Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings

14. fundur 17. apríl 2012 kl. 15:00 - 17:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir formaður
  • Anna Kristrún Sigmarsdóttir varaformaður
  • Olga Gísladóttir aðalmaður
  • Huld Hafliðadóttir aðalmaður
  • Stefán L Rögnvaldsson aðalmaður
  • Sigurður Aðalgeirsson Grunnskólafulltrúi
Fundargerð ritaði: Soffía Helgadóttir Formaður fræðslu- og menningarnefndar
Dagskrá

1.Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012

201201035

;Fræðslu- og menningarnefnd þakkar kennurum og öðrum fagaðilum Borgarhólsskóla fyrir áhugann á velferð nemenda í skólanum. Verið er að vinna málinu framgang.

2.Þekkingarnet þingeyinga 65. fundargerð framkvæmdarráðs.

201203081

Fundargerð lögð fram til kynningar.

3.Borgarhólsskóli - Skóladagatal og starfsáætlun 2012-2013

201203038

;Anna Birna Einarsdóttir mætti fyrir hönd Borgarhólsskóla og kynnti skóladagatal fyrir veturinn 2012-2013. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar Önnu Birnu fyrir kynninguna og samþykkir fyrirliggjandi skóladagatal.;Anna Birna vék af fundi kl. 15:15

4.Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Úttektir á leik- og grunnskólum

201112032

;Drög að skýrslu Attentus lögð fram til kynningar. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að koma athugasemdum á framfæri við Attentus.

5.Erindi varðandi Krílakot á Kópaskeri

201203101

;Fræðslu- og menningarnefnd tekur undir með foreldrafélagi Öxarfjarðarskóla, skólastjóra og dreifbýlisfulltrúa varðandi niðurstöðu fundar sem haldinn var vegna Leikskólans Krílakots á Kópaskeri. ”Mikilvægast er í þessari stöðu að standa vörð um húsnæði Krílakots.“ Ef aðstæður breytast verði hægt að taka húsnæði í notkun og hefja leikskólastarf að nýju.;Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að fylgja málinu eftir.

6.Skólaganga grunnskólabarna Norðurþings á Hólsfjöllum.

201204033

;Lagt fram til kynningar. Fræðslu- og menningarfulltrúa falið að vinna málið áfram og leita samninga við Skútustaðarhrepp vegna skólaaksturs.

7.Skólastefna Norðurþings

200709069

;Athugasemdir lagðar fram til kynningar. Næsti vinnufundur vegna skólastefnu 26. apríl 2012, kl. 16:30

Fundi slitið - kl. 17:30.