Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

31. fundur 23. október 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.05 211 Bókasafnið á Húsavík, fjárhagsáætlun og gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310085Vakta málsnúmer

Eyrún Ýr Tryggvadóttir, forstöðumaður bókasafnsins á Húsavík mætti á fundinn. Eyrún gerði grein fyrir fjárhagsstöðu bókasafnsins og lagði fram fjárhagsáætlun ársins 2014 ásamt tillögu að gjaldskrá.

2.Samningur við Tjörneshrepp varðandi Bókasafnið á Húsavík

Málsnúmer 201310052Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samningur um framlag Tjörneshrepps til Bókasafnsins á Húsavík, fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samning og fagnar samstarfinu. Eyrún Ýr Tryggvadóttir vék af fundi kl. 16:30.

3.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur, fjárhagsáæltun 2014

Málsnúmer 201310083Vakta málsnúmer

Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur, Árni Sigurbjarnarson skólastjóri og Adrienne D. Davis fulltrúi kennara mættu á fundinn. Árni gerði grein fyrir fjárhagsstöðu skólans og lagði fram fjárhagsáætlun vegna ársins 2014.

4.04 511 Tónlistarskóli Húsavíkur, gjaldskrá 2014

Málsnúmer 201310094Vakta málsnúmer

Árni Sigurbjarnarson lagði fram tillögu að gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur vegna ársins 2014.

5.Tónlistarskóli Húsavíkur, vetrarstarfið

Málsnúmer 201310097Vakta málsnúmer

Árni Sigurbjarnarson gerði grein fyrir starfi tónlistarskólans skólaárið 2013-2014. Verulega aukin sókn er í tónlistarnám í Öxarfjarðarskóla og Grunnskóla Raufarhafnar. Fulltrúar Tónlistarskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 16:50.

6.04 211 Borgarhólsskóli, fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310080Vakta málsnúmer

Fulltrúar Borgarhólsskóla, Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Sólveig Mikaelsdóttir og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúar kennara mættu á fundinn. Þórgunnur gerði grein fyrir fjárhagsstöðu skólans og lagði fram fjárhagsáætlun vegna ársins 2014.

7.04 814 Skólamötuneyti, fjárhagsáæltun 2014

Málsnúmer 201310084Vakta málsnúmer

Þórgunnur gerði grein fyrir fyrirhuguðum rekstri mötuneytis og lagði fram fjárhagsáætlun vegna ársins 2014 ásamt tillögu að gjaldskrá.

8.Borgarhólsskóli, vetrarstarfið og skipulag

Málsnúmer 201310095Vakta málsnúmer

Þórgunnur gerði grein fyrir starfi Borgarhólsskóla skólaárið 2013 - 2014. Áherslur eru á innleiðingu aðalnámskrár og endurskoðun skólanámskrár til samræmis við hana. Verið er að innleiða uppeldisstefnuna "jákvæður agi." Skólinn er að gerast heilsueflandi skóli. "Skólaskútan" og þau gildi sem hún byggir á eru leiðandi í öllu starfi skólans. Nánar verður greint frá starfi skólans í fréttabréfi skólans sem unnið er að. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 18:05.

9.04 111 Leikskólinn Grænuvellir, fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201310079Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla, Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Bergþóra Höskuldsdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn. Sigríður Valdís gerði grein fyrir fjárhagsstöðu skólans og lagði fram fjárhagsáætlun vegna 2014 ásamt tillögu að gjaldskrá.

10.Leikskólinn Grænuvellir, vetrarstarfið og skipulag

Málsnúmer 201310096Vakta málsnúmer

Sigríður Valdís gerði grein fyrir starfsemi leikskólans Grænuvalla skólaárið 2013 - 2014 og kynnti handbók um starfið sem lögð er til grundvallar í öllu skipulagi. Markvisst er unnið að því að nemendur leikskólans séu virkir í umhverfisvænu starfi. Starfsfólk miðlar markvisst og skipulega af reynslu og þekkingu sín á milli. Fulltrúar leikskólans Grænuvalla viku af fundi kl. 18:40.

11.Gjaldskrár á fræðslu- og menningarsviði 2014

Málsnúmer 201310029Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám á Fræðslu- og menningarsviði vegna ársins 2014 verði samþykktar. Gjaldskrá Bókasafnsins á Húsavík gildi fyrir öll bókasöfn í Norðurþingi, ekki verði greitt fyrir millisafnalán á milli bókasafnanna í Norðurþingi. Með þessu fyrirkomulagi eflist bókasafnsþjónusta við íbúa í austurhluta sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir auknu samstarfi safnanna og mun sama bókasafnskort gilda í öll bókasöfn sveitarfélagsins.

12.Fjárhagsáætlun 2014, málaflokkur 03

Málsnúmer 201310015Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi fjárhagsáætlun verði samþykkt.

13.Fjárhagsáætlun 2014, málaflokkur 04

Málsnúmer 201310016Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir í málaflokki 04 - fræðslumálum verði samþykktar.

14.Fjárhagsáætlun 2014, málaflokkur 05

Málsnúmer 201310017Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að fyrirliggjandi fjárhagsáætlanir í málaflokki 05 - menningarmálum verði samþykktar.

15.Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

Málsnúmer 201301045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

16.Ósk um að nemendur fái að nýta skólabíl frá Húsavík í Hafralæk

Málsnúmer 201310058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.