Bæjarráð Norðurþings

61. fundur 14. nóvember 2012 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir 2. varamaður
  • Arnþrúður Dagsdóttir varamaður
  • Friðrik Sigurðsson varamaður
  • Bergur Elías Ágústsson bæjarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

201209003

Fyrir bæjarráði liggja drög að fjárhagsáætlun ársins 2013. Samkvæmt fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að útgjaldarammi málfalokka A hluta verði um 1.689.890.- milljónir króna með jákvæða niðurstöðu upp á um 75 milljónir króna. Heildartekjur A hluta verði um 2.212.840.- milljónir króna.Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun ársins 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.3ja ára áætlun Norðurþins 2014 - 2016

201211057

Fyrir bæjarráði liggja drög að 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir rekstarárin 2014 til 2016. Gert er ráð fyrir stighækkandi tekjum í samræmi við uppbyggingu á Bakka í tengslum við orkufrekan iðnað og að rekstrarniðurstaðan batni milli ára en þó mest á árinu 2015.Bæjarráð vísar 3ja ára fjárhagsáætlun (2014 -2016) til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.10 ára áætlun Norðurþings

201211058

Fyrir bæjarráði liggja drög að 10 ára áætlun í samræmi við lög og reglugerðir um fjármál sveitarfélaga. Áætlunarvinnan er byggð á fjárhagsáætlun ársins 2013 og svo á grunni 3ja ára fjárhagsaáætlun sveitarfélagsins. Helstu markmið í þessari áætlun er að ná bæði rekstrarjöfnuði og skuldaviðmið eins og lög kveða á um.Bæjarráð vísar 10 ára fjárhagsáætluninni til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.146. og 147. fundur Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra

201211051

Fyrir bæjarráði liggja til kynningar fundargerðir 146. fundar og 147. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra.Lagt fram til kynningar.

5.Frá Skipulagsstofnun, tilkynning varðandi gildi deiliskipulags

201211056

Fyrir bæjarráði liggur tilkynning frá Skipulagsstofnun varðandi gildi deiliskipulags sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum árin 2011 og 2012. Stofnunin vísar til niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála um gildi tiltekins deiliskipulags sem hefur áhrif á aðrar deiliskipulagsáætlanir sem birtar hafa verið í B - deild Stjórnartíðinda á þessum árum þ.e. eftir að ný skipulagslög nr. 123/2010 tóku gildi.Það er mat Skipulagsstofnunar að úrskurðurinn varði allar þær deiliskipulagsáætlanir þar sem málsmeðferð lauk eftir að nýju skipulagslögin tóku gildi og meira en 3 mánuðir liðu frá því að deiliskipulagið var samþykkt í sveitarstjórn og þar til auglýsing birtist í B - deild Stjórnartíðinda.Sérhvert sveitarfélag þarf nú að skoða allar deiliskipulagsáætlanir og breytingar á deiliskipulagi sem birtar hafa verið í B - deild Stjórnartíðinda eftir að nýju skipulagslögin tóku gildi 1. janúar 2011 og athuga hvort þessi þriggja mánaða tímamörk haldi. Bæjarráð þakkar stofnunni fyrir ábendinguna og vísar því til skipulags- og byggingarnefndar.

6.Hitaveita Öxarfjarðar, gjaldskrárhækkun

201211045

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs frá 12. nóvember s.l. en á fundi stjórnar er eftirfarandi bókað: <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> “Stjórn Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs ákveður að hækka notendagjöld um 12% nú og jafnframt telur stjórnin að full ástæða sé til, að til lengri tíma fylgi orkuverðið þróun neysluvísitölu frá upphafi reksturs veitunnar. Ákveðið var að hækka stofngjöld um 12% og jafnframt að huga sérstaklega að verðlagningu stofngjalda í framhaldinu.” <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Skv. 3.gr. reglugerðar nr. 261/2003 fyrir Hitaveitu Öxarfjarðarhérað hf. skal samráð haft við sveitarstjórn vegna gjaldskrárinnar sem ráðherra svo staðfestir. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Notendagjöld hafa ekki hækkað frá júní 2009 og stofngjöld ekki frá mars 2003. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Nú stendur yfir endurnýjun stofnlagnar frá enda stállagnar vestan Brunnár að Silfurstjörnu. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Þessi framkvæmd er mjög dýr, m.a. vegna þess að fara þarf með lögnina yfir Brunná, en enga síður er framkvæmdin mjög nauðsynleg, til að endurnýjun á stofnlögninni sem þegar hefur verið framkvæmd nýtist til fulls, og núverandi lögn ekki nothæf til frambúðar. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu stjórnar Hitaveitu Öxarfjarðarhéraðs um hækkun notendagjalda. <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal>

7.Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda, umsókn um styrk

201211053

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda (NKG) að upphæð frá 25.000.- til 200.000.- krónur.Nýsköpunarkeppni grunnskólanema er verkefni sem hvetur til nýsköpunarkennslu í grunnskólum landsins. Starfið fer fram allt árið um kring, með uppskeru í lok skólaárs. Tilgangur NKG er að gera einstaklingnum grein fyrir sköpunargáfu sinni og þroska hana í gegnum vinnu með eigin hugmyndir. NKG er mikilvæg hvatning til nemenda og kennara í starfi sínu. Það er verkefninu mikilvægt að sveitarfélög sýni stuðning sinn í verki. Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir verkefnið um 5 milljónir sem nemur 55% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðar upp á rúmar 9 milljónir króna. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Sveitarfélagið Norðurþing hefur lagt framlag til verkefnis í sveitarfélaginu sem er ætlað svipað hlutverk og sér því sér því ekki fært að verða við erindinu.

8.Ósk um söluheimild fyrir íbúðina að Gbr 83 nr. 303

201103105

Fyrir bæjarráði liggja tvö kauptilboð í fasteign sveitarfélagsins að Garðarsbraut 81, íbúð 303. Bæjarráð hefur farið yfir kauptilboðin og telur kaupverð beggja bjóðenda of lágt og hafnar því báðum tilboðunum.

9.Ráðstefna um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi

201211055

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Ragnari Stefánssyni, prófessor emeritus við Háskólann á Akureyri, Sigurjóni Jónssyni, dósent við King Abdullah University og Science and Technology (KAUST) og Páli Einarssyni, prófessor við Háskóla Íslands. Ráðstefnan fjallar um jarðskjálfta fyrir Norðurlandi. Eftirfarandi markmið munu vera leiðaljós ráðstefnunnar. 1. Að kynna nýjar niðurstöður rannsókna sem tengjast Tjörnesbrotabeltinu2. Að fara yfir stöðu þekkingar á skjálftasvæðinu3. Að móta stefnu um rannsóknir og eftirlit til að auka skilning á aðdraganda og eðli hugsanlegs stórs jarðskjálfta fyrir Norðurlandi. Það er lagt á það áherslu að fá til fundarins þá vísindamenn sem mest hafa rannsakað jarðskjálftasvæðið, íslenska sem erlenda. Ráðstefnan verður haldinn á Húsavík dagana 6. - 8. júní 2013 og mun framkvæmd hennar verða í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga. Bréfritarar óska eftir því að sveitafélagið kanni hug sinn til þátttöku í ráðstefnunni, hvort sem er með því að kosta fólk á hana eða með því að veita beinan styrk til verkefnisins. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og tekur jákvætt í beiðnina. Þar sem ekki liggur fyrir nein kostnaðaráætlun né skýr beiðni um upphæð mun ákvörðun bæjarráðs um fjárhagslega þátttöku verða tekin þegar þær línur skýrast.

10.Samtak sf. ósk um kaup á húsnæði á Raufarhöfn

201211054

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá félaginu Samtak sf. í eigu trillusjómanna á Raufarhöfn. Tilgangur félagsins, sem rekið hefur verið í sameignarfomi frá öndverðu, mun vera verkun og sala grásleppuafurða, n.t.t. grásleppuhronga.
Eigendur félagsins eru grásleppusjómenn sem gera út báta til hrognkelsaveiða, og samanstendur af sex útgerðum í dag.
;
Samtak s/f á eitt húsnæði á Raufarhöfn sem nýtt er til hrognasöltunar. Síðustu tvö ár hefur Samtak s/f verið í töluverðum vandræðum með geymslu og kælingu á hrognum sínum og hefur þurft að koma hrognatunnum í geymslu vegna lítils geymslupláss í húsi sínu fyrir söltuð hrogn. ;
Vegna erfiðar markaðar með sölu á söltuðum grásleppuhrognum og breyttum viðskiptahátta með þau þar sem hrognakaupendur ætla að láta sjómenn liggja með lager af söltuðum hrognum sem ekki hefur viðgengist til þessa vantar Samtaki s/f húsnæði sem geti hentað fyrir geymslu og kælingar hrogna. ;
Í ljósi þessa förum við eigendur Samtaks s/f þess á leit að fá keypt löndunarhús sem er í eigu Norðurþings og var eitt af húsum síldarverksmiðjunar. ;
Í dag eru við með allar okkar hrognatunnur óseldar og í geymslu í þessu húsi. ;
Með von um skjót svör. ;
Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en frestar afgreiðslu málsins þar til starfshópur um málefni húsnæðis SR húsanna hefur fjallað um málið.

11.Samtök um kvennaathvarf, umsókn um styrk

201211049

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf um rekstrarstyrk fyrir árið 2013. Meðfylgjandi umsókninni er fjárhagsáætlun fyrir rekstur athvarfsins á næsta ári. Þess er farið á leit að sveitarfélagið leggi til rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins að upphæð 100.000.- Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið en sér sér ekki fært að verða við beiðninni.

12.Skólaganga grunnskólabarna Norðurþings á Hólsfjöllum.

201204033

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem Friðrik Sigurðsson, áheyrnafulltrúi óskaði eftir að sett yrði á fund bæjarráðs. Málið rætt í bæjarráði en er til meðferðar hjá fræðslu- og menningarnefnd sem mun afgreiða og svara erindinu.

13.Umhverfisstofnun, Ósk um fulltrúa í undirbúningshóp

201211041

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Umhverfisstofnun um tilnefningu fulltrúa í undirbúningshóp til að móta áætlun um verk- og vinnulag við framkvæmd aðgerðaráætlun um veiðar á tegundum sem hafa skaðleg áhrif og er samkvæmt 11. gr. nýrrar reglugerðar um verndund Mývatns og Laxár. Bæjarráð tilnefnir Soffíu Helgadóttur í undirbúningshópinn.

14.Skipulagsstofnun, Kísilkarbíðverksmiðja á Bakka-Umsagnarbeiðni vegna tillögu að matsáætlun

201211062

Fyrir bæjarráði liggur tillaga að matsáætlun vegna kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain á Bakka við Húsavík. Tillaga að matsáætlun er unnin af Verkís og dagsett október 2012.Norðurþing hefur átt í viðræðum vð Saint Gobain um úthlutun 10 -12 ha lóða út úr iðnaðarlandi á Bakka undir starfsemina. Fyrirhuguð framleiðslugeta verksmiðjunnar er 25.000 tonn/ári, en aðflutt hráefni áætluð 30.500 tonn af jarðolíukoksí og 39.000 tonn af sandi.Áætlaður grunnflötur mannvirkja er um 12.000 m2. Helstu mannvirki verða ofanbygging, um 300 m löng og 26 m há, ásamt hráefnageymslum og sílóum, hreinsivirki, verkstæði, skrifstofa, mötuneyti og tengivirki. Gert er ráð fyrir 4 skorsteinum um 30 m háuum.Iðnaðarsvæðið á Bakka er skilgreint í aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030 og telur bæjarráð fyrirhugaða starfsemi í samræmi við ákvæði aðalskipulags.Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun vegna fyrirhugaðrar kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain á iðnaðarsvæði Bakka.

Fundi slitið - kl. 18:00.