Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05

Málsnúmer 201210072

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 20. fundur - 17.10.2012

Fræðslu- og menningarfulltrúi lagði fram gögn varðandi fjárhagsáætlunargerð 2013.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 21. fundur - 18.10.2012

Fræðslu- og menningarnefnd felur stjórnendum innan málaflokka nefndarinnar að vinna tillögur að hagræðingu hver fyrir sína stofnun fyrir fjárhagsárið 2013 fyrir næsta fund nefndarinnar samkvæmt úthlutun ramma.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 22. fundur - 13.11.2012

Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, Adrianne Davis fulltrúi kennara og Arna Þórarinsdóttir fulltrúi Heiltóns. Farið var yfir tillögur að aðgerðum til að mæta gefnum útgjaldaramma. Fulltrúar Tónlistaskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 16:55 Mætt voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla, Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúi kennara og Snæbjörn Sigurðsson fulltrúi foreldra. Farið var yfir tillögur að aðgerðum til að mæta gefnum útgjaldaramma. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 17:15 Mættar voru Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Grænuvalla, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsfólk og Brynhildur Elvarsdóttir fulltrúi foreldra. Farið var yfir tillögur að aðgerðum til að mæta gefnum útgjaldaramma. Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 17:40 ;Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka fræðslu- og menningarnefndar, 03 - heilbrigðismál, 04-fræðslumál og 05-menningarmál.;Í málaflokki 03-heilbrigðismálum eru í gildi reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í sjúkraþjálfun aldraðara sem samþykktar voru af bæjarstjórn Húsavíkurbæjar 21. mars 2006. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessar reglur verði felldar úr gildi fyrir árið 2013 og verði endurskoðaðar fyrir árið 2014. Þess í stað leggi sveitarfélagið fjárhæð, samkvæmt tillögum nefndarinnar um fjárhagsáætlun, í alhliða hreyfingu eldri borgara í sveitarfélaginu. Útgjaldaramminn í málaflokki 03 verði þá 300.000,- kr í stað 1.536 þúsund krónur.;Í málafloki 04-fræðslumálum var útgefinn útgjaldarammi til nefndarinnar 803.894.000,- krónur. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að rýmka útgjaldarramma málaflokksins um 10.700.000,- krónur þannig að málaflokkurinn hafi kr. 814.590.000,- til ráðstöfunar á árinu 2013.;Til að ná rekstri fræðslumála innan tillagna nefndarinnar um úthlutunarramma er miðað við eftirfarandi forsendur; Fækkað verður stöðugildum í kennslu, stuðningi og jafnvel í hópi skólaliða í Borgarhólsskóla á næsta skólaári. Í Öxarfjarðarskóla verður verkefnið Heilsdagsskóli lagt niður á almanaksárinu 2013. Í Grunnskólanum á Raufarhöfn verður starfshlutfall skólaliða minnkað. Á Grænuvöllum verður hagræðing í launalið um 3 milljónir og húsaleiga verði 10 milljónum króna lægri á árinu 2013 en á árinu 2012. Stöðuhlutföllum í Tónlistarskóla Húsavíkur fækkar um hálft í byrjun ársins og að auki um 0,4 næsta skólaár. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni nema út yfirstandandi skólaár vegna nemenda í Hafralækjarskóla. ;Gert er ráð fyrir fullri þjónustu tveggja dagforeldra á árinu og að börn af Hólsfjöllum sæki skóla í Skútustaðahreppi. Þá miðar tillagan að fjárhagsáætluninni einnig við greiðslur til jöfnunarsjóðs vegna námsgagnasjóðs og endurmenntunarsjóðs sem eru nýtilkomnar greiðslur.;Í málaflokki 05-menningarmálum var útgefinn útgjaldarammi nefndarinnar kr. 39.969.000,-. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að rýmka útgjaldaramma málaflokksins um 6.781.000,- krónur þannig að málaflokkurinn hafi kr. 46.750.000, til ráðstöfunar. ;Innan málaflokks 05-menningarmála er rekstur á bókasöfnum Norðurþings, bókasöfnin hafa frá árinu 2008 haldið verulega að sér höndum varðandi bóka- og tímaritakaup sem kemur eðlilega niður á þjónustunni. Þá hefur verulega verið dregið úr opnunartíma vegna fækkunar stöðugilda. Ný tillaga að útgjaldaramma miðar að því að bókasafnið á Húsavík verði lokað í júlí og húsaleiga lækkuð verulega á Kópaskeri. Þá er einnig lagt til að dregið verði eins og kostur er úr útgjöldum í málaflokknum varðandi jól, áramót og aðra hátíðisdaga. Gert er ráð fyrir lágmarks framlagi í lista- og menningarsjóð svo og vegna Mærudaga. Menningarmiðstöð Þingeyinga fær 37% úthlutaðs fjármagns til málaflokksins, ákvörðun um þá fjárhæð er tekin hjá stjórn Menningarmiðstöðvarinnar og hjá Héraðsnefnd Þingeyinga.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 22. fundi fræðslu- og menningarnefndar. Nefndin fjallaði um gildandi reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í sjúkraþjálfun aldraðra sem samþykktar voru af bæjarstjórn Húsavíkurbæjar 21. mars 2006.Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við bæjarstórn að þessar reglur verði felldar úr gildi fyrir árið 2013 og verði endurskoðaðar fyrir árið 2014. Þess í stað leggi sveitarfélagið fjárhæð, samkvæmt tillögum nefndarinnar um fjárhagsáætlun, í alhliða hreyfingu eldri borgara í sveitarfélaginu. Útgjaldaramminn í málaflokki 03 verði þá 300.000.- krónur í stað 1.536.000.- krónur. Tillaga fræðslu- og menningarnefndar samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Olgu, Jóns Helga, Tausta, Friðriks, Soffíu og Þráins.Hjálmar Bogi sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 23. fundur - 17.01.2013

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti stöðu vinnu vegna fjárhagsáætlunar 2013 á fræðslu- og menningarsviði Norðurþings.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 24. fundur - 14.02.2013

Fræðslu- og menningarnefnd vísar hagræðingatillögum sínum í málaflokkum 03-heilbrigðismál, 04-fræðslumál og 05-menningarmál til bæjarráðs.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 27. fundur - 04.06.2013

Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti vinnu við endurupptöku fjárhagsáætlunar fyrir málaflokka nefndarinnar.