Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

28. fundur 05. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Erla Sigurðardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Uppsögn á samningi á dagforeldraþjónustu

Málsnúmer 201308088Vakta málsnúmer

Dagmæður á Húsavík hafa sagt upp samningi við sveitarfélagið frá og með 1. október 2013.

2.Leikskólabörn og vistunarþörf á skólasvæði leikskólans Grænuvalla

Málsnúmer 201308068Vakta málsnúmer

Fulltrúar leikskólans Grænuvalla Sigríður Valdís Sæbjörnsdóttir leikskólastjóri, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarleikskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsmanna og Edda Björg Sverrisdóttir fulltrúi foreldra mættu á fundinn.Yfirlit yfir barnafjölda og vistunarpláss lagt fram. Þörfum fyrir vistunarrými er fullnægt og svigrúm til að taka við börnum á leikskólann Grænuvelli.

3.Rekstrarkerfi fyrir leikskóla

Málsnúmer 201308081Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri kynnti rekstarkerfið Völu sem heldur heildstætt utanum rekstur leikskóla. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir að leikskólinn taki upp kerfið enda rúmist það innan fjárhagsramma leikskólans. Leikskólastjóra og fræðslu- og menningarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

4.Skólamötuneyti við Borgarhólsskóla, rekstrarfyrirkomulag

Málsnúmer 201308084Vakta málsnúmer

Fulltrúar Borgarhólsskóla Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Sólveig Mikaelsdóttir og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúar kennara mættu á fundinn undir þessum lið.Skólastjóri greindi frá stöðu framkvæmda við mötuneyti Borgarhólsskóla, framkvæmd er á áætlun. Fræðslu- og menningarnefnd felur skólastjóra að skipuleggja rekstur mötuneytis og auglýsa eftir starfsfólki í samráði við fræðslu- og menningarfulltrúa og bæjarstjóra. Mötuneytið verði rekið sem sérstök bókhaldsdeild á ábyrgð skólastjóra.

5.Umsókn um leikskólavist utan lögheimilissveitarfélags

Málsnúmer 201308080Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir erindið og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá samningum við Skútustaðahrepp.

6.Samningar um skólaakstur, til kynningar

Málsnúmer 201306038Vakta málsnúmer

Samningar um skólaakstur lagðir fram til kynningar. Í kjölfar útboðs var samið við Kristinn Rúnar Tryggvason, Fjallasýn Rúnars Óskarssonar hf. og SBA-Norðurleið um akstur á aðalleiðum. Fræðslu- og menningarnefnd minnir á viðmiðunarreglur sveitarfélagsins um skólaakstur og felur fræðslu- og menningarfulltrúa að segja upp eldri samningum um hliðarleiðir. Stefán Leifur Rögnvaldsson vék af fundi við umfjöllun málsins.

7.Skólaakstur í Norðurþingi, akstur leikskólabarna með skólabifreiðum

Málsnúmer 201308085Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá viðaukasamningi um akstur leikskólabarna í Öxarfjarðarskóla.

8.Skólaakstur í Norðurþingi- ferðir starfsmanna skóla með skólabifreiðum

Málsnúmer 201308086Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir að sveitarfélagið mun ekki taka þátt í kostnaði við ferðir starfsmanna skóla með skólabifreiðum.

9.Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05 - staða 6 mánaða

Málsnúmer 201210072Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

10.Brunaeftirlit og æfingar í stofnunum sem heyra undir fræðslu- og menningarsvið Norðurþings.

Málsnúmer 201209019Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarfulltrúi gerði grein fyrir gangi mála. Verið er að endurskoða rýmingaráætlanir allra stofnana sem heyra undir nefndina og koma á skipulögðum brunaæfingum.

11.Mennta- og menningarmálaráðuneyti, ýmis mál til kynningar

Málsnúmer 201301045Vakta málsnúmer

Ábending Mennta- og menningarmálaráðuneytis um fyrirkomulag og framkvæmd íþróttakennslu í grunnskólum lögð fram til kynningar.
Fulltrúar leikskólans Grænuvalla mættu á fundinn kl. 16:00 og viku af fundi kl.16:30. Fulltrúar Borgarhólsskóla mættu á fundinn kl. 17:00 og viku af fundi kl.17:20.

Fundi slitið - kl. 16:00.