Bæjarstjórn Norðurþings

18. fundur 23. október 2012 kl. 16:15 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Jón Grímsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
 • Jón Helgi Björnsson aðalmaður
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Trausti Aðalsteinsson 1. varaforseti
 • Þráinn Guðni Gunnarsson 2. varaforseti
 • Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Birna Björnsdóttir 1. varamaður
 • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
 • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Atvinnu- og byggðamál á Raufarhöfn

201210097

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til umfjöllunar um atvinnu- og byggðamál á Raufarhöfn. Hjálmar Bogi Hafliðason, Jón Grímsson, Birna Björnsdóttir og Soffía Helgadóttir leggja fram erindið til umfjöllunar. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Birna, Jón Helgi, Soffía, Friðrik, Bergur, Jón Grímsson, Þráinn, Olga og Trausti. Bókun bæjarstjórnar er eftirfarandi:Til að snúa við byggaþróun á Raufarhöfn hafa íbúar, sveitarfélagið Norðurþing, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hafið markvissa vinnu við að fjölga íbúum á Raufarhöfn. Raufarhöfn er eitt fallegasta bæjarstæði á Íslandi og þar leynast ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, ef rétt er á málum haldið. Með samstiltu átaki ríkis, sveitarfélagsins, íbúanna sjálfra og þeim sem að málinu koma mun það markmið nást.Á síldarárunum urðu til gríðarlega miklar tekjur á Raufarhöfn sem runnu í sameiginlega sjóði Íslendinga. Sýnum Raufarhöfn þann sóma að efla atvinnu og treysta byggð.Bæjarstjórn Norðurþings þakkar stjórnvöldum og opinberum aðilum í landinu fyrir að leggjast á árarnar með okkur íbúum sveitarfélagsins í þeirri viðleitni að snúa þessari þróun við. Við horfum bjartsýn til þess að verkefnið beri árangur.

2.Aðild að Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga

201210044

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga um aðild Norðurþings að stofnun samtakanna. Málefnið var tekið fyrir á 58. fundi bæjarráðs og því vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Til máls tóku: Friðrik, Jón Helgi, Soffía, Hjálmar Bogi, Trausti, Bergur, Jón Grímsson og Þráinn. Friðrik lagði fram eftirfarandi bókun:Á sveitarstjórnarstiginu tel ég að sjónarmið sjávarútvegsins eigi að ná fram á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga, ef svo er ekki þá þarf að bæta Sambandið en ekki stofna ný samtök.Báknið burt. Tillaga um aðild sveitarfélagsins að samtökunum samþykkt með atkvæðum, Trausta, Jóns Helga, Olgu, Jóns Grímssonar, Þráins, Soffíu, Birnu og Hjálmars Boga.Friðrik greiddi atkvæði gegn tillögunni.

3.Deiliskipulag fyrir nýjan Dettifossveg

201209089

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 97. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings hefur kynnt sér tillögu að lýsingu skipulagsverkefnis og matslýsingu áætlana sem lögð er fyrir bæjarstjórn Norðurþings til samþykktar
Nefndin leggur til við bæjarstjórn að lýsing skipulagsverkefnis og matslýsing verði samþykkt sbr. 2. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Til máls tóku: Jón Grímsson. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.

4.Sveinbjörn Gunnlaugsson sækir um lóðina B-12, hesthúslóð, skv. deiliskipulagi i Saltvíkurlandi

201205007

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 97. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. Umsækjandi óskar eftir lóð B12 skv. deiliskipulagi hesthúsasvæðis í Saltvík.
Úthlutun lóðar B12 fellur ekki að áætlaðri gatnagerð á svæðinu sem sakir standa.
Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn, að höfðu samráði við umsækjanda og framkvæmda- og hafnafulltrúa Norðurþings,
að honum verði úthlutað lóðinni B2 á hesthúsasvæði við Saltvík. Tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða án umræðu.

5.Viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla.

201210079

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 21. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Nefndin leggur til að fyrirliggjandi viðmiðunarreglur Norðurþings um skólaakstur í grunnskóla verði samþykktar. Til máls tóku: Soffía og Bergur. Tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt samhljóða.

6.Þátttaka nýbúa í æskulýðs- og félagsstarfsemi.

201209011

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu tilvísun tómstunda- og æskulýðsnefndar frá 16. fundi nefndarinnar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar: Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar því til sveitarstjórnar að málefni nýbúa verði tekið fyrir á næsta fundi sveitastjórnar. Nefndin vill leggja á það áherslu að málefni nýbúa fái fastan sess innan stjórnsýslunarinnar og býðst til að hýsa málaflokkinn. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Soffía, Olga, Tillaga liggur fyrir um að málaflokkurinn verði hýstur undir tómstunda- og æskulýðsnefnd.Tillagan samþykkt samhljóða.

7.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 31

1208006

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 31. fundar félags og barnavendarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

8.Bæjarráð Norðurþings - 56

1209008

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 56. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

9.Bæjarráð Norðurþings - 57

1210001

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 57. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

10.Bæjarráð Norðurþings - 58

1210003

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 58. fundar bæjarráðs til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 4 - Friðrik og Bergur. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

11.Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 32

1210005

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 32. fundar félags- og barnaverndarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

12.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 20

1210006

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 20. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

13.Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 97

1210002

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 97. fundar skipulags- og byggingarnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 3 - Friðrik, Jón Grímsson og Jón Helgi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

14.Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 22

1209005

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 22. fundar framkvæmda- og hafnanefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 3 - Hjálmar Bogi og Friðrik. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

15.Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 21

1210007

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 21. fundar fræðslu- og menningarnefndar til staðfestingar. Fundargerðin staðfest án umræðu.

16.Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 16

1210004

Fyrir bæjarstjórn liggur fundargerð 16. fundar tómstunda- og æskulýðsnefndar til staðfestingar. Til máls tóku undir lið: 5 - Hjálmar Bogi.Til máls tóku undir lið: 6 - Hjálmar Bogi. Aðrir liðir fundargerðarinnar staðfestir án umræðu.

Fundi slitið - kl. 19:15.