Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

46. fundur 24. maí 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigríður Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Efnahags- og viðskiptanefnd, frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki til umsagnar, 762. mál

Málsnúmer 201205048Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá efnahags- og viðskiptanefnd, frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki - mál nr. 762. Lagt fram til kynningar.

2.Eignarhaldsfélagið Fasteign - endurskipulagning

Málsnúmer 201205043Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á hluthafafund í Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni, að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

3.Erindi frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti 2012

Málsnúmer 201201045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til mikilvægis þess að ráðuneytið styrki framgang Heimskautagerðisins á Raufarhöfn til ársins 2016. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að Fjárlaganefnd hafi stutt verkefnið með árlegum framlögum frá árinu 2005. Bæjarráð styður verkefnið og leggur þunga áherslu að ríkið styðji fjárhagslega fyrir framgangi þess enda mikilvægt til að skapa öflugt aðdráttarafl fyrir ferðamenn á Raufarhöfn.

4.Eyðibýli - áhugamannafélag, ósk um styrk

Málsnúmer 201205068Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi áhugamannafélagi um Eyðibýli. Markmið verkefnisins er að rannsaka og skrá umfang og menningarlegt vægi eyðibýla og annarra yfirgefinna íbúðarhúsa í sveitum landsins. Jafnframt að stuðla að björgun áhugaverðra og byggingarsögulega mikilvægi húsa m.a. með endurgerð og nýtingu í ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samráði við Húsfriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands, Fornleifavernd ríkisins, háskóla, söfn og aðra aðila. Verkefnið hefur einnig verið unnið í góðri samvinnu við sveitarfélög sem rannsóknin nær yfir hverju sinni.Með bréfinu er óskað eftir þátttöku sveitarfélagsins í verkefnið "Eyðibýli á Íslandi" með fjárstuðningi að upphæð 200.000. krónur til að koma til móts við hluta ferða- og uppihaldskostnaðar rannsakenda í sveitarfélaginu. Sé þess óskað eru forsvarmenn verkefnisins tilbúnir að mæta til fundar við sveitarstjórnarmenn eða aðra er málið varðar. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

5.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 101. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 15. maí s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir starfshóps um uppbyggingu innviða

Málsnúmer 201205060Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggja fjórar fundargerðir Starfshóps Norðurþings og iðnaðar-, fjármála- og innanríkisráðuneytisins vegna uppbyggingar nauðsynlegra innviða á Húsavík í tengslum við orkufrekan iðnað á Bakka. Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.Ljósleiðaravæðing

Málsnúmer 201205072Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings hvetur Símann hf að nýta sem fyrst þá fjárfestingu sem sveitarfélagið og Síminn lögðu í við að breiðbandsvæða Húsavíkurbæ með því að tengja öll heimili við ljósleiðara.

Greinargerð:
Norðurþing (áður Húsavíkurkaupstaður) átti gott samstarf við Símann hf við lagningu breiðbandskerfis á Húsavík og var sveitarfélagið þá tilraunasveitarfélag við nýtingu þessarar nýju tækni. Nú rúmum áratug síðar er nýting á þeim lögnum lítil þrátt fyrir að þær séu tæknilega fullkomnar. Í dag er ljósleiðari í alla götukassa Símans á Húsavík og því ætti að vera auðvelt að endurnýja endabúnað í götukössunum sem tryggt getur íbúum stórbætt aðgengi að interneti og sjónvarpssendingum.

Samkvæmt heimasíðu Símanns hf kemur fram að með Ljósnetinu sé tengihraði 50 mb/s í stað núverandi hraða á ADSL, sem er 12 til 16 mb/s

Kostnaður við framkvæmd sem þessa er mun minni en víða annarsstaðar, þar sem allar lagnir í götum eru til staðar bæði milli símstöðvar og götukassa og frá götukössum og inn í íbúðarhús.

8.Matvælastofnun, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristjáni Phillips vegna kræklingaræktunar

Málsnúmer 201205053Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Matvælastofnunar um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Kristjáni Phillips vegna kræklingaræktar. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

9.Matvælastofnun, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sæskel ehf. vegna kræklingaræktunar

Málsnúmer 201205054Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Matvælastofnunar um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sæskel ehf. vegna kræklingaræktar. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

10.Norðurþing, skipan fulltrúa í nefndir og ráð 2010-2014

Málsnúmer 201006035Vakta málsnúmer

Skipa þarf nýjan varamann í undirkjörstjórn I á Húsavík fyrir Óskar Jóhannsson sem er fluttur úr sveitarfélaginu
Fyrir bæjarráði liggur að: 1. tilnefna varamann í undirkjörstjórn I á Húsavík fyrir Óskar Jóhannsson sem er fluttur úr sveitarfélaginu. Bæjarráð tilnefnir Grétar Sigurðsson, Ásgarðsvegi 13 á Húsavík. 2. tilnefna aðalmann í stjórn Svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðar. Bæjarráð tilnefnir Sigurjón Benediktsson í stjórn ráðsins fyrir hönd sveitarfélagsins.

11.Sjávarútvegsráðuneyti, úthlutun byggðakvóta

Málsnúmer 201009108Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur svar sjávarútvegsráðuneytisins sem barst sveitarfélaginu þann 15. maí s.l. vegna tillögu sveitarfélagsins að úthlutun byggðakvóta 2011/2012. Fram kemur í bréfi ráðuneytisins að ekki verði fallist á málefnalega og staðbundna ástæðu fyrir að breyta c-lið 1. greinar relgugerðarinnar. Ráðuneytið hefur gert athugun á því hvort þau skip sem skráð eru með heimahöfn á Kópaskeri, og eigandi þeirra með lögheimili í því byggðalagi, séu líkleg til þess að geta uppfyllt skilyrði relgugerðarinnar um löndun og vinnslu. Ráðuneytið leggur því til að 1. grein relgugerðarinnar nr. 1182/2011 standi óbreytt.Ráðuneytið getur jafnframt samþykkt ósk Norðurþings um að breyta 1. málsl 6. gr. þar sem segir " Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan hlutaðeigandi byggðalaga ...." í "Fiskiskipum er skylt að landa til vinnslu innan sveitarfélagsins ....." en ráðuneytið getur ekki samþykkt ósk Norðurþings um breytingu á 3. málsl. 1. mgr. 6. gr. um að ekki megi flytja meira aflamark frá skipi en til þess þegar afhending aflamarks á sér stað. Ráðuneytið óskar eftir nýjum tillögum frá sveitarfélaginu Norðurþingi hið fyrsta um leið og beðist er velvirðingar á þeim drætti sem orðinn er á svari ráðuneytisins við óskum Norðurþings um sérreglur um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012 en drátturinn stafar af miklum annríki starfsmanna ráðuneytisins við önnur verkefni. Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara yfir svar ráðuneytisins og koma með tillögur fyrir næsta bæjarráðsfund.

12.Sorpsamlag Þingeyinga, fundargerðir ársins 2012

Málsnúmer 201202042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Sorpsamlags Þingeyinga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeir S. Óskarssyni v/Héðinsbrautar 15, Húsavík

Málsnúmer 201205051Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Aðalgeir S. Óskarssyni v/Héðinsbrautar 15 á Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

14.sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttur v/Naustið ehf

Málsnúmer 201205075Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Ingunni Egilsdóttir v/Naustið ehf. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

15.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni v/Gistiheimilis Húsavíkur, Höfða 24b, Húsavík

Málsnúmer 201205049Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavík um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Örlygi H. Örlygssyni v/Gistiheimilis Húsavíkur að Höfða 24b á Húsavík. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

16.Umhverfisráðuneyti-Ósk um umsögn vegna reglugerðar um verndun Mývatns og Laxár.

Málsnúmer 201204031Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið hefur verið fyrir áður á fundum bæjarráðs. Bæjarráð tekur undir athugasemdir sveitarstjórnar Skútustaðahrepps við drög að reglugerð um verndun Mývatns og Laxár.Bæjarráð tekur undir ósk Skútustaðahrepps að haldinn verði almennilegur kynningarfundur með íbúum og öðrum hagsmunaðilum Norðurþings, Skútustaðahrepss og Þingeyjarsveitar áður en lengra verði haldið.

17.Upptökur og útsending á fundum bæjarstjórnar Norðurþings

Málsnúmer 201205056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi um upptökur og útsendingar á fundum bæjartjórnar. Bæjarráð frestar erindinum en felur fjármálastjóra að fara yfir alla kostnaðarþætti og leggja fyrir bæjarráð.

18.Ósk um að kynna verkefnið "Garðarshólmur" fyrir bæjarstjórn

Málsnúmer 201205032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráð mættu Valgerður Sverrisdóttir og Árni Sigurbjarnarson til að kynna verkefnið "Garðarshólmur". Bæjarráð þakkar þeim fyrir góða kynningu á stöðu verkefnisins.

19.Aðalfundur Landskerfa bókasafna hf.

Málsnúmer 201005056Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Landskerfa bókasafna hf. að Höfðatúni 2 í Reykjavík. Lagt fram til kynningar.

20.Aflið, styrkbeiðni

Málsnúmer 201105032Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Aflinu vegna rekstrarársins 2012. Bæjarráð samþykkir styrk að upphæð 30.000.- krónur.

21.Ársfundur FSA

Málsnúmer 201105051Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund FSA sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 26. maí n.k. og hefst hann kl. 16:00 Lagt fram til kynningar.

22.Björgunarsveitin Garðar, ósk um stuðning við kaup á nýjum björgunarbát

Málsnúmer 201112039Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 33. fundi bæjarráðs. Eftirfarandi er innihald erindis og afgreiðsla 33. fundar bæjarráðs:
"Fram kemur í bréfi að fyrirliggur ákvörðun sveitarinnar að ráðast í það metnaðarfulla verkefni að endurnýja björgunarbát félagsins.
Þessi ákvörðun hefur átt langan aðdraganda og er tekin á grundvelli þess að fjöldi útkalla á sjó hefur farið vaxandi á undanförnum árum.
Björgunarsveitin Garðar er búin að gera samning við RNLI, sem er breskt sjóbjörgunarfélag, um kaup á opnum harðbotna slöngubát af gerðinni Atlantic 75.
Þetta er sérhannaður björgunarbátur þar sem áreiðanleiki, sjóhæfni og öryggi áhafnarmeðlima er haft að leiðarljósi og eru kostir hans umfram núverandi báts umtalsverðir.Þetta er stórt verkefni fyrir ekki stærri sveit en Garðar.
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi hafði frumkvæðið að því að bjóða aðkomu klúbbsins að verkefninu.
Sveitinni vantar töluvert upp á svo ljúka megi fjármögnuninni og því er leitað til sveitarfélagsins um aðkomu að þessu verkefni.
Bæjarráð þakkar bréfritara erindið og fagnar áræðni sveitarinnar að tryggja enn frekar öryggi sjófarenda við Skjálfanda.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn björgunarsveitarinnar um verkefnið, þ.e. heildarkostnað, fjármögnun og aðkomu sveitarfélagsins að því
og leggja fyrir bæjarráð síðar".Bæjarráð hefur nú til umfjöllunar samantekt bæjarstjóra um verkefnið og kostnaðaráætlun sveitarinnar vegna kaupanna. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 800.000.- krónur.

Fundi slitið - kl. 18:00.