Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings

92. fundur 09. maí 2012 kl. 13:00 - 13:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Helgadóttir varaformaður
  • Guðlaug Gísladóttir aðalmaður
  • Dóra Fjóla Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Hilmar Dúi Björgvinsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun deiliskipulags miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201105013Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf Skipulagsstofnunar vegna breytingar aðalskipulags miðhafnarsvæðis. Stofnunin telur að bregðast verði við umsögn Siglingastofnunar frá 17. febrúar s.l. áður en tillaga að deiliskipulagi er auglýst til almennrar kynningar. Í umsögn sinni telur Siglingastofnun að stóraukin starfsemi við ferðaþjónustu á svæðinu samrýmist illa umferð við hafnarvogina og valdi slysahættu. Því telur stofnunin að færa verði hafnarvogina þannig að hún verði aðskilin frá óviðkomandi umferð. Dóra Fjóla og Guðlaug telja að unnt verði að aðskilja umferð ferðamanna og umferð við hafnarvog á núverandi stað, þrátt fyrir útvíkkun blandaðs svæðis fyrir ferðaþjónustu og hafnarstarfsemi eins og lagt er upp með í tillögu að breyttu deiliskipulagi og samhliða breytingu aðalskipulags. Því sé ekki brýn þörf á flutningi hafnarvogar. Soffía og Hilmar taka undir sjónarmið Siglingastofnunar eins og margoft hefur komið fram og taka því ekki undir ofangreinda afstöðu Dóru Fjólu og Guðlaugar. Soffía og Hilmar leggja til að afstaða verði tekin til athugasemdarinnar í framkvæmda- og hafnanefnd. Meirhluti skipulags- og byggingarnefndar leggur til við framkvæmda- og hafnarnefnd og bæjarstjórn að deiliskipulagið verði kynnt til samræmis við ákvæði skipulagslaga án breytinga á þessu stigi. Soffía situr hjá.

2.Sveinbjörn Gunnlaugsson sækir um lóðina B-12, hesthúslóð, skv. deiliskipulagi i Saltvíkurlandi

Málsnúmer 201205007Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn ákvað á síðasta fundi sínum að úthluta tveimur lóðum á umræddu svæði. Lóðarhafar hafa óskað eftir breytingum á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðra bygginga. Ef deiliskipulagi verður breytt mun það að líkindum hafa áhrif á umsótt lóð B-12. Skipulags- og byggingarnefnd leggur því til að afgreiðslu erindis Sveinbjörns verði frestað þar til tekin hefur verið afstaða til breytinga á deiliskipulagi. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir því við bæjarráð veitt verði auknum fjármunum til skipulagsvinnu svo unnt verði að vinna tillögu að breytingu deiliskipulags hesthúsasvæðis.

3.Bergþóra Höskuldsdóttir óskar eftir leyfi til breytinga á Laugarholti 3-c, Húsavík

Málsnúmer 201205008Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að gera svalahurð niður úr suðurglugga eldhúss auk palls þar framan við til bætts aðgengis að garði. Skipulags- og byggingarnefnd telur að umsækjandi þurfi að skila inn skriflegu samþykki annara eigenda í keðjunni áður en erindið verður afgreitt.

4.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni v/Pakkhúsið

Málsnúmer 201205004Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til rekstur kaffihúss í Pakkhúsinu að Garðarsbraut 6. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða breytingu á rekstrarleyfi fyrir sitt leiti.

5.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erlu Rögnvaldsdóttur vegna Gistiheimilisins Sigtúns ehf.

Málsnúmer 201205003Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu gistingar í Sigtúni að Túngötu 13. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið, enda verði eingöngu leigð út til gistingar þau rými sem til þess eru ætlið samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum.

6.Sýslumaðurinn á Húsavík,ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Þóru Sigurðardóttur f.h. FOOD CORPORATION EHF

Málsnúmer 201204049Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um leyfi til sölu veitinga á þaki björgunarsveitarhúss. Skipulags- og byggingarnefnd veitir jákvæða umsögn um erindið.

7.Völundur Snær Völundarson f.h. Húsavík Food Corporation ehf. sækir um stöðuleyfi fyrir veitingatjald á þaki Hafnarstéttar 7

Málsnúmer 201204061Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að reisa á þaki björgunarsveitarhúss sambærilegt tjald og þar hefur verið undanfarin sumur. Tjaldið megi standa til 15. september n.k. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði leyfi fyrir tjaldinu til 15. september n.k.

8.Páll Lindberg Björgvinsson sækir um leyfi til að setja nýjar dyr suður úr svefnherbergjaálmu að Uppsalavegi 20

Málsnúmer 201204071Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að setja nýjar dyr suður úr svefnherbergisálmu að Uppsalavegi 20. Erindið var móttekið og samþykkt af byggingarfulltrúa 30. apríl s.l. Lagt fram.

9.Þórður Pétursson, Hvannalindir ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir viðbygginu við iðnaðarhúsið Haukamýri 4

Málsnúmer 201205026Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við iðnaðarhúsi að Haukamýri 4. Meðfylgjandi umsókn er skriflegt samþykki meðeiganda í húsinu og annara nágranna. Skipulags- og byggingarnefnd telur grenndarkynningu fullnægjandi og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað inn.

10.Óleyfisbygging á þaki Hafnarstéttar 7

Málsnúmer 201205034Vakta málsnúmer

Við vettvangsskoðun skipulags- og byggingarnefndar kom í ljós að byggð hefur verið bygging í óleyfi á þaki Hafnarstéttar 7. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að hlutast til um að mannvirkið verði fjarlægt skv. ákvæðum kafla 2.9.1 í byggingarreglugerð.

11.Skilti á lóð "Sölku" Garðarsbraut 6

Málsnúmer 201205033Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd sá við vettvangsskoðun að reist hefur verið leyfisskilt skilti á lóðinni að Garðarsbraut 6 án tilskilins leyfis. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að hlutast til um að skiltið verði fjarlægt skv. ákvæðum gr. 2.9.1 í byggingarreglugerð.

12.Umhverfisráðuneyti-Ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.

Málsnúmer 201204031Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd hefur kynnt sér drög að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár. Nefndin harmar þann stutta tíma sem gefinn er til umsagna. Drögin virðast víða þarfnast lagfæringa, ekki síst í ljósi umfjöllunar 14. gr. um flugumferð um verndarsvæði. Minnt er á staðsetningu Húsavíkurflugvallar við Laxá í Aðaldal.

Fundi slitið - kl. 13:00.