Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

56. fundur 25. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Sigríður Valdimarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Arnþrúður Dagsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Aðalfundur Eyþings 2012

Málsnúmer 201209082Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fyrir aðalfundarboð Eyþings 2012. Aðalfundurinn fer fram 5. og 6. október í Bergi á Dalvík. Lagt fram til kynningar.

2.Axel Yngvason, rekstur ferðaþjónustunnar í Lundi

Málsnúmer 201209045Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Axel Yngvasyni vegna samnings um rekstur ferðaþjónustunnar í Lundi. Erindinu er vísað til afgreiðslu í framkvæmda- og hafnanefnd.

3.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 26. sept. 2012

Málsnúmer 201209044Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur fundarboð á ársfund Jöfnunasjóðs sveitarfélaga sem fram fer um leið og árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga 26. október n.k. og hefst hann kl. 16:00 Fundarboðin lögð fram til kynningar.

4.Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Aðalfundarboð

Málsnúmer 201209086Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteign hf. sem fram fer 27. oktober n.k. og hefst hann kl. 12:00 í Reykjavík. Bæjarráð felur bæjarstjóra, Bergi Elíasi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á aðalfundinum.

5.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð Orkuveitu Húsavíkur ohf., sem fram fór 18. september s.l. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Krabbameinsfélag Norðausturlands sækir um styrk

Málsnúmer 201209042Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Krabbameinsfélagi Norðausturlands. Styrkbeiðnin hljóðar upp á 75.000.- og er ætlað að mæta aksturskostnaði. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

7.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sveini Hreinssyni f.h. Norðurþings vegna félagsh. Hnitbjarga, Raufarhöfn

Málsnúmer 201209079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur ósk Sýslumannsins á Húsavíku um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Sveini Hreinssyni f.h. Norðurþings vegna félagsheimilisins Hnitbjörg á Raufarhöfn. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að allir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

8.Velferðarnefnd Alþingis, ósk um umsögn, málefni innflytjenda, 64. mál

Málsnúmer 201209083Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Velferðarnefnd Alþingis málefni innflytjenda, 64. mál. Lagt fram til kynningar.

9.Aðalfundarboð Sambands orkusveitarfélaga

Málsnúmer 201209088Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Sambands orkusveitarfélaga sem fram fer föstudaginn 28. september n.k. og hefst hann kl. 13:00 í Hörpu. Bæjarráð felur Hjálmari Boga Hafliðasyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

10.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir og kynnti vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013. Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.