Fara í efni

Gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði 2014

Málsnúmer 201310029

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði vegna ársins 2014 taki mið af verðlagsbreytingum.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 31. fundur - 23.10.2013

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám á Fræðslu- og menningarsviði vegna ársins 2014 verði samþykktar. Gjaldskrá Bókasafnsins á Húsavík gildi fyrir öll bókasöfn í Norðurþingi, ekki verði greitt fyrir millisafnalán á milli bókasafnanna í Norðurþingi. Með þessu fyrirkomulagi eflist bókasafnsþjónusta við íbúa í austurhluta sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi safnanna og mun sama bókasafnskort gilda í öll bókasöfn sveitarfélagsins.

Bæjarráð Norðurþings - 86. fundur - 07.11.2013

Fyrir bæjarráði liggur tillaga fræðslu- og menningarnefndar að gjaldskrám ársins 2014. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu nefndarinnar að gjaldskrám ársins 2014.