Fara í efni

Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 40. fundur - 08.03.2012


Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 97. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór miðvikudaginn 22. febrúar s.l.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarstjórn Norðurþings - 13. fundur - 03.04.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur aðalfundarboð Orkuveitu Húsavíkur ohf. Aðalfundur Orkuveitu Húsavíkur ohf. árið 2012 vegna starfsársins 2011, verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl n.k. kl. 14:00 í stjórnsýsluhúsinu á Húsavík að Ketilsbraut 7 - 9. Dagskrá samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins:1. Stjórn félagsins skal skýra hluthöfum frá hag félagsins og rekstri þess á liðnu starfsfári.2. Efnahagsreikningur og rekstrarreikningur félagsins fyrir liðið starfsár skulu lagðir fram ásamt athugasemdum endurskoðenda félagsins til samþykktar.3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.4. Kjör stjórnar.5. Kjör endurskoðenda.6. Ákvörðun skal tekin um greiðslur til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu.7. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Til máls tóku undir þessum lið: Jón Grímsson. Jón Grímsson, leggur til að Jóni Helga Björnssyni verði falið að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundi Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Hjálmari Boga Hafliðasyni til vara. Tillagan samþykkt með atkvæðum, Gunnlaugs, Jóns Helga, Olgu, Jóns Grímssonar, Soffíu, Sigríði, Dóru Fjólu og Hjálmars Boga.Trausti sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Bæjarráð Norðurþings - 46. fundur - 24.05.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 101. fundar stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. frá 15. maí s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 48. fundur - 06.07.2012

Fyrir bæjarráði liggur fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf, frá 19. júní sl. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 51. fundur - 08.08.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð stjórnar Orkuveitur Húsavíkur ohf., sem fram fór 24. júlí s.l.

Bæjarráð Norðurþings - 56. fundur - 25.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem fram fór 18. september s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 59. fundur - 01.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 105. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf sem fram fór þann 19. október s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 106. fundur stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór mánudaginn 26. nóvember s.l.Fundargerðin lögð fram til kynningar.