Fara í efni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201301045

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 26. fundur - 14.05.2013

Tilkynning um heildarútgáfu aðalnámskrár grunnskóla lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 28. fundur - 05.09.2013

Ábending Mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum lögð fram til kynningar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 29. fundur - 08.10.2013

Niðurstöður könnunar meðal sveitarstjórna um fyrirkomulag og framkvæmd reglugerðar nr. 584/2010 um sérfræðiþjónustu við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum sem Capacent Gallup ehf. vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið lögð fram til kynningar. Í erindi frá ráðuneytinu er jafnframt kynnt að til þess að fá betri mynd af þjónustunni verður gerð úttekt um fyrirkomulag og framkvæmd sérfræðiþjónustu hjá sex sveitarfélögum með mismunandi fyrirkomulag sérfræðiþjónustu.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014

Bréf frá mennta- og menningarmálaráðuneyti lagt fram til kynningar, þar kemur fram að samræmd könnunarpróf í 10. bekk verða 22., 23. og 24. september 2014 og samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk verða 25. og 26. september 2014.