Fara í efni

Atvinnu- og byggðamál á Raufarhöfn

Málsnúmer 201210097

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn Norðurþings - 18. fundur - 23.10.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi til umfjöllunar um atvinnu- og byggðamál á Raufarhöfn. Hjálmar Bogi Hafliðason, Jón Grímsson, Birna Björnsdóttir og Soffía Helgadóttir leggja fram erindið til umfjöllunar. Til máls tóku: Hjálmar Bogi, Birna, Jón Helgi, Soffía, Friðrik, Bergur, Jón Grímsson, Þráinn, Olga og Trausti. Bókun bæjarstjórnar er eftirfarandi:Til að snúa við byggaþróun á Raufarhöfn hafa íbúar, sveitarfélagið Norðurþing, Byggðastofnun, Háskólinn á Akureyri og Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hafið markvissa vinnu við að fjölga íbúum á Raufarhöfn. Raufarhöfn er eitt fallegasta bæjarstæði á Íslandi og þar leynast ýmis tækifæri til atvinnuuppbyggingar, ef rétt er á málum haldið. Með samstiltu átaki ríkis, sveitarfélagsins, íbúanna sjálfra og þeim sem að málinu koma mun það markmið nást.Á síldarárunum urðu til gríðarlega miklar tekjur á Raufarhöfn sem runnu í sameiginlega sjóði Íslendinga. Sýnum Raufarhöfn þann sóma að efla atvinnu og treysta byggð.Bæjarstjórn Norðurþings þakkar stjórnvöldum og opinberum aðilum í landinu fyrir að leggjast á árarnar með okkur íbúum sveitarfélagsins í þeirri viðleitni að snúa þessari þróun við. Við horfum bjartsýn til þess að verkefnið beri árangur.