Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

72. fundur 18. apríl 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012

Málsnúmer 201304050Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til afgreiðslu ársreikningar Norðurþings fyrir árið 2012. Á fundinn mættu Arna G. Tryggvadóttir og Guðmundur Snorrason endurskoðendur PWC og fóru yfir og kynntu ársreikninga sveitarfélagsins. Bæjarráð vísar ársreikningum sveitarfélagsins til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Svövu Árnadóttur, Raufarhöfn

Málsnúmer 201304001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Svövu Árnadóttur á endurnýjun rekstrarleyfis til sölu veitinga ásamt umgagnslitlar áfengisveitingar að Kaffi Ljósfang á Raufarhöfn. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

3.Tækifæri, aðalfundarboð

Málsnúmer 201003051Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Tækifæris hf sem fram fer föstudaginn 19. apríl nk. að Strandgötu 3 á Akureyri og hefst hann kl. 14:00 Á dagskrá fundarins verða m.a. lagðar fram eftirfarandi tillögur: 1. Heimild stjórnar til að auka hlutfafé um kr. 400.000.000.- að nafnvirði verði ekki framlengd og felld út.2. Tillaga sem gerir félaginu kleift að eignast eigin bréf verði framlegnd. Lagt fram til kynningar.

4.Sorpsamlag Þingeyinga 2013

Málsnúmer 201304003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð stjórnar Sorpsamlags Þingeyinga ehf. sem fram fór 5. apríl s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Veiðifélag Litlárvatna, Aðalfundarboð 2013

Málsnúmer 201304048Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á aðalfund Veiðifélags Litlárvatna sem haldinn verður í Skúlagarði sunnudaginn 5. maí n.k. kl. 13:00 Dagskrár fundarins er:1. Fundarsetning, könnuð mæting og umboð.2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.3. Skýrsla stjórnar lögð fram til umræðu.4. Endurskoðaðir reikningar sl. árs lagðir fram til umræðu og atkvæðagreiðslu.5. kosningar6. Framkvæmdaáætlun ársins 2013.7. Önnur mál. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Guðbjarti E. Jónssyni til vara.

6.Norðurhjari,ferðaþjónustuklasi-Kynning á Norðurhjara

Málsnúmer 201304049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Norðurhjara sem eru samtök í ferðaþjónustu með starfssvæði frá Kelduhverfi til Bakkafjarðar. Félagið stendur sameiginlega að ýmsum verkefnum í ferðaþjónustu er varðar uppbyggingu, kynningarstarfsemi og framþróun í ferðaþjónustu á svæðinu öllu. Það er ósk félagsins að fá að kynna starfsemi sína, framtíðarhorfur, væntingar og hömlur fyrir bæjarfélaginu. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfrita og bjóða fulltrúum félagsins á fund bæjarráðs.

7.Thorsil ehf.-Beiðni um ívilnanir vegna nýfjárfestingar á Íslandi

Málsnúmer 201304052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur bréf frá Thorsil ehf. þar sem starfsemi og framtíðaráform fyrirtækisins er kynnt. Erindið lagt fram til kynningar.

8.Umboðsmaður Alþingis ósk um upplýsingar varðandi meðferð máls f.h. Jóns Gunnarssonar

Málsnúmer 201212091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilkynning frá Umboðsmanni Alþingis varðandi meðferð máls Jóns Gunnarssonar en þar kemur fram að málinu sé lokið. Erindið var áður á dagskrá 65. fundar bæjarráðs. Lagt fram til kynningar.

9.Grímsstaðir á Fjöllum - uppbygging ferðaþjónustu

Málsnúmer 201210041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrirspurn frá Friðriki Sigurðssyni vegna málefna Gáf ehf. um uppbyggingu ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum.Á fund bæjarráðs mætti framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeying, Reinhard Reynisson og fór yfir stöðu fyrirtækisins og verkefni þess vegna uppbyggingar ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum.

10.Samstarfssamningur Hvalasafnsins SES og Garðarshólms SES

Málsnúmer 201304054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hvalasafninu SES og Garðarshólma SES um samstarfssamning félaganna um uppbyggingu safna- menningar- og fræðastarfsemi á lóð Hvalasafnsins á Húsavík. Bæjarráð leggur fram eftirfarandi yfirlýsingu vegna samstarfssamning félaganna: Bæjarráð Norðurþings lýsir yfir ánægju og fullum stuðningi við áform Hvalasafnsins á Húsavík ses og Garðarshólma ses um sameiginlega uppbyggingu safna-, menningar- og fræðastarfsemi á lóð Hvalasafnsins. Nýverið var undirrituð samstarfsyfirlýsing stofnananna um þessi áform en starfsemi beggja felst og mun felast í sýningum, rannsóknum og fræðslu. Ljóst er að mikil tækifæri felast í því að byggja upp starfsemi stofnananna á sama stað. Þannig verða til augljós samlegðaráhrif og hagræðing við nýtingu húsnæðis, starfsfólks og í hinum almenna rekstri félaganna. Einnig skapast út frá staðsetningunni miklir möguleikar á nánum tengslum beggja stofnana við þá fræða- og rannsóknastarfssemi sem fyrir er á svæðinu innan veggja Þekkingarsetursins á Húsavík. Norðurþing hefur lengi horft til þess að koma upp menningarsal sem getur hýst hina ýmsu viðburði, hvort sem þeir eru á vegum sveitarfélagsins eða annarra aðila. Við uppbyggingu og hönnun á byggingarreit Hvalasafnsins hafa verið settar fram hugmyndir um að samþætta menningarsal þeirri starfsemi sem fyrirhuguð er á lóðinni. Yrði bygging salarins mikil lyftistöng fyrir menningarlíf á Húsavík og nágrenni. Auk almenns stuðnings við samstarf og almenn áform um uppbyggingu á lóð Hvalasafnsins á Húsavík, lýsir Norðurþing því einnig yfir vilja til að koma með beinum hætti að þeirri uppbyggingu sem snýr að byggingu menningarsalar. Hvalasafnið á Húsavík hefur nú á þriðja ár unnið að undirbúningi við að fá grind af steypireyð er rak á Skaga 2010. Einsýnt er að slíkur gripur á heima á Hvalasafninu, eina sérhæfða hvalasafni landsins. Steypireyðargrind myndi auka aðdráttarafl og ímynd Húsavíkur sem áfangastaðar til hvalaskoðunar og sýning hennar innan veggja sameiginlegs húsnæðis Hvalasafnsins og Garðarshólma myndi því falla vel að þeirri uppbyggingu sem fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélag hafa unnið að á Húsavík í tengslum við hvalaskoðun, sýningu, fræðslu og rannsóknir á hvölum síðustu tvo áratugi. Ljóst er að grindin er stór áhrifaþáttur í þróun og áframhaldi þeirrar uppbyggingar og samstarfs sem Hvalasafnið og Garðarshólmur áforma. Því er mikilvægt að stjórnvöld styðji uppsetningu grindarinnar á Húsavík til framtíðar með afgerandi hætti. Fellur það einnig vel að yfirlýstu markmiði stjórnvalda um aukna dreifingu ferðamanna um landið. Bæjarráð Norðurþings skorar því á mennta- og menningarmálaráðherra, sem æðsta vald safnamála hér á landi, að lýsa því yfir að beinagrind steypireyðarinnar verði sett upp á Húsavík.

11.Kjörskrá fyrir Alþingiskosningar 27. apríl 2013

Málsnúmer 201304045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu skiplag og frágangur kjörskrár fyrir komandi Alþingiskosningar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins að semja kjörskrá. Jafnframt verði þeim veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram á kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Fundi slitið - kl. 18:00.