Fara í efni

Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Úttektir á leik- og grunnskólum

Málsnúmer 201112032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 14. fundur - 17.04.2012

;Drög að skýrslu Attentus lögð fram til kynningar. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við Attentus.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 16. fundur - 18.05.2012

Fræðslu- og menningarnefnd fór yfir drögin að skýrslunni og sendi Attentus athugasemdir sínar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 19. fundur - 11.09.2012

Skýrslur um úttekt á starfsemi Öxarfjarðarskóla og Grænuvalla lagðar fram til kynningar. Fræðslu- og menningarnefnd lýsir ánægju sinni yfir niðurstöðum skýrslanna og felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt skólastjórum að vinna drög að áætlun að úrbótum í takt við fjárhagsáætlunargerð 2013.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 22. fundur - 13.11.2012

Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa ásamt stjórnendum Öxarfjarðarskóla og Grænuvalla að gera drög að skýrslu samkvæmt fyrirliggjandi punktum.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 23. fundur - 17.01.2013

Fyrir liggur staðfesting Mennta- og menningarmálaráðuneytisins á móttöku umbótaráætlunar Grænuvalla og Öxarfjarðarskóla vegna úttektar ráðuneytisins á skólunum síðastliðið vor. Að auki óskar ráðuneytið eftir viðbótarupplýsingum frá Norðurþingi varðandi áætlun um að koma upp aðstöðu fyrir heimilisfræðikennslu í Öxarfjarðarskóla svo og hvernig sveitarfélagið hyggst tryggja öryggi barnanna við þjóðveginn við Lund enn frekar. Ekki er gert ráð fyrir nýframkvæmdum vegna heimilsfræðiaðstöðu í Lundi í fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 en verður skoðað við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2014. Þangað til verður verklegi hluti heimilisfræðinnar kennd í aðstöðu mötuneytisins í Öxarfjarðarskóla. Nú þegar er hafin vinna hjá framkvæmdar- og hafnarnefnd Norðurþings í samstarfi við Vegagerð ríkisins við að finna leiðir til að tryggja öryggi gangandi vegfaranda yfir þjóðveginn við Lund. Enn fremur verður yngri börnunum áfram fylgt yfir þjóðveginn á leið í og úr íþróttakennslu.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014

Svör skólastjóra á Grænuvöllum og Öxarfjarðarskóla við eftirfylgni mennta- og menningarmálaráðuneytis lögð fram til kynningar.