Fara í efni

Sorpsamlag Þingeyinga 2013

Málsnúmer 201304003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 71. fundur - 04.04.2013

Fyrir bæjarráði liggur innköllun á hlutafé í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf., samkvæmt samþykkt hluthafafundar frá 19. nóvember 2012. Fyrir liggur samþykki hluthafa um hlutafjáraukningu um allt að 50 milljónir króna á árinu 2013. Stjórn félagsins ákvað á stjórnarfundi þann 20. febrúar að innkalla 10 milljónir sem koma til greiðslu í apríl 2013. Frekari innköllun hlutafjár fer eftir fjárþörf félagsins. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 72. fundur - 18.04.2013

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf. sem fram fór 5. apríl s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 74. fundur - 23.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Sorpsamlags Þingeyinga ehf. fyrir árið 2012 sem fram fer miðvikudaginn 5. júní n.k. kl. 14:00 í Ýdölum í Þingeyjarsveit. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyn að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum og Þráinn Gunnarsson til vara.

Bæjarráð Norðurþings - 85. fundur - 29.10.2013

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., ásamt minnispunktum samráðshóps um úrgangsmál. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 87. fundur - 14.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá hluthafafundi Sorpsamlags Þingeyinga ehf. fyrr á árinu, þar sem samþykkt var að leggja til að auka hlutafé um allt að 50 milljónir á árinu 2013. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi hlutafjáraukningu í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf., eignarhlutur Norðurþings er 65,65%

Bæjarráð Norðurþings - 91. fundur - 09.01.2014

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., sem haldinn var 19. desember s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.