Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

44. fundur 03. maí 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.143. fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

Málsnúmer 201204066Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu fundargerð 143. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Atvinnuveganefnd Alþingis, 727. mál til umsagnar, tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða

Málsnúmer 201204068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar erindi frá Atvinnuveganefnd Alþingis - tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða - 727 mál. Norðurþing lýsir andstöðu við að Gjástykki sé i verndarflokki og krefst þess að iðnaðar- og umhverfisráðherra geri breytingar á tillögu til þingsályktunar um verndar- og orkunýtingaráætlun að því er varðar Gjástykki til samræmis við meginniðurstöðu faghópa og gildandi svæðisskipulags háhitasvæða í Þingeyjarsýslum. Bæjarráð vísar til og ítrekar fyrri afstöðu sveitarfélagsins.

3.Sýslumaðurinn á Húsavík,ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Þóru Sigurðardóttur f.h. FOOD CORPORATION EHF

Málsnúmer 201204049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingu til handa Þóru Sigurðardóttur f.h. Food Corporation ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

4.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni v/Pakkhúsið

Málsnúmer 201205004Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingu til handa Berki Emilssyni v/Pakkhúsið. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

5.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Erlu Rögnvaldsdóttur vegna Gistiheimilisins Sigtúns ehf.

Málsnúmer 201205003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingu til handa Erlu Rögnvaldsdóttir v/Gistiheimilisins Sigtún ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

6.Menningarmiðstöð-Aðalfundarboð og Ársreikningur 2011

Málsnúmer 201204052Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Menningarmiðstöðvar Þingeyinga 2012 ásamt ársreikningi fyrir árið 2011. Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

7.Menningarsjóður Þingeyskra kvenna-Ársreikningur 2011

Málsnúmer 201204067Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur endurskoðaður ársreikningur Menningarsjóðs Þingeyskra kvenna fyrir árið 2011. Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

8.XXVI landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201202041Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð XXVI. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fór 23. mars s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfisráðuneyti-Ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.

Málsnúmer 201204031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 43. fundi bæjarráðs en þar var erindinu vísað til umfjöllunar skipulags- og byggingarnefndar. Fram kemur í afgreiðslu bæjarráðs frá 43. fundi að bæjarráð fordæmir þann stutta frest sem gefinn er og beinir því til ráðuneytisins að lengja hann þannig að umsagnir geti verið faglegar. Bæjarráð lýsir sig andsnúið drögum að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár í heild sinni og varar við lögfestingu þeirra án víðtæks samráðs við hlutaðeigandi aðila.

Fundi slitið - kl. 18:00.