Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

86. fundur 07. nóvember 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri- og staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.809. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201310142Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð 809. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Björgunarsveitin Garðar óskar eftir styrk fyrir rekstrarárið 2014

Málsnúmer 201311027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Björgunarsveitinni Garðari fyrir rekstrarárið 2014.Bæjarráð vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014.

3.Buski ehf. Skattframtal og ársreikningur v/2012

Málsnúmer 201310128Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar ársreikningur ársins 2012 og skattframtal 2013 fyrir Buska ehf.Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að leggja niður félagið eða losa sig við eignarhlutann, enda hefur engin starfsemi verið hjá félaginu síðan verkefninu um "rafrænt samfélag" var lokið.

4.Fundargerðir Eyþings 2013

Málsnúmer 201303027Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fundargerðir 245., 246 og 247. fundar stjórnar Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

5.íbúafundir í sveitarfélaginu

Málsnúmer 201103111Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja samantekir vegna íbúafunda í sveitarfélaginu. Bæjarráð vísar samantekt vegna íbúðafundanna til fastanefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar.

6.Mannvirkjastofnun, gæðastjórnunarkerfi byggingarfulltrúa

Málsnúmer 201311007Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli sveitarfélagsins á skyldum þess til að koma sér upp gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa en slíkt kerfi á að vera komið í notkun fyrir árið 2015 og faggildingu á að vera lokið fyrir árið 2018, sé það vilji sveitarfélagsins að fela byggingarfulltrúa sínum yfirferð hönnunargagna og úttektir framkvæmda. Að öðrum kosti þurfa sveitarfélög að leita til faggiltra skoðunarstofa sem hafa starfsleyfi Mannvirkjastofnunar á viðkomandi sviðum.Það er von Mannvirkjastofnunar að sveitarfélög í landinu efli starfsemi byggingarfulltrúa með því að styðja embættin í því að koma sér upp virku gæðastjórnunarkerfi á næsta ári. það er ljóst að til þess að þetta verði mögulegt þurfa sveitarfélögin að leggja til tíma starfsmanna í verkefnið og þekkingu á gæðstjórnunarmálum. Samráð hefur verið haft við byggingarfulltrúa um gæðastjórnunarkerfin og er það vilji stofnunarinnar að áframhald verði á því starfi.Bæjarráð felur skipulags- og byggingarnefnd að fara yfir erindið og taka það til efnislegrar afgreiðslu.

7.Mál varðandi Síldarvinnslulóðina á Raufarhöfn

Málsnúmer 201010093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrirspurn frá Friðrik Sigurðssyni, bæjarfulltrúa, vegna málefna SR lóðar á Raufarhöfn og tengdum málum vegna atvinnu- og uppbyggingu á Raufarhöfn. Bæjarstjóri fór yfir og kynnti stöðu mála SR lóðar og verkefni því tengdu.

8.Samtök um kvennaathvarf, umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2014

Málsnúmer 201310130Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um rekstrarstyrk frá Samtökum um kvennaathvarf. Beiðninni fylgir fjárhagsáætlun ársins 2014. Samtökin óska eftir að Kvennaathvarfinu verði veittur rekstrarstyrkur fyrir komandi rekstrarár að upphæð 100.000.- krónur. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.

9.Stígamót, umsókn um styrk v/2014

Málsnúmer 201310127Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá Sígamótum vegna starfsársins 2014. Beiðninni fylgir fjárhagsáætlun ársins 2014.Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið sen sér sér ekki fært að verða við því að þessu sinni.

10.Velferðarnefnd Alþingis, til umsagnar tillaga til þingsályktunar um forvarnastarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, 28. mál

Málsnúmer 201311028Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar þingsályktun frá Velferðarnefnd Alþingis um forvarnarstarf vegna krabbameins í blöðruhálskirtli, 28. mál. Lagt fram til kynningar.

11.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sólveigu Jónu Skúladóttur, Húsavík

Málsnúmer 201311029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um umsögn frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Sólveigu Jónu Skúladóttir, um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar í Brúnagerði 8 á Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni v/Laugarbrekku 16, Húsavík

Málsnúmer 201311030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um umsögn frá Sýslumanninum á Húsavík vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni, um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar í Laugarbrekku 16 á Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

13.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna breytingar á forsvarsmanni rekstrarleyfis Heimabakarís á Húsavík

Málsnúmer 201311031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk um umsögn frá Sýslumanninum á Húsavík vegna breytinga á forsvarmanni rekstrarleyfis til sölu veitingu veitinga í Lenubæ/Heimabakarí. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn.

14.Ósk frá Norðurþingi um að Olíudreifing skili inn lóðinni að Höfða 10

Málsnúmer 201311014Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur svarbréf Olíudreifingar vegna beiðni sveitarfélagsins um að félagið skili inn lóðinni að Höfða 10 á Húsavík.Í svarbréfi frá félaginu kemur fram að beiðninni er hafnað en jafnframt lýsir félagið sig reiðubúið til viðræðna við sveitarfélagið um lausn og væntir félagið að sveitarfélagið muni hafa frumkvæði að slíkum viðræðum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

15.Gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði 2014

Málsnúmer 201310029Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tillaga fræðslu- og menningarnefndar að gjaldskrám ársins 2014. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar að gjaldskrám ársins 2014.

16.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2014 - samstæða

Málsnúmer 201309019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014 ásamt útgönguspá ársins 2013. Fjárhagsáætlun ársins 2014 var tekin fyrir á síðasta fundi bæjarráðs en nú hefur útgönguspá ársins bæst við. Bæjarráð vísar fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

17.3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings 2015 - 2017

Málsnúmer 201311015Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur 3ja ára fjárhagsáætlun Norðurþings. Bæjarráð vísar 3ja ára fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

18.Norðurþing, fjárhags - og rekstraráætlanir

Málsnúmer 201311041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ákvörðun bæjarstjóra að gerð og birtingu fjárhags- og rekstrarskýrslna allra málaflokka sveitarfélagsins. Með reglulegum hætti verði tekin til umræðu fjármál sveitarfélagsins á nefndarfundum þar sem skilgreindar upplýsingar m.a. um rekstur, fjárhag og stöðu málaflokka, deilda og stofnana eru brotnar niður.Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.