Fara í efni

Kjörskrá fyrir Alþingiskosningar 27. apríl 2013

Málsnúmer 201304045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 72. fundur - 18.04.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu skiplag og frágangur kjörskrár fyrir komandi Alþingiskosningar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins að semja kjörskrá. Jafnframt verði þeim veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram á kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis.

Bæjarstjórn Norðurþings - 24. fundur - 23.04.2013

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 72. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er afgreiðsla bæjarráðs: Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu skiplag og frágangur kjörskrár fyrir komandi Alþingiskosningar.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins að semja kjörskrá. Jafnframt verði þeim veitt fullnaðarheimild til að fjalla um athugasemdir, gera nauðsynlegar leiðréttingar og úrskurða um ágreiningsmál sem kunna að koma fram á kjördegi vegna Alþingiskosninga 27. apríl n.k. í samræmi við 27. gr. laga um kosningar til Alþingis. Til máls tók: Bergur Fyrirliggjandi tillaga bæjarráðs samþykkt samhljóða.