Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

91. fundur 09. janúar 2014 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.21. fundur Almannavarnarnefndar Þingeyinga

Málsnúmer 201401006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 21. fundar Almannavarnanefndar Þingeyinga til kynningar. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.811. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201312090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 811. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri

Málsnúmer 201401009Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá LSS, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, um endurgeiðsluhlutfall á greiddum lífeyri lífeyrisþega í fyrrum Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar. Fram kemur í erindinu að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga hafi farið yfir, á stjórnarfundi sínum þann 18. desember s.l., fyrirliggjandi tillögu tryggingarstærðfræðings þar sem lagt er til að endurgeiðsluhlutfall launagreiðanda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóði starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar í B -deild LSS haldis óbreytt eða 67% fyrir árið 2014.Stjórn lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga samþykkti tillögu tryggingarstærðfræðingsins fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar í samræmi við ákvæði 1. og 2. mgr. 49. gr. í samþykktum LSS.Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verði samþykkt.

4.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur ohf. 2013

Málsnúmer 201301049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 118. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra

Málsnúmer 201302078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 158. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Hlutafjáraukning í Greiðri leið ehf

Málsnúmer 201312071Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi til hluthafa í Greiðri leið ehf. en þar kemur fram að stjórn félagsins hafi ákveðið á fundi sínum þann 13. desember s.l., að nýta sér heimild til að hækka hlutafé félagsins um 40 mkr. með áskrift nýrra hluta. Í fundargerð aðalfundar frá 28. júní 2013 segir að innborgunin eigi að vera á genginu 1 og að ef ekki fáist áskrift að allri aukningunni frá hluthöfum heimili fundurinn stjórninni að selja það hlutafé, sem ekki fæst áskrift að, til nýrra hluthafa og falla núverandi hluthafar frá forkaupsrétti að þeim hlutum. Heimildin gildir til 30. júní 2017. Gengi á því hlutafé sem selt verður til nýrra hluthafa verði ákveðið af stjórn.Fyrir liggur svar Samherja hf., um kaup á hlutafé í Greiðri leið ehf. á árinu 2013. Í svarinu kemur fram að Útgerðarfélag Akureyringa ehf., sem er að fullu í eigu Samherja hf., er tilbúið að leggja fram 40 mkr. í hlutafé. Með því getur Greið leið ehf., staðið við ákvæði í lánasamningi ríkisins og Vaðlaheiðarganga hf. um aukningu hlutafjár í Vaðlaheiðargöngum hf. um 40 mkr. á yfirstandandi ári með aðkomu núverandi hluthafa. Eftir breytinguna verður hlutur Greiðrar leiðar ehf., í Vaðlaheiðargöngum hf. kominn í 236 mkr. af 440 mkr. heildarhlutafé. Hlutur Greiðrar leiðar ehf., verður þá 53,6% en Vegagerðarinna hf. 46,4%Samkvæmt samþykktum félagsins eiga hluthafar félagsins forkaupsrétt að öllum nýjum hlutum í eigin flokkum í samræmi við hlutafjáreign sína og er því skorað á þá að beita þessum rétti eða falla frá honum. Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsréttinn.

7.Hótel Norðurljós ehf. drög að leigusamningi

Málsnúmer 201401011Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja drög að nýjum leigusamningi milli Norðurljósa ehf,. sem er eignaraðili að Aðalbraut 2 á Raufarhöfn, og Erlings Thoroddsen sem leigutaka. Bæjarráð samþykkir samningsdrögin og felur bæjarstjóra að ganga frá samningi.

8.Ósk um viðræður vegna Nýja Lundar, Öxarfirði

Málsnúmer 201401032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Gunnari Björnssyni og Önnu Englund, Sandfelli í Öxarfirði þar sem óskað er eftir viðræðum við sveitarfélagið um kaup á Nýja Lundi. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til framkvæmda- og hafnanefndar.

9.Sorpsamlag Þingeyinga 2013

Málsnúmer 201304003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf., sem haldinn var 19. desember s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna veitingar tækifærisleyfis fyrir Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur

Málsnúmer 201401041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna veitingu tækifærisleyfis fyrir Þorrablót Kvenfélags Húsavíkur.Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis 169. mál, stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs til umsagnar

Málsnúmer 201401033Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar tillögu til þingsályktunar, frá Umhverfis- og samgögnunefnd Alþingis um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs, 169. mál. Lagt fram til kynningar.

12.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, fjárhagsleg viðmið EFS ásamt ósk um upplýsingar

Málsnúmer 201310118Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá EFS frá 16. desember s.l., vegna yfirferðar nefndarinnar á aðlögunaráætlun og fjárhagsáætlunum sveitarfélagsins. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.