Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

62. fundur 30. nóvember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Birkir Kristjánsson f.h. BÁV útgerð og Omega3 ehf. sækir um byggðakvóta og kaup á húsnæði á Raufarhöfn

Málsnúmer 201211089Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Birki Kristjánssyni f.h. BÁV útgerð og Omega3 ehf. vegna byggðakvóta og kaupa eða leigu á húsnæði á Raufarhöfn. Útgerðin er nýbúin að kaupa 12 tonna bát sem staðsettur er í Grindavík og mun hann að lokinni slipptöku verða fluttur til Raufarhafnar sem verður hans heimahöfn. Áætlað er að gera bátinn út á línuveiðar og grásleppu. Fyrirhugað er að opna fiskvinnslu á Raufarhöfn þar sem aflinn verður verkaður. Sú fiskvinnsla verður í nafni Omega3 ehf.Útgerðarfélagið fyrirhugar að leigja 100 til 200 tonn en óskar jafnframt eftir úthlutun byggðakvóta fyrir bæði fyrirtækin sem mun styrkja starfsemi félagsins og tryggja betur aukin störf. Gert er ráð fyrir störfum fyrir 10 til 15 manns í fullu starfi.Óskað er eftir að ganga til samninga um kaup eða leigu á annað hvort Löndunarhúsinu eða Lýsishúsinu í heild sinni. Ennfremur er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins í hverju sem verða má til að vel takist og að markmið um eflingu atvinnustigs á Raufarhöfn gagni eftir.Omega3 ehf. hefur þegar fest kaup á öllum tækjabúnaði til flakavinnslu á saltfiski. Forsvarsmenn fyrirtækjanna eru tilbúnir til viðræðna við sveitarfélagið um verkefnið.Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir erindið og þann áhuga sem sýndur er um atvinnuuppbyggingu á Raufarhöfn. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti úthlutunarreglur fyrir sveitarfélagið verða vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2012/2013 og því ekki hægt að afgreiða beiðni umsóknaraðila. Því skal haldið til haga að það er ekki bæjarstjórn sem úthlutar byggðakvóta en getur lagt til breytingar á reglugerð á úthlutun byggðakvóta sem úthlutast af Fiskistofu. Hvað varðar beiðni um viðræður vegna kaupa eða leigu á Löndunarhúsi eða Lýsishúsi í heild sinni eru málefni Síldavinnsluhúsanna í meðförum hjá sérstakri húsnefnd og þar til hún hefur skilað áliti sínu verður ekki tekin ákvörðun um einstaka sölu eigna. Bæjarráð tekur hins vegar jákvætt í erindið og bíður forsvarsmönnum fyrirtækjanna að kynna hugmyndir sínar um rekstur fiskvinnslu á Raufarhöfn fyrir ráðinu. Bæjarstjóra falið að boða bréfritara á fund bæjarráðs.

2.Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. Aðalfundarboð

Málsnúmer 201209086Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. Bæjarráð felur Bergi Elísi Ágústssyni að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2013

Málsnúmer 201209003Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar fjárfestingaáætlun Norðurþings fyrir árið 2013 til 2015. Áætlunin er hluti af fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.Endanleg ákvörðun um fjárfestingaverkefni sveitarfélagsins verða ekki tekin fyrir fyrr en niðurstaða er komin í fjárfestingar í iðjuveri á Bakka.

4.Flugfélagið Ernir ehf., ósk um samstarf um reksturHúsavíkurflugvallar

Málsnúmer 201211092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Flugfélaginu Erni ehf. um samstarf um rekstur Húsavíkurflugvallar. Flugfélagið Ernir og Isavia eru að vinna að samkomulagi um að flugvöllurinn verði opinn næstu 12 mánuði hið minnsta. Er þetta samvinnuverkefni byggt á því að viðhalda þessari flugleið og þannig tryggja hag allra aðila. Flugfélagið hefur aukið ferðir sínar í 10 flug á viku.Bæjarráð þakkar flugfélaginu fyrir erindið. Bæjarráð tekur jákvætt í beiðni flugfélagsins en telur mikilvægt að allir samningar við aðila máls þ.m.t. ríkisvaldið gangi eftir. Bæjarstjóra falið að vinna að málinu áfram og boða fulltrúa félagsins á fund bæjarráðs.

5.Frá Innanríkisráðuneyti, sóknaráætlun landshluta

Málsnúmer 201211063Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Hólmfríði Sveinsdóttir, verkefnisstjóra sóknaráætlana landshluta.
Sóknaráætlanir landshluta er samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga sem hefur það markmið að efla samskipti stjórnsýslustiganna tveggja og færa landshlutunum aukin völd og aukna ábyrgð við forgangsröðun og ráðstöfun opinbers fjármagns úr ríkissjóði.

Sóknaráætlanir landshluta er eitt af 29 verkefnum Ísland 2020 og hefur verið í þróun í um eitt og hálft ár. Síðastliðið vor var sett á laggirnar sérstakt stýrinet Stjórnarráðsins (skipað einum fulltrúa frá hverju ráðuneyti og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga) og ráðinn verkefnisstjóri. Verkefnið fer vel af stað og hafa landshlutarnir allir hafið vinnu við sína sóknaráætlun.

Sóknaráætlanir byggja á nýju verklagi þar sem um er að ræða nýja nálgun í svæðasamvinnu og byggðaþróun sem nær til alls landsins og því mikilvægt að sveitarstjórnarmenn séu vel upplýstir um verkefnið. Fulltrúar stýrinetsins hafa undanfarnar vikur kynnt sóknaráætlanir á ársfundum allra landshlutasamtaka, auk þess að funda með þeim sveitarstjórnum sem þess hafa óskað.

Erindið lagt fram til kynningar. Frekari upplýsingar um sóknaráætlunina liggur inni á vefsvæði innanríkisráðuneytisins.

6.Fundarboð og fundagerðir Orkuveitu Húsavíkur 2012

Málsnúmer 201112046Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 106. fundur stjórnar Orkuveitu Húsavíkur ohf. sem fram fór mánudaginn 26. nóvember s.l.Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Fundargerð 801. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201211090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 801. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Innanríkisráðuneyti, fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 201211077Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar útgefin auglýsing innanríkisráðuneytisins um fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem birt er í Stjórnartíðindum þann 20. nóvember s.l. með gildistöku 1. janúar n.k.Fyrirmyndin að samþykktinni er í níu köflum og taka þeir til hinna ýmsu sviða í stjórn sveitarfélaga, svo sem skipan sveitarstjórnar og verkefni sveitarfélags, fundarsköp, réttindi og skyldur sveitarstjórnarmanna, byggðarráð, samráð við íbúa og fleira. Fyrirmynd að samþykktunum er unnin á grundvelli 9.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og gildir sú fyrirmynd þar til ráðuneytið hefur staðfest sérstaka sambærilega samþykkt fyrir sveitarfélag.Bæjarráð óskar eftir því að einn fulltrúi frá hverju framboði verði tilnefndur í vinnuhóp um endurskoðun samþykkta.

9.SEEDS sjálfboðaliðar

Málsnúmer 201211084Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá SEEDS, sjálfboðaliðum, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um ýmis verkefni sem nýst geta erlendum sjálfboðaliðum. Samtökin eru að vinna að skipulagi næsta sumars en Ísland verður alltaf eftirsóttari áfangastaður sjálfboðaliða um allan heim og því gaman að geta skapað þeim tækifæri til að koma hingað til starfa og kynnast landi og þjóð. Samtökin hafa horft sérstaklega til verkefna á Raufarhöfn. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

10.Skipulagsstofnun, Kísilkarbíðverksmiðja á Bakka- tillaga að matsáætlun

Málsnúmer 201211062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar svarbréf Skipulagsstofnunar vegna ákvörðunar um tillögu að matsáætlun fyrir kísilkarbíðverksmiðju Saint Gobain Ceramic Materials á Bakka við Húsavík. Skipulagsstofnun fellst á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun með þeim viðbótum sem Verkís f.h. framkvæmdaraðila setti fram í bréfi dags. 21. nóvember 2012 með athugasemdum sem fylgja bréfinu. Lagt fram til kynningar.

11.Svar Vegagerðarinnar til Markaðsskrifstofu Norðurlands v/snjómoksturs

Málsnúmer 201211091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar svarbréf sem Vegagerðin sendi Markaðsstofu Norðausturlands vegna snjómoksturs Dettifossvegar og annara ferðamannavega á Norðurlandi. Fram kemur í svarbréfi Vegagerðarinnar að fjárveitingar ársins 2012 eru þegar uppurnar og ljóst skv. fjárlagafrumvarpi ársins 2013 að ekki verður um raun aukningu að ræða. Dettifossvegur telst fjallvegur þar sem hann liggur í 380 til 400 m hæð en áætlaður kostnaður í meðalvetri við 2ja daga mosktur í viku er nokkrar milljónir króna. Ef snjóþyngsli verða mikil eykst þessi kostnaður hratt. Vegagerðin bendir á fjölda vega um byggð sem enga þjónustu hafa. Fram kemur í bréfi Vegagerðarinna að Markaðsstofa er farið fram á reglubundna þjónustu á vegum að Goðafossi, Dimmuborgum, Grjótagjá og Hverarönd.Til að koma að einhverju leyti til móts við framngreindar óskir er unnt að fallast á að afleggjurum að Hverarönd og Goðafossi verði bætt inn í reglulegan mokstur aðkomuleiða og í stað reglulegs moksturs að Dimmuborgum og Grjótagjá verði reynt að að verða við ósk um mokstur, þegar sérstök ástæða er til og að Dettifossi þegar viðkomandi ferðaþjónustuaðilar áætla ferði þangað, svo framarlega að kostnaður sé innan skynsamlegra marka og að mokstur hverju sinni skapi ekki síðari og stærri vandamál vegna snjóruðnings.Það er von Vegagerðarinnar að þessi viðbrögð sýni að einhverju marki vilja til að koma til móts við óskir ferðaþjónustunnar, þrátt fyrir mjög þröngan fjárhagsramma. Lagt fram til kynningar. Friðrik óskar bókað:"Ferðaþjónustuaðilar í Norðurþingi hafa tekið þátt í sameiginlegu átaki ríkisstjórnarinnar og ferðaþjónustuaðila sem kallast "Ísland allt árið". Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í svarbréfi Vegargerðarinnar gildir stuðningur ríkisins við átakið ekki í Þingeyjarsýslum, nema þegar ekki snjóar" Friðrik Sigurðsson - sign.

12.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Árna Sigurðssyni vegna Hnitbjarga, Raufarhöfn

Málsnúmer 201211079Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til afgreiðslu erindi Sýslumannsins á Húsavík þar sem fram kemur ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Árna Sigurðssonar vegna Hnitbjarga á Raufarhöfn.Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hið sama.

13.Umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskar eftir umsögn vegna urðunarstaða við Húsavík og Kópasker

Málsnúmer 201211073Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem óskað er eftir umsögn vegna áframhaldandi rekstrar urðunarstaða við Húsavík og Kópasker. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við veitingu leyfis til áframhaldandi reksturs urðunarstaða við Húsavík og Kópasker.

14.Velferðarnefnd Alþingis, 49. mál til umsagnar

Málsnúmer 201211085Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi til umsagnar frá velferðarnefnd Alþingis. ;Velferðarnefnd Alþingis sendir Norðurþingi til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigubætur (réttur námsmanna), 49. mál. ;Lagt fram til kynningar.

15.Söluheimild eigna - Skólastjóraíbúð við Skúlagarð

Málsnúmer 201211093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um söluheimild á einbýlishúsi sem stendur við Skúlagarð. Húseignin var áður skólastjórabústaður. Bæjarráð samþykkir söluheimild eignarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:00.