Fara í efni

Umhverfisráðuneyti-Ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.

Málsnúmer 201204031

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 43. fundur - 18.04.2012

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá umhverfisráðuneytinu reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. Bæjarráð fordæmir þann stutta frest sem gefinn er og beinir því til ráðuneytisins að lengja hann þannig að umsagnir geti verið faglegar. Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og byggingarnefndar.

Bæjarráð Norðurþings - 44. fundur - 03.05.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 43. fundi bæjarráðs en þar var erindinu vísað til umfjöllunar skipulags- og byggingarnefndar. Fram kemur í afgreiðslu bæjarráðs frá 43. fundi að bæjarráð fordæmir þann stutta frest sem gefinn er og beinir því til ráðuneytisins að lengja hann þannig að umsagnir geti verið faglegar. Bæjarráð lýsir sig andsnúið drögum að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár í heild sinni og varar við lögfestingu þeirra án víðtæks samráðs við hlutaðeigandi aðila.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 92. fundur - 09.05.2012

Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér drög að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. Nefndin harmar þann stutta tíma sem gefinn er til umsagna. Drögin virðast víða þarfnast lagfæringa, ekki síst í ljósi umfjöllunar 14. gr. um flugumferð um verndarsvæði. Minnt er á staðsetningu Húsavíkurflugvallar við Laxá í Aðaldal.

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið hefur verið fyrir áður á fundum bæjarráðs. Bæjarráð tekur undir athugasemdir sveitarstjórnar Skútustaðahrepps við drög að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár.Bæjarráð tekur undir ósk Skútustaðahrepps að haldinn verði almennilegur kynningarfundur með íbúum og öðrum hagsmunaðilum Norðurþings, Skútustaðahrepss og Þingeyjarsveitar áður en lengra verði haldið.

Bæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár. Tekin er fyrir að nýju drög að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár dagsett 22. júní s.l. Í breyttum drögum hefur að hluta til verið tekið tillit til athugasemda sem komið hafa fram frá sveitarstjórnarmönnum í Þingeyjarsýslu. Bæjarráð gerir þó eftirfarandi athugasemdi, sem er í samræmi við athugasemd sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar, við 11. gr. reglugerðarinnar, <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Veiðar á tegundum sem hafa skaðleg áhrif, <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> þar sem segir: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>”Umhverfisstofnun skal vinna í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög sérstaka aðgerðaráætlun um veiðar á tegundum sem geta haft skaðleg áhrif á verndarstöðu fuglalífs á verndarsvæðinu. Áætlunin skal unnin í samráði við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn, Náttúrufræðistofnun Íslands og umráðamenn landareigna sem ekki eru í ríkiseigu, og með hliðsjón af niðurstöðum viðeigandi rannsókna á svæðinu. Aðgerðaráætlunin skal vera tímabundin og skal endurskoða hana a.m.k. samhliða verndaráætlun og ætíð ef forsendur aðgerðaráætlunarinnar breytast. Aðgerðaráætlunarinnar skal ætíð getið í verndaráætlun“. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð Norðurþings setur sem skilyrði að nefnd aðgerðaráætlun liggi fyrir áður en reglugerðin verði staðfest. Einnig telur bæjarráð nauðsynlegt að skýrar sé kveðið á um vargeyðingu í 9. gr. reglugerðarinnar. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;> <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: Verdana?,?sans-serif?;>Takmörkun á veiðum á verndarsvæðinu, þar sem segir: <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>”Óheimilt er að skjóta endur á verndarsvæðinu og gildir bannið jafnt um allar tegundir. Ekki er um að ræða aðrar sérstakar takmarkanir á veiðum á grundvelli verndunar svæðisins, sbr. 10. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, og fer um veiðar að öðru leyti samkvæmt ákvæðum laga nr. 64/1994 og reglugerða settra á grundvelli laganna“. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Bæjarráð Norðurþings telur mikilvægt að fyrir liggi hver er fjárhagslega ábyrgur fyrir framkvæmd verndaráætlunarinnar og aðgerðaráætlunarinnar. <SPAN style="FONT-FAMILY: " Arial? mso-bidi-font-family: 10pt; FONT-SIZE: Verdana?,?sans-serif?;>Að öðru leyti vísar bæjarráð Norðurþings til fyrri athugasemda sem ekki hefur verið tekið tillit til í breyttum drögum.