Fara í efni

Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012

Málsnúmer 201201035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 42. fundur - 29.03.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá kennurum og öðrum fagaðilum Borgarhólsskóla þar sem skorað er á sveitarfélagið að tryggja að rekstur skólamötuneyti verði starfrækt í Borgarhólsskóla frá og með næsta skólaári. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og vísar því til fræðslu- og menningarnefndar til umfjöllunar.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 14. fundur - 17.04.2012

;Fræðslu- og menningarnefnd þakkar kennurum og öðrum fagaðilum Borgarhólsskóla fyrir áhugann á velferð nemenda í skólanum. Verið er að vinna málinu framgang.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 19. fundur - 13.06.2012

Fyrir fundinum lá tilboð frá "basalt arkitektar" í hönnun nýs eldhúss við Borgarhólsskóla. Framkvæmda- og hafnanefnd áréttar að ekki hafi verið samþykkt að ráðast í verkið og ekki veitt fé til þess.Nefndin óskar eftir að bæjarráð veiti fé til hönnunar nýbyggingarinnar og breytinga á eldra húsi.

Bæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna mötuneytis við Borgarhólsskóla sem tekið hefur verið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi eru afgreiðsla framkvæmda og hafnanefndar: "Fyrir fundinum lá tilboð frá "basalt arkitektar" í hönnun nýs eldhúss við Borgarhólsskóla.
Framkvæmda- og hafnanefnd áréttar að ekki hafi verið samþykkt að ráðast í verkið og ekki veitt fé til þess.Nefndin óskar eftir að bæjarráð veiti fé til hönnunar nýbyggingarinnar og breytinga á eldra húsi." Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um fjárframlega til hönnunar á nýbyggingu undir mötuneyti við Borgarhólsskóla að upphæð 1.800.000.- fyrir utan vsk.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 18. fundur - 14.08.2012

Fræðslu- og menningarfulltrúi fór yfir stöðu mála, verið er að skoða áframhaldandi samstarf við Fosshótel Húsavík. Bygging mötuneytis við Borgarhólsskóla verður skoðuð við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2013.

Bæjarráð Norðurþings - 77. fundur - 27.06.2013

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu tilboð í mötuneyti við Borgarhólsskóla. Opnun tilboða fór fram mánudaginn 24. júní s.l. en verkkaupi er sveitarfélagið Norðurþing. Eitt tilboð barst frá H-3 ehf að Höfða 3 á Húsavík. Heildartilboðsfjárhæð með virðisaukaskatti, 24.999.348.- krónur.Kostnaðaráætlun Basalt - arkitektastofu og Mannvits hljóðar upp á 22.987.158.- krónur. Bæjarráð samþykkir að ganga skuli til viðræðna við H-3 ehf. um verkið og þá í samræmi við þær viðskiptareglur sem í gildi eru.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 33. fundur - 14.01.2014

Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri Borgarhólsskóla og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi frá Tjörneshreppi mættu á fundinn. Fyrir fundinum liggur samantekt frá umsjónarmanni fasteigna vegna kostnaðar við byggingu mötuneytis og breytingar á aðkomu að sal Borgarhólsskóla.Þórgunnur sagði frá fyrstu dögum af rekstri mötuneytis, þátttaka er mjög góð, um 96% nemenda skólans eru skráðir í mötuneyti. Starfsemin fer vel af stað. Fulltrúar Borgarhólsskóla viku af fundi kl.15:30