Fara í efni

Pálsreitur ehf

Málsnúmer 201308051

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Pálsreit ehf. um heimild til fjármögnun íbúða Pálsreits ehf. á Húsavík. Bæjarráð veitir bæjarstjóra heimild til lántöku vegna framkvæmdanna.

Bæjarráð Norðurþings - 85. fundur - 29.10.2013

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar ársreikningur ársins 2012 og 3ja ára fjárhagsáætlun Pálsreits ehf.
Ekki hefur enn tekist að ljúka fjármögnun verkefnisins um byggingu íbúða við Pálsreit eins og gert var ráð fyrir í upphafi.

Greinargerð.
Þann 22. 12. 2010 skrifaði félags- og tryggingamálaráðherra, Guðbjartur Hannesson, undir samkomulag um fjármögnun og byggingu 3ja íbúða fyrir geðfatlaða á Húsavík. Samningurinn var hluti af þjónustusamnings sem sveitarfélagið Norðurþing og félagsmálaráðuneytið höfðu áður gert með sér. Sá samningur er dagsettur 30. apríl 2007.
Samningurinn um framkvæmdina var að tilstuðlan og tillögum ráðuneytisins stillt upp með þeim hætti, (þar sem fyrir lá að málaflokkurinn færðist frá ríki til sveitarfélaga), að ráðuneytið leggði fram um 20 m.kr. stofnframlag og eftirstöðvar framkvæmdakostnaðar, um 40 m.kr., yrðu fjármagnaðar með lántöku frá Íbúðalánasjóði. Útreikningarnir voru á ábyrgð ráðuneytisins og framkvæmdar af sérfræðingum Fasteigna ríkisins. Stofnað var sérstakt leigufélag, í eigu sveitarfélagsins um bygginguna, og framkvæmdir hafnar í samræmi við fyrirliggjandi samning.
Um mitt ár 2012 var framkvæmdum að fullu lokið og umsóknarferli sveitarfélagsins hefst hjá Íbúðalánasjóði en á framkvæmdatímanum fjármagnaði sveitarfélagið (með yfirdrætti), byggingarkostnað þ.e. fyrir hönd leigufélagsins. Í svari frá Íbúðalánasjóði vegna umsóknar sveitarfélagsins er tilkynnt að reglugerð sé væntanleg sem heimili sjóðnum að lána til verkefna af þessum toga. En ekki er hægt að afgreiða umsóknina fyrr en hún liggur fyrir. Í árslok 2012 eru engar fréttir að hafa af fyrirhugaðri reglugerð og því hefjast fyrirspurnir sveitarfélagsins til ráðuneytisins.
í árslok 2012 gekk Sveitarfélagið Norðurþing að samkomulagi við ráðuneytið í góðri trú að sú leið sem valin var til fjármögnunar framkvæmdanna gæti gengið. Annað hefur komið á daginn og hefur sá dráttur sem orðinn er kostað sveitarfélagið 10.226.347 .kr.
Ítrekað hefur verið haft samband við ráðuneytið vegna framangreinds forsendubrests en því miður hefur verið fátt um svör og engar tillögur til lausnar lagðar fram. Að vísu skal því komið á framfæri að starfsmenn ráðuneytisns hafa harmað þessa stöðu.
Sveitarfélagið Norðurþing hefur þegar farið þess á leit við fjárlaganefnd Alþingisins að nú þegar verði gengið frá uppgjöri við sveitarfélagið með þeim hætti að þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar uppbyggingu íbúða fyrir geðfatlaða á Húsavík standist og áfallinn kostnaður verði greiddur. Þingmenn kjördæmisins hafa verið upplýstir um málið.