Fara í efni

Fjárhagsáætlanir Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 54. fundur - 05.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur kynning á frávikagreiningu fyrstu 6 mánaða ársins 2012 ásamt þróun tekna. Farið yfir drög að skipulagi við vinnu fjárrhagsáætlunar ársins 2013 en samkvæmt nýju sveitarstjórnarlögum skal vinna fjárhagsátætlun komandi árs samhliða 3ja ára fjárahagsáætlun og skal tveimur umræðum í bæjarstjórn vera lokið um hvora í nóvember. Einnig þarf að vinna að 10 ára áætlun þar sem sérstaklega er gerð grein fyrir þeim markmiðum sem sett eru í viðmiðum um fjármál sveitarfélaga samkvæmt hinni nýju reglugerð frá því í júní s.l. Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013 ásamt 3ja ára fjárhagsáætlun ( 2014 - 2016 ).

Bæjarráð Norðurþings - 55. fundur - 13.09.2012

Fyrir bæjarráði liggur til meðferðar fjárahagsáætlun ársins 2013. Bæjarstjóri kynnti og fór yfir tekjuáætlun, forsendur, hagspár og fleira sem varðar vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.

Bæjarráð Norðurþings - 56. fundur - 25.09.2012

Bæjarstjóri fór yfir og kynnti vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2013. Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012

Fyrir bæjarráði liggja drög að fjárhagsáætlun ársins 2013. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málfalokka A hluta verði um 1.689.890.- milljónir króna með jákvæða niðurstöðu upp á um 75 milljónir króna. Heildartekjur A hluta verði um 2.212.840.- milljónir króna.Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Norðurþings - 19. fundur - 20.11.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2013. Fjárhagsáæluninni fyrir árið 2013 var vísað til bæjarstjórnar á 61. fundi bæjarráðs. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málfalokka A hluta verði um 1.689.890.- milljónir króna með jákvæða niðurstöðu upp á um 75 milljónir króna.
Heildartekjur A hluta verði um 2.212.840.- milljónir króna. Til máls tók: Bergur. Bæjarstjórn hefur tekið fjárhagsáætlun ársins 2013 til fyrri umræðu og vísar henni til meðferðar í bæjarráði fyrir síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar fjárfestingaáætlun Norðurþings fyrir árið 2013 til 2015. Áætlunin er hluti af fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.Endanleg ákvörðun um fjárfestingaverkefni sveitarfélagsins verða ekki tekin fyrir fyrr en niðurstaða er komin í fjárfestingar í iðjuveri á Bakka.

Bæjarráð Norðurþings - 63. fundur - 06.12.2012

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu aukafjárveitingar á milli umræðna. En eftirfarandi beiðnir liggja fyrir: Fræðslu- og menningarnefnd: Málaflokkur 04. Beiðni um 10,7 m.kr. aukaframlags.Málaflokkur 05. Beiðni um 6,8 m.kr. aukaframlags. Tómstunda- og æskulýðsnefnd:Málaflokkur 06. Beiðni um 1,5 m.kr. aukaframlags vegna Ungmennaráðs.Málaflokkur 06. Beiðni um 2,0 m.kr. aukaframlags vegna "Nýrra íbúa". Brunamál og almannavarnir: Málaflokkur 07. Athugasemd með fjárhagsáætlun nefndarinnar en tekjur eru ofáætlaðar vegna eignasölu frá árinu 2012. Skipulags- og byggingarnefnd: Málaflokkur 09. Beiðni um 5. m.kr. aukaframlags fyrir skipulagsvinnu í tengslum við uppbyggingu á Bakka. Bæjarráð frestar afgreiðslu beiðnanna en mun óska eftir því að formenn nefnda og sviðsstjórar mæti á næst fund bæjarráðs.

Bæjarstjórn Norðurþings - 20. fundur - 14.12.2012

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu síðari umræða um fjárhagsáætlun 2013. Fjárhagsáætlunin var tekin til afgreiðslu á 64. fundi bæjarráðs og vísað til bæjarstjórnar.Til máls tóku: Bergur, Jón Helgi, Friðrik, Hjálmar Bogi og Þráinn. Fyrirliggjandi er bókun með fjárhagsáætlun ársins 2013.
Samkvæmt fjárhagsáætlun ársins 2013 er gert ráð fyrir að A - hluti, fyrir utan sjóði í A hluta, skili tekjuafgangi fyrir fjármagnsliði sem er um 79 m.kr. en niðurstaða samstæðu sveitarfélagsins skilar afgangi að upphæð 99 m.kr. Að teknu tilliti til fjármagnsliða er afkoman fyrir A hluta neikvæð upp á 53 m.kr. og fyrir samstæðu sveitarfélagsins neikvæð upp á 94 m.kr. Veltufé frá rekstri er 150 m.kr. fyrir A hluta og 322 fyrir samstæðu Norðurþings. Þetta er niðurstaða nefnda og ráða sveitarfélagsins sem hafa eftir fremsta megni reynt að hagræða í rekstri sveitarfélagsins án þess að til verulegrar þjónustuskerðingar komi. Þess ber að geta að árið 2013 er fimmta árið í röð sem umtalsverð óvissa er um þróun tekna sveitarfélagsins. Þessi staða gerir það að verkum að gæta verður ýtrasta aðhalds í rekstri.
Allir sem til þekkja eru meðvitaðir um að það sem skiptir máli fyrir framtíðar rekstur sveitarfélagsins og burði þess til að þjónusta íbúa þess er öflugt atvinnulíf með tilheyrandi hagvexti. Það er trú meirihluta bæjarstjórnar að samstaða um uppbyggingu orkufreks iðnaðar í Þingeyjarsýslum skili árangri á árinu 2013. Fjárfesting í orkufrekum iðnaði mun skila verulegum tekjum inn í samfélagið og styrkja tekjugrunn þess varanlega til langs tíma.
Ákvörðun um fjárfestingu í iðjuveri á Bakka liggur fyrir í maí 2013. Það er mat meirihluta bæjarstjórnar að við þau tímamót sé nauðsynlegt að taka upp áætlun þessa þar sem öllum samningum verður lokið og upplýsingar um framkvæmdir liggja fyrir bæði er varðar kostnað og tíma.
Gunnlaugur Stefánsson - sign.
Jón Helgi Björnsson - sign
Soffía Helgadóttir - sign
Hjámar Bogi Hafliðason - sign
Jón Grímsson - sign
Olga Gísladóttir - sign
Þráinn Gunnarsson - sign. Friðrik og Trausti óska bókað:
Augljóst má vera að m.v. fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er óraunhæft að auka útgjöld nema til komi auknar tekjur, sem koma eingöngu með nýrri starfsemi eða auknum sköttum. Við styðjum nýja starfsemi en hugnast ekki auknar álögur á íbúa Norðurþings. Ef ekki kemur til þess að ríkisvaldið styðji við frekari uppbyggingu á Bakka er að okkar mati ljóst að sveitarfélagið þarf að segja upp starfsfólki á næstu misserum.
Friðrik Sigurðsson - sign.;Trausti Aðalsteinsson - sign.Fjárshagsáætlun ársins 2013 er samþykkt með atkvæðum Gunnlaugs, Jóns Helga, Soffíu, Hjálmars Boga, Jóns Grímssonar, Þráins og Olgu.Friðrik og Trausti sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Bæjarráð Norðurþings - 75. fundur - 30.05.2013

Fyrir bæjarráði liggur fjárhagsáætlun ársins 2013. Á 20. fundi bæjarstjórnar Norðurþings, frá 14. desember 2012, var fjárhagsáætlun ársins 2013 samþykkt með þeim fyrirvara að endurupptaka á fjárhagsáætlun ársins 2013 fari fram í maí í ljósi niðurstöðu um framgang uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka. Einnig liggur fyrir sérstakur framkvæmda- og styrkjaliður. Eftirfarandi framkvæmdalisti er til afgreiðslu:1. Mötuneyti í Borgarhólsskóla. 2. Framkvæmdir við íþróttamannvirki.3. Framkvæmdir við félagsheimili.4. Framkvæmdir við gatnagerð.5. Skipulagsmál.6. Atvinnumál, orkufrekur iðnaður.7. Styrkir og framlög. Heildar fjárfestinga- og framkvæmdakostnaður er um 100 milljónir króna. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi framkvæmdir og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að hefja vinnu við breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2013 með ofangreindum tillögum og leggja fyrir bæjarráð að nýju.

Bæjarráð Norðurþings - 78. fundur - 19.07.2013

Fyrir bæjarráði liggur fyrir, til fyrri umræðu, endurupptaka fjárhagsáætlunar 2013. Bæjarráð vísar endurupptöku fjárhagsáætlunar til síðari umræðu í bæjarráði.

Bæjarráð Norðurþings - 79. fundur - 15.08.2013

Fyrir bæjarráði, í umboði bæjarstjórnar, liggur til afgreiðslu síðari umræða um endurgerða fjárhagsáætlun ársins 2013. Endurgerða fjárhagsáætlunin 2013 var tekin til fyrri umræðu 19. júlí s.l. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi endurgerða fjárhagsáætlun ársins 2013.