Fara í efni

SEEDS sjálfboðaliðar

Málsnúmer 201211084

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 62. fundur - 30.11.2012

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá SEEDS, sjálfboðaliðum, þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um ýmis verkefni sem nýst geta erlendum sjálfboðaliðum. Samtökin eru að vinna að skipulagi næsta sumars en Ísland verður alltaf eftirsóttari áfangastaður sjálfboðaliða um allan heim og því gaman að geta skapað þeim tækifæri til að koma hingað til starfa og kynnast landi og þjóð. Samtökin hafa horft sérstaklega til verkefna á Raufarhöfn. Bæjarráð vísar erindinu til framkvæmda- og hafnanefndar.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 24. fundur - 12.12.2012

SEEDS sjálfboðaliðar bjóða fram krafta sína ef sveitarfélagið hefur verkefni við hæfi. Framkvæmda- og hafnanefnd getur að svo stöddu ekki þegið þetta góða boð.