Fara í efni

Ljósleiðaravæðing

Málsnúmer 201205072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Bæjarráð Norðurþings hvetur Símann hf að nýta sem fyrst þá fjárfestingu sem sveitarfélagið og Síminn lögðu í við að breiðbandsvæða Húsavíkurbæ með því að tengja öll heimili við ljósleiðara.

Greinargerð:
Norðurþing (áður Húsavíkurkaupstaður) átti gott samstarf við Símann hf við lagningu breiðbandskerfis á Húsavík og var sveitarfélagið þá tilraunasveitarfélag við nýtingu þessarar nýju tækni. Nú rúmum áratug síðar er nýting á þeim lögnum lítil þrátt fyrir að þær séu tæknilega fullkomnar. Í dag er ljósleiðari í alla götukassa Símans á Húsavík og því ætti að vera auðvelt að endurnýja endabúnað í götukössunum sem tryggt getur íbúum stórbætt aðgengi að interneti og sjónvarpssendingum.

Samkvæmt heimasíðu Símanns hf kemur fram að með Ljósnetinu sé tengihraði 50 mb/s í stað núverandi hraða á ADSL, sem er 12 til 16 mb/s

Kostnaður við framkvæmd sem þessa er mun minni en víða annarsstaðar, þar sem allar lagnir í götum eru til staðar bæði milli símstöðvar og götukassa og frá götukössum og inn í íbúðarhús.