Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

48. fundur 06. júlí 2012 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
  • Hilmar Dúi Björgvinsson varamaður
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.M.S.-félag Íslands, Styrkumsókn vegna íbúðar fyrir MS-sjúklinga utan af landi

Málsnúmer 201206078Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá M.S. félagi Íslands vegna styrks til rekstur leiguíbúða, sérútbúin fyrir fatlaða og er ætluð til skammtíma afnota fyrir MS sjúklinga sem leita sér lækninga í Reykjavík. Félagið fer fram á að sveitarfélagið styrki rekturinn um 50.000.- krónur. Bæjarráð samþykkir fyrirligjandi styrkbeiðni til félagsins.

2.Mærudagar 2012

Málsnúmer 201206079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá verkefnastjóra Mærudaga 2012 en búið er að skipuleggja hátíðarsvæði og aðra aðstöðu eins og undanfarin ár. Fram kemur í tillögunni breytingu frá fyrri árum sem felur m.a. eftirfarandi í sér: 1. Skammtíma vínveitingaleyfi á Hafnastétt verði takmarkað við þá rekstraraðila sem nú þegar eru á svæðinu en auk þeirra fái Völsungur eitt slíkt leyfi.2. Óskað er eftir yfirlýsingu eða stefnu sveitarfélagsins varðandi aðkomu félagasamtak að hátíðinni. Það er að félagasamtök í sveitarfélaginu hafi forgang að aðstöðu til sölu veitinga og varnings til fjáröflunar yfir Mærudaga 2012.3. Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins fyrir ábyrgðartryggingu vegna löggælsukostnaðar við hátíðina. Til að halda kostnaði í lágmarki við gæslu hefur verið leitað til félagasamtaka á Húsavík sem munu taka að sér öryggisgælsuna yfir hátíðisdagana. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur og samþykkir jafnframt að opnunartími veitinga- og skemmtistaða verði ekki opnir lengur en til kl. 03:00 aðfaranótt laugardags og sunnudags Mærudagshelgina.

3.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012

Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Sorpsamlags Þingeyinga áamt fundargerð aðalfundar. Meðfylgjandi er ársreikningur félagsins fyrir árið 2011. Lagt fram til kynningar.

4.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sigríði K. Hjálmarsdóttur f.h. Heiðarbær, veitingar sf.

Málsnúmer 201206088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýlumannsins á Húsavíku um umsögn vegna veitingu endurnýjun á rekstrarleyfi til handa Sigríði K. Hjálmarsdóttir, f.h. Heiðarbæjar. Endurnýjun nær til rekstrarleyfis til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

5.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sigrúnu Ingvarsdóttur f.h. Blómsins ehf.

Málsnúmer 201206052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna veitingu tækifærisleyfis til handa Sigrúnu Ingvarsdóttir, f.h. Blómsins ehf. Um er að ræða sölutjald staðsett á Hafnarstétt yfir Mærudaga 2012. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til verkefnastjórn Mærudaga hefur lagt fram endanlega tillögu um söluaðila með skammtíma vínveitingaleyfi.

6.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Þóru Sigurðardóttur f.h. Food Corporation ehf

Málsnúmer 201206059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna veitingu tækifærisleyfis til handa Þóru Sigurðardóttir, f.h. Food Corporation ehf. Um er að ræða sölutjald staðsett á Hafnarstétt yfir Mærudaga 2012. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins þar til verkefnastjórn Mærudaga hefur lagt fram endanlega tillögu um söluaðila með skammtíma vínveitingaleyfi.

7.Umboð bæjarstjóra til veitingu umsagna skammtíma veitingaleyfa

Málsnúmer 201207014Vakta málsnúmer

Í ljósi fjölda umsókna tækifærisleyfa yfir Mærudaga sem fram fara í lok júlí heimilar bæjarráð, bæjarstjóra að svara umsóknum í samræmi við samþykkta stefnu sveitarfélagsins um veitingu slíkra leyfa. Bæjarráð veitir bæjarstjóra til að svara umsóknum í samræmi við stefnu og skilyrði sem sett hafa verið.

8.Umhverfisráðuneyti-Ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.

Málsnúmer 201204031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár. Tekin er fyrir að nýju drög að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár dagsett 22. júní s.l. Í breyttum drögum hefur að hluta til verið tekið tillit til athugasemda sem komið hafa fram frá sveitarstjórnarmönnum í Þingeyjarsýslu. Bæjarráð gerir þó eftirfarandi athugasemdi, sem er í samræmi við athugasemd sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, við 11. gr. reglugerðarinnar, <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Veiðar á tegundum sem hafa skaðleg áhrif, <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> þar sem segir: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>”Umhverfisstofnun skal vinna í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög sérstaka aðgerðaráætlun um veiðar á tegundum sem geta haft skaðleg áhrif á verndarstöðu fuglalífs á verndarsvæðinu. Áætlunin skal unnin í samráði við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn, Náttúrufræðistofnun Íslands og umráðamenn landareigna sem ekki eru í ríkiseigu, og með hliðsjón af niðurstöðum viðeigandi rannsókna á svæðinu. Aðgerðaráætlunin skal vera tímabundin og skal endurskoða hana a.m.k. samhliða verndaráætlun og ætíð ef forsendur aðgerðaráætlunarinnar breytast. Aðgerðaráætlunarinnar skal ætíð getið í verndaráætlun“. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð Norðurþings setur sem skilyrði að nefnd aðgerðaráætlun liggi fyrir áður en reglugerðin verði staðfest. Einnig telur bæjarráð nauðsynlegt að skýrar sé kveðið á um vargeyðingu í 9. gr. reglugerðarinnar. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Takmörkun á veiðum á verndarsvæðinu, þar sem segir: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>”Óheimilt er að skjóta endur á verndarsvæðinu og gildir bannið jafnt um allar tegundir. Ekki er um að ræða aðrar sérstakar takmarkanir á veiðum á grundvelli verndunar svæðisins, sbr. 10. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, og fer um veiðar að öðru leyti samkvæmt ákvæðum laga nr. 64/1994 og reglugerða settra á grundvelli laganna“. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð Norðurþings telur mikilvægt að fyrir liggi hver er fjárhagslega ábyrgur fyrir framkvæmd verndaráætlunarinnar og aðgerðaráætlunarinnar. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Að öðru leyti vísar bæjarráð Norðurþings til fyrri athugasemda sem ekki hefur verið tekið tillit til í breyttum drögum.

9.Þjóðskrá Íslands, innsend bréf

Málsnúmer 201010074Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Þjóðskrá Íslands sem innahalda gögn vegna fasteignamats fyrir árið 2013. Þjóðskrá Íslands hefur í samræmi við 32. gr. a, laga nr. 6/2001, um skráningu og mat fasteigna lokið árlegu endurmati allra fasteigna á Íslandi. Niðurstöður endurmats voru kynntar á fjölmiðlafundi fimmtudaginn 14. júni sl. Þá er hverjum fasteignaeiganda birtur tilkynningarseðill um niðurstöður endurmats fasteigna hans og upplýsinga- og þjónustuveitunni <A href="http://www.island.is/">www.island.is</A> Eigendum er veittur frestur til 1. ágúst n.k. til að gera athugasemdir við niðurstöðu endurmatsins. Lagt fram til kynningar.

10.Golfklúbburinn Gljúfri, umsókn um styrk

Málsnúmer 201205059Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á fundi tómstunda- og æskulýðsnefndar og vísað til afgreiðslu að hluta í bæjarráði. Erindið er styrkbeiðni Golfklúbbsins Gljúfra. Eftirfarandi er afgreiðsla æskulýðs- og tómstundanefndar:"Golfklúbburinn Gljúfri sækir um styrk að upphæð 1.000.000 króna. Tómstunda- og æskulýðsnefnd samþykkir að veita styrk að upphæð 350.000 krónur og felur jafnframt tómstunda- og æskulýðsfulltrúa að senda styrkbeiðnina áfram til bæjarráðs með greinargerð". Bæjarráð hafnar erindinu en bendir aðilum á að koma styrkbeiðninni á framfæri við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013 hjá tómstunda- og æskulýðsnefnd.

11.Slökkvilið Húsavíkur

Málsnúmer 201004060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir í framkvæmda- og hafnanefnd og vísað til afgreiðslu í bæjarrjáði. Eftirfarandi er afgreiðls framkvæmda- og hafnanefndar: "Farið yfir málefni slökkviliðanna í Norðurþingi.
F&H nefnd samþykkir eftirfarandi tillögu í
fjórum liðum:
1) Farið verði í stefnumótunarvinnu fyrir slökkviliðin í Norðurþingi með það að markmiði að einn slökkviliðsstjóri verði starfandi í sveitarfélaginu með þrjá útkallsstaði.2) Gerð verður fimm ára áætlun um endurnýjun búnaðar.3) Við gerð fjárhagsáætlunar verði sérstaklega veitt fé til málaflokksins.4) Nefndin óskar eftir aukafjárveitingu að upphæð 4 milljónir til bæjarráðs nú þegar.
Nefndin felur Þránni Gunnarssyni,
Jóni Grímssyni og Áka Haukssyni ásamt slökkviliðsstjóra og varaslökkviliðsstjóra á Húsavík að vinna drög að stefnumótun er varðar brunamál í sveitarfélaginu. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um fjárframlag til Slökkviliðs Norðurþings að upphæð 4 milljónir króna.

12.Mötuneyti Borgarhólsskóla 2012

Málsnúmer 201201035Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi vegna mötuneytis við Borgarhólsskóla sem tekið hefur verið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnanefndar. Eftirfarandi eru afgreiðsla framkvæmda og hafnanefndar: "Fyrir fundinum lá tilboð frá "basalt arkitektar" í hönnun nýs eldhúss við Borgarhólsskóla.
Framkvæmda- og hafnanefnd áréttar að ekki hafi verið samþykkt að ráðast í verkið og ekki veitt fé til þess.Nefndin óskar eftir að bæjarráð veiti fé til hönnunar nýbyggingarinnar og breytinga á eldra húsi." Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni um fjárframlega til hönnunar á nýbyggingu undir mötuneyti við Borgarhólsskóla að upphæð 1.800.000.- fyrir utan vsk.

13.144. fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, ásamt ársreikningi

Málsnúmer 201206085Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.Meðfylgjandi fundargerðinni er ársreikngur ársins 2011 ásamt kostnaðarskiptingu ársins 2012. Fram kemur í meðfylgjandi gögnum að rekstur eftirlitsins reyndist u.þ.b. 5% undir áætlun og koma þeir fjármunir til frádráttar á greiðsluáætlun yfirstandandi árs. Lagt fram til kynningar.

14.798. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201207013Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 798. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Lagt fram til kynningar.

15.Eyþing fundargerðir 2012

Málsnúmer 201201020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerðir 230 og 231 fundar Eyþings. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

16.Félag heyrnarlausra, umsókn um styrk

Málsnúmer 201206018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkumsókn frá Félagi heyrnarlausa. Félagið fer fram á styrk til birtingar heilsíðuauglýsingu í helstu fjölmiðlum landsins. Tilagangur auglýsinganna er að þrýsta á íslenskar sjónvarpsstöðvar að texta allt forunnið íslensk sjónóvarpsefni. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir umsóknina en getur ekki orðið við erindinu.

17.Fjárlaganefnd Alþingis óskar eftir viðbrögðum við breyttum áherslum við fjárlagagerð

Málsnúmer 201206067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá fjárlaganefnd Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á vinnutilhögun við gerð fjárlagagerðar. Breytingin felur m.a. í sér auknar áherslur á fjármálaleg samskipti aðila. Hafi sveitarfélagið athugsemdir við þær áherslur sem lagðar eru til eða óski eftir frekari áherslum þá vinsamlega komi það þeim á framfæri. Bæjarráð telur ekki rétt að fjárlaganefnd setji skorður á þau málefni sem fulltrúar sveitarfélaganna vilja koma á framfæri.

18.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf, frá 19. júní sl. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Hólmfríður Halldórsdóttir og Stefanía Gísladóttir óska eftir viðræðum við bæjarstjórn vegna stofnunar jarðvangs

Málsnúmer 201207002Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hólmfríði Halldórsdóttir og Stefaníu Gísladóttir, fyrir hönd samstarfshóps um stofnun jarðvangs ( geopark ) á Norðausturlandi. Forsenda þess að slíkt verkefni geti gengið er að öflugur stuðningur allra aðila og náið samstarf sveitarstjórnar, fyrirtækja, stofnana og annara hagsmunaaðila á svæðinu. Sveitarfélögin hafa staðfest áhuga sinn á málefninu en áherslur í aðalskipulagi Norðurþings og Tjörneshrepps styðja þá hugmyndafræði sem jarðvangur byggir á.Jarðvangar hafa sannað gildi sitt í vestrænum samfélögum, ímynd þeirra er jákvæð og er litið til þeirra sem áhugaverðra svæða til búsetu og starfa. Aðkoma sveitarfélaga að jarðvöngum er skilyrði fyrir þeim. Óskað er eftir viðræðum við bæjarstjórn Norðurþings og sveitarstjórn Tjörneshrepps um stofnun jarðvangs, fulltrúar hópsins eru tilbúnir að mæta á fund sveitarstjórna til að fylgja málinu eftir. Bæjarráð þakkar bréfriturum fyrir erindið og felur bæjarstjóra að boða til fulltrúa hópsins á bæjarráðsfund til að fara yfir verkefnið.

Fundi slitið - kl. 16:00.