Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

24. fundur 12. desember 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Tryggvi Jóhannsson
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.352. fundur stjórnar Hafnasambands íslands

Málsnúmer 201211074Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

2.Ályktun frá Skógræktarfélagi íslands

Málsnúmer 201212024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

3.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 290. mál til umsagnar

Málsnúmer 201212032Vakta málsnúmer

Þetta erindi snýr að breytingum á lögum um gatnagerðargjald, nr. 153/2006, með síðari breytingum. Lagt er til að 1. tölul. bráðabirgðaákvæðis í lögunum verði breytt þannig að í stað dagsetningarinnar 31. desember 2012 komi 31. desember 2015. Er það gert í þeim tilgangi að veita þeim sveitarfélögum, sem ekki hafa enn lokið framkvæmdum við lagningu bundins slitlags á eldri götur, aukið svigrúm til að ljúka því verkefni og fjármagna framkvæmdir með álagningu og innheimtu svokallaðs B-gatnagerðargjalds á grundvelli bráðabirgðaákvæðis í lögum. Framkvæmda- og hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við breytinguna.

4.Samband íslenskra sveitarfélaga sendir aðildarfélögum Hafnasambands íslands reglugerð um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda

Málsnúmer 201212037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

5.Leigusamningur við Norður-Siglingu um dráttarbrautina á Húsavík

Málsnúmer 201110052Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggja drög að leigusamningi milli Hafnasjóðs Norðurþings og Norðursiglingar vegna slippsins á Húsavík. Framkvæmda- og hafnanefnd fór yfir samningsdrögin. Nefndin felur hafnastjóra að láta gera úttekt á ástandi dráttarbrautar og búnaði og tekur afstöðu til samningsins þegar hún liggur fyrir.

6.Grímur ehf. sækir um geymslusvæði fyrir bor Jarðboranna ehf.

Málsnúmer 201212040Vakta málsnúmer

Grímur ehf. fyrir hönd Jarðborana ehf. óskar eftir geymslusvæði og viðhaldssvæði fyrir bor sem nú er að klára verkefni á Þeistareykjum. Svæðið þarf að vera ca. 2000m2, burðarmikið og með aðgangi að vinnurafmagni. Umsækjandi telur að uppfylling sunnan fyrrum rækjuverksmiðju muni t.d. henta vel.Hægt þarf að vera að stilla bornum upp meðan á viðgerð stendur svo hægt sé að keyra búnað og gera prófanir. Reiknað er með að borinn þurfi að vera á svæðinu til vors. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti enda verði svæðið girt af og alfarið á ábyrgð umsækjanda.

7.Orkuveita Húsavíkur, ósk um niðurfellingu seyrulosunargjalda úr gjaldskrá

Málsnúmer 201211088Vakta málsnúmer

Þar sem Orkuveitan yfirtók fráveitukerfi Norðurþings í upphafi árs 2012 með kaupsamningi síðustu áramót og því ekki þörf á taxta vegna fráveituhreinsana í gjaldskrám Norðurþings. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir erindið.

8.SEEDS sjálfboðaliðar

Málsnúmer 201211084Vakta málsnúmer

SEEDS sjálfboðaliðar bjóða fram krafta sína ef sveitarfélagið hefur verkefni við hæfi. Framkvæmda- og hafnanefnd getur að svo stöddu ekki þegið þetta góða boð.

9.Elvar Daði Guðjónsson-Tillaga að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á fjöllum

Málsnúmer 201204030Vakta málsnúmer

Elvar Daði sendi þann 28. mars sl. tölvupóst með tillögu að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á Fjöllum.Erindið var tekið fyrir á fundi f&h -nefndar þann 18. apríl sl. en afgreiðslu frestað. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna fjárhagslegs umfangs málsins.

10.Þráinn Ómar Sigtryggsson og Einar Ófeigur Björnsson f.h. fjallskiladeilda í Kelduhverfi og Reykjahverfi, sækja um styrk vegna aukakostnaðar við göngur og leitir hjá bændum á þessu svæði

Málsnúmer 201210102Vakta málsnúmer

Erindið var tekið fyrir á fundi f&h -nefndar þann 14. nóvember sl. en afgreiðslu frestað.Nefndin fór yfir ný gögn varðandi kostnað.

11.Sorphirða - búrekstrargjald

Málsnúmer 201212038Vakta málsnúmer

Nefndin samþykkir að leggja á búrekstrargjald, vegna ársins 2013, með sama sniði og Þingeyjarsveit hefur gert.

Fundi slitið - kl. 16:00.