Fara í efni

Tómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings

16. fundur 18. október 2012 kl. 15:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hjálmar Bogi Hafliðason formaður
  • Birna Björnsdóttir aðalmaður
  • Hafsteinn H Gunnarsson varaformaður
  • Ingólfur Freysson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Rúnar Pálsson æskulýðsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Jóhann Rúnar Pálsson Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá

1.Kynning Skotfélags Húsavíkur á starfsemi félagsins.

Málsnúmer 201209010Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar formanni Skotfélags Húsavíkur fyrir ágæta kynningu. Í máli formanns skotfélagsins kom fram að félagið verður 25 ára 2013.62 félagsmenn.Markmið að efla skotíþróttina og kenna meðferð skotvopna.Aðili að HSÞ síðan 1995.Hafa haldið úti keppnisliði síðustu þrjú ár.Eiga þrefaldan Íslandsmeistara unglinga.Ósk um að bæta og efla starfsemina.Skotsvæðið mikið notað, uppgangur meðal riffilmanna.6 leirdúfuskotkeppnir og 3 riffilkeppnir innan félags á árinu 2012.Mikil keppnisþátttaka.Mikið um framkvæmdir síðustu ár.Mikil sjálfboðavinna í félaginu. Stefnd er á að útbúa aðstöðuhús fyrir fleiri skotíþróttir þannig að hægt sé að stunda allar skotíþróttir sem stundaðar eru á Íslandi.

2.Erindisbréf frá Héraðssambandi Þingeyinga.

Málsnúmer 201210050Vakta málsnúmer

Héraðssamband Þingeyinga sendir inn erindi er varðar áframhaldandi samstarfssamning um reksturs sambandsins. Óskað er eftir því að samningur sé gerður til þriggja ára. Einnig óskar HSÞ eftir því við sveitarfélagið Norðurþing að tilnefndir verði tveir fulltrúar í undirbúningsnefnd fyrir Landsmót 50+ er haldið verður á Húsavík sumarið 2014 á aldarafmæli héraðssambandsins. Framkvæmdarstjóri og gjaldkeri HSÞ mættu undir þessum lið og fylgdu erindinu eftir. Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir greinargóða kynningu á starfsemi sambandsins.Nefndin tilnefnir Berg Elías Ágústsson og Hjálmar Boga Hafliðason sem fulltrúa sveitarfélagsins í Landsmótsnefnd 50+. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa er falið að ganga til samninga við HSÞ um áframhaldandi samstarfssamning.

3.Ósk um samstarf vegna Íslandsmóts í skák haustið 2013.

Málsnúmer 201210058Vakta málsnúmer




Skákfélagið Goðinn-Mátar óskar eftir fjárstuðningi frá Norðurþingi vegna fyrirhugaðs Íslandsmóts skákfélaga á Húsavík í október 2013. Í kjölfar Íslandsmótsins yrði haldið alþjóðlegt skákmót á Hótel Húsavík.

Tómstunda- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í samstarf. Nefndin lýsir yfir ánægju með metnaðarfullt starf félagsins.
Nefndin vísar styrkbeiðninni til gerðrar fjárhagsáætlunar 2013.

4.Þátttaka nýbúa í æskulýðs- og félagsstarfsemi.

Málsnúmer 201209011Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd vísar því til sveitarstjórnar að málefni nýbúa verði tekið fyrir á næsta fundi sveitastjórnar. Nefndin vill leggja á það áherslu að málefni nýbúa fái fastan sess innan stjórnsýslunarinnar og býðst til að hýsa málaflokkinn.

5.Íslandsmeistarar í Norðurþingi.

Málsnúmer 201204045Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsnefnd felur tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að undirbúa samsæti til heiðurs Íslandsmeisturum úr Norðurþingi fyrir árið 2012.

6.Félagsmálatröllið.

Málsnúmer 201210073Vakta málsnúmer

Umræða á milli nefndarfólks um það hvernig best er að umbuna því fólki sem er áberandi í félags- og tómstundastarfi og skilar óeigingjörnu starfi í þágu samfélagsins.

7.Fjárhagsáætlun Tómstunda- og æskulýðsnefnd 2013

Málsnúmer 201209012Vakta málsnúmer

Tómstunda- og æskulýðsfulltrúi fór yfir vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2013.

Fundi slitið - kl. 17:00.