Fara í efni

Skipulagsstofnun, Kísilkarbíðverksmiðja á Bakka-Umsagnarbeiðni vegna tillögu að matsáætlun

Málsnúmer 201211062

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 61. fundur - 14.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur tillaga að matsáætlun vegna kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain á Bakka við Húsavík. Tillaga að matsáætlun er unnin af Verkís og dagsett október 2012.Norðurþing hefur átt í viðræðum vð Saint Gobain um úthlutun 10 -12 ha lóða út úr iðnaðarlandi á Bakka undir starfsemina. Fyrirhuguð framleiðslugeta verksmiðjunnar er 25.000 tonn/ári, en aðflutt hráefni áætluð 30.500 tonn af jarðolíukoksí og 39.000 tonn af sandi.Áætlaður grunnflötur mannvirkja er um 12.000 m2. Helstu mannvirki verða ofanbygging, um 300 m löng og 26 m há, ásamt hráefnageymslum og sílóum, hreinsivirki, verkstæði, skrifstofa, mötuneyti og tengivirki. Gert er ráð fyrir 4 skorsteinum um 30 m háuum.Iðnaðarsvæðið á Bakka er skilgreint í aðalskipulagi Norðurþings 2010 - 2030 og telur bæjarráð fyrirhugaða starfsemi í samræmi við ákvæði aðalskipulags.Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við framlagða matsáætlun vegna fyrirhugaðrar kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain á iðnaðarsvæði Bakka.

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar svarbréf Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um tillögu að matsáætlun fyrir kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain Ceramic Materials á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem Verkís f.h. framkvæmdaraðila setti fram í bréfi dags. 21. nóvember 2012 með athugasemdum sem fylgja bréfinu. Lagt fram til kynningar.