmenn eru í kringum 130. Umtalsverð aukning á síðustu árum.30 börn eru virk félaginu auk þess að á reiðnámskeið félagsins kemur töluverður fjöldi óskráðra iðkenda.Mikil sjálfboðavinna foreldra í kringum æskulýðsstarfið.Félagið í samstarfi við Saltvík ehf hyggst bjóða upp á;"hestur í fóstri" þar sem börn/unglingar geta fengið afnot og umhirðu af hestum. Grani hefur tekið þátt í Æskan og hesturinn, haldið til skiptis á Sauðárkróki og Akureyri.