Fara í efni

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

22. fundur 13. nóvember 2012 kl. 15:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
  • Sigurður Aðalgeirsson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
Fundargerð ritaði: Huld Aðalbjarnardóttir Fræðslu- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Úthlutun úr lista- og menningarsjóði Norðurþings 2012

Málsnúmer 201203055Vakta málsnúmer

Lista- og menningarsjóður hefur 1.500.000,- til úthlutunar á árinu 2012 en úthlutað er tvisvar á ári. Umsóknir fyrir seinni úthlutun námu hátt á þriðju milljón. Fræðslu- og menningarnefnd úthlutar styrkjum að upphæð alls 750.000,- til ýmissa lista- og menningarverkefna.

2.Arnhildur Pálmadóttir f.h. Félags áhugafólks um íslenska byggingararfleifð, sækir um styrk vegna stofnunar félagsins

Málsnúmer 201210125Vakta málsnúmer

Arnhildur sækir um styrk fyrir hönd félags áhugafólks um íslenska byggingararfleið með sérstaka áherslu á Húsavík og nágrenni vegna stofnfundar félagsins. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.Guðni Bragason sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201210131Vakta málsnúmer

Guðni Bragason sækir um styrk til tónleikahalds með frumsömdu efni og ábreiðum. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-

4.Harry Bjarki og Rafnar Orri Gunnarssynir sækja um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201210120Vakta málsnúmer

Harry Bjarki og Rafnar Orri sækja um styrk til útgáfu á eigin efni. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-

5.Jan Klitgaard f.h. Þingeyjardeildar Garðyrkjufélags Íslands sækir um styrk til að halda fræðslufundi

Málsnúmer 201210119Vakta málsnúmer

Jan Klitgaard sækir fyrir hönd Þingeyjardeildar Garðyrkjufélags Íslands um styrk til að halda fræðslufundi á svæðinu. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

6.Kammerkór Norðurlands sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201210129Vakta málsnúmer

Kammerkór Norðurlands sækir um styrk til starfsemi kórsins og tónleikahalds. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-

7.Leikfélag Húsavíkur sækir um styrk í Lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201210020Vakta málsnúmer

Leikfélag Húsavíkur sækir um styrk vegna uppsetningar á söngleiknum "Ást" undir leikstjórn Jakobs S. Jónssonar. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 200.000,-

8.Myndlistarklúbbur Húsavíkur sækir um styrk

Málsnúmer 201209032Vakta málsnúmer

Myndlistarklúbbur Húsavíkur sækir um styrk vegna starfsemi félagsins. Fræðslu- og menningarnefnd sér sér ekki fært að verða við erindinu.

9.Óli Jón Gunnarsson sækir um styrk til stuttmyndagerðar

Málsnúmer 201205016Vakta málsnúmer

Óli Jón sækir um styrk vegna gerðar stuttmyndarinnar Gunnu. Myndin hlaut verðlaun sem besta mynd í útskriftarárgangi 2012 í Kvikmyndaskóla Íslands. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,- og óskar Óla Jóni til hamingju með myndina.

10.Rafnar Orri Gunnarsson og Ingvar Björn Gunnlaugsson sækja um styrk vegna tækjakaupa og vefsíðugerðar

Málsnúmer 201210130Vakta málsnúmer

Rafnar Orri og Ingvar Björn sækja um styrk fyrir hönd Græna Hersins vegna gerðar heimildarmyndar um gengi Völsungs í knattspyrnu sumarið 2012. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-

11.Artsave - umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð.

Málsnúmer 201211040Vakta málsnúmer

Jennifer og Marcel óska eftir aðstöðu á Húsavík fyrir hönd Artsave vegna vinnustofu fyrir listamenn sumarið 2013. Fræðslu- og menningarnefnd vísar erindinu til framkvæmda- og hafnarnefndar þar sem óskað er eftir aðstöðu.

12.Söngfélagið Sálubót, umsókn um styrk

Málsnúmer 201210126Vakta málsnúmer

Söngfélagið Sálubót sækir um styrk til starfsemi kórsins og tónleikahalds. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 50.000,-

13.Kór Snartarstaðakirkju, umsókn um styrk

Málsnúmer 201210121Vakta málsnúmer

Kirkjukór Snartarstaðakirkju sækir um styrk til starfsemi kórsins. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,-

14.Kirkjukór Húsavíkur, umsókn um styrk í lista- og menningarsjóð

Málsnúmer 201211038Vakta málsnúmer

Kirkjukór Húsavíkur sækir um styrk til starfsemi kórsins. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000,-

15.Yst - Ingunn St. Svavarsdóttir - gjöf sem þakklætisvottur um veittan stuðning.

Málsnúmer 201211039Vakta málsnúmer

Sem þakklæti fyrir veittan stuðning sveitafélagsins við bókverkið Til hennar hefur Ingunn St. Svavarsdóttir afhent 3 eintök til bókasafnanna á Kópaskeri, Raufarhöfn og Húsavík.Fræðslu- og menningarnefnd þakkar Ingunni gjöfina.

16.Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Úttektir á leik- og grunnskólum

Málsnúmer 201112032Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt stjórnendum Öxarfjarðarskóla og Grænuvalla að gera drög að skýrslu samkvæmt fyrirliggjandi punktum.

17.Fjárhagsáætlun 2013 - Málaflokkar 03-04-05

Málsnúmer 201210072Vakta málsnúmer

Mætt voru Árni Sigurbjarnarson skólastjóri Tónlistarskóla Húsavíkur, Adrianne Davis fulltrúi kennara og Arna Þórarinsdóttir fulltrúi Heiltóns. Farið var yfir tillögur að aðgerðum til að mæta gefnum útgjaldaramma. Fulltrúar Tónlistaskóla Húsavíkur viku af fundi kl. 16:55 Mætt voru Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla, Sólveig Mikaelsdóttir fulltrúi kennara og Snæbjörn Sigurðsson fulltrúi foreldra. Farið var yfir tillögur að aðgerðum til að mæta gefnum útgjaldaramma. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl. 17:15 Mættar voru Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir skólastjóri Grænuvalla, Aðalbjörg Friðbjarnardóttir aðstoðarskólastjóri, Lilja Sigurðardóttir fulltrúi starfsfólk og Brynhildur Elvarsdóttir fulltrúi foreldra. Farið var yfir tillögur að aðgerðum til að mæta gefnum útgjaldaramma. Fulltrúar Grænuvalla viku af fundi kl. 17:40 ;Fræðslu- og menningarfulltrúi kynnti tillögu að fjárhagsáætlun fyrir málaflokka fræðslu- og menningarnefndar, 03 - heilbrigðismál, 04-fræðslumál og 05-menningarmál.;Í málaflokki 03-heilbrigðismálum eru í gildi reglur um kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins í sjúkraþjálfun aldraðara sem samþykktar voru af bæjarstjórn Húsavíkurbæjar 21. mars 2006. Fræðslu- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að þessar reglur verði felldar úr gildi fyrir árið 2013 og verði endurskoðaðar fyrir árið 2014. Þess í stað leggi sveitarfélagið fjárhæð, samkvæmt tillögum nefndarinnar um fjárhagsáætlun, í alhliða hreyfingu eldri borgara í sveitarfélaginu. Útgjaldaramminn í málaflokki 03 verði þá 300.000,- kr í stað 1.536 þúsund krónur.;Í málafloki 04-fræðslumálum var útgefinn útgjaldarammi til nefndarinnar 803.894.000,- krónur. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að rýmka útgjaldarramma málaflokksins um 10.700.000,- krónur þannig að málaflokkurinn hafi kr. 814.590.000,- til ráðstöfunar á árinu 2013.;Til að ná rekstri fræðslumála innan tillagna nefndarinnar um úthlutunarramma er miðað við eftirfarandi forsendur; Fækkað verður stöðugildum í kennslu, stuðningi og jafnvel í hópi skólaliða í Borgarhólsskóla á næsta skólaári. Í Öxarfjarðarskóla verður verkefnið Heilsdagsskóli lagt niður á almanaksárinu 2013. Í Grunnskólanum á Raufarhöfn verður starfshlutfall skólaliða minnkað. Á Grænuvöllum verður hagræðing í launalið um 3 milljónir og húsaleiga verði 10 milljónum króna lægri á árinu 2013 en á árinu 2012. Stöðuhlutföllum í Tónlistarskóla Húsavíkur fækkar um hálft í byrjun ársins og að auki um 0,4 næsta skólaár. Ekki er gert ráð fyrir fjármagni nema út yfirstandandi skólaár vegna nemenda í Hafralækjarskóla. ;Gert er ráð fyrir fullri þjónustu tveggja dagforeldra á árinu og að börn af Hólsfjöllum sæki skóla í Skútustaðahreppi. Þá miðar tillagan að fjárhagsáætluninni einnig við greiðslur til jöfnunarsjóðs vegna námsgagnasjóðs og endurmenntunarsjóðs sem eru nýtilkomnar greiðslur.;Í málaflokki 05-menningarmálum var útgefinn útgjaldarammi nefndarinnar kr. 39.969.000,-. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við Bæjarráð að rýmka útgjaldaramma málaflokksins um 6.781.000,- krónur þannig að málaflokkurinn hafi kr. 46.750.000, til ráðstöfunar. ;Innan málaflokks 05-menningarmála er rekstur á bókasöfnum Norðurþings, bókasöfnin hafa frá árinu 2008 haldið verulega að sér höndum varðandi bóka- og tímaritakaup sem kemur eðlilega niður á þjónustunni. Þá hefur verulega verið dregið úr opnunartíma vegna fækkunar stöðugilda. Ný tillaga að útgjaldaramma miðar að því að bókasafnið á Húsavík verði lokað í júlí og húsaleiga lækkuð verulega á Kópaskeri. Þá er einnig lagt til að dregið verði eins og kostur er úr útgjöldum í málaflokknum varðandi jól, áramót og aðra hátíðisdaga. Gert er ráð fyrir lágmarks framlagi í lista- og menningarsjóð svo og vegna Mærudaga. Menningarmiðstöð Þingeyinga fær 37% úthlutaðs fjármagns til málaflokksins, ákvörðun um þá fjárhæð er tekin hjá stjórn Menningarmiðstöðvarinnar og hjá Héraðsnefnd Þingeyinga.

Fundi slitið - kl. 18:00.