Fara í efni

Elvar Daði Guðjónsson-Tillaga að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á fjöllum

Málsnúmer 201204030

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 17. fundur - 18.04.2012

Elvar Daði, sem býr á Grímstungu, óskar eftir að gera samning við Norðurþing um snjómokstur á veginum heim að bænum vegna skólaaksturs. Á næsta haust verður skólaskylt barn búandi þar og mun sækja skóla í Reykjahlíð.Elvar Daði útfærir hugmyndir sínar nánar í tölvupóstinum sem inniheldur erindið. Sviðsstjórar framkvæmda- og hafnasviðs og menningar- fræðslusviðs ásamt Vegagerðinni eru með málið til umfjöllunar.Nefndin frestar ákvörðun þangað til niðurstaða er fengin úr þeirri vinnu.

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 24. fundur - 12.12.2012

Elvar Daði sendi þann 28. mars sl. tölvupóst með tillögu að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á Fjöllum.Erindið var tekið fyrir á fundi f&h -nefndar þann 18. apríl sl. en afgreiðslu frestað. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna fjárhagslegs umfangs málsins.

Bæjarráð Norðurþings - 65. fundur - 10.01.2013

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 24. fundi framkvæmda- og hafnanefndar frá 12. desember s.l. þar sem fram kemur að Elvar Daði Guðjónsson hafi sent 28. mars 2012 tillögu um snjómokstur á Grímsstöðum á Fjöllum. Erindið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 18. apríl s.l. en afgreiðslu þess frestað. Erindið var tekið til umfjöllunar að nýju í desember 2012. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna fjárhagslegs umfangs málsins. Bæjarráð bendir á að meðal helstu verkefna Vegagerðarinnar, samkvæmt 5. gr. Vegalaga 2007 nr. 80, 29.mars, sé að annast veghald þjóðvega. Héraðsvegir teljast til þjóðvega en Grímstunguvegur nr. 8902 og Víðihólsvegur nr. 8901 eru héraðsvegir samkvæmt vegaskrá og því er það í hlutverki Vegagerðarinnar og á ábyrgð hennar að annast allt veghald og þar með talda alla þjónustu. Samkvæmt 3. gr. Vegalaga 2007 nr. 80 29. mars segir í 5. lið að veghald er forræði yfir vegi og vegsvæði, þ.m.t. vegagerð, þjónusta og viðhald vega. Í 13. gr. sömu laga segir að Vegagerðin er veghaldari þjóðvega. Bæjarráð mun ekki veita viðbótarfé til snjómoksturs á þessum vegum enda eru þeir á ábyrgð Vegagerðarinnar.