Fara í efni

Bæjarráð Norðurþings

65. fundur 10. janúar 2013 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Jón Helgi Björnsson formaður
  • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
  • Þráinn Guðni Gunnarsson aðalmaður
  • Trausti Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjartur Ellert Jónsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Guðbjartur Ellert Jónsson Fjármálastjóri - staðgengill bæjarstjóra
Dagskrá

1.Athugasemdir vegna stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Málsnúmer 201212093Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar athugasemdir frá fulltrúa Norðurþings í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Tiltekin eru 52 atriði vegna stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs. Erindið lagt fram til kynningar en því jafnframt vísað til skipulags- og byggingarnefndar.

2.Eignarhaldsfélagið Fasteign 2013

Málsnúmer 201301019Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf., ásamt dagskrá. Bæjarráð felur Bergi Elíasi Ágústssyni, bæjarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.

3.Elvar Daði Guðjónsson-Tillaga að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á Fjöllum

Málsnúmer 201204030Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi sem tekið var fyrir á 24. fundi framkvæmda- og hafnanefndar frá 12. desember s.l. þar sem fram kemur að Elvar Daði Guðjónsson hafi sent 28. mars 2012 tillögu um snjómokstur á Grímsstöðum á Fjöllum. Erindið var tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnanefndar þann 18. apríl s.l. en afgreiðslu þess frestað. Erindið var tekið til umfjöllunar að nýju í desember 2012. Framkvæmda- og hafnanefnd vísar málinu til bæjarráðs vegna fjárhagslegs umfangs málsins. Bæjarráð bendir á að meðal helstu verkefna Vegagerðarinnar, samkvæmt 5. gr. Vegalaga 2007 nr. 80, 29.mars, sé að annast veghald þjóðvega. Héraðsvegir teljast til þjóðvega en Grímstunguvegur nr. 8902 og Víðihólsvegur nr. 8901 eru héraðsvegir samkvæmt vegaskrá og því er það í hlutverki Vegagerðarinnar og á ábyrgð hennar að annast allt veghald og þar með talda alla þjónustu. Samkvæmt 3. gr. Vegalaga 2007 nr. 80 29. mars segir í 5. lið að veghald er forræði yfir vegi og vegsvæði, þ.m.t. vegagerð, þjónusta og viðhald vega. Í 13. gr. sömu laga segir að Vegagerðin er veghaldari þjóðvega. Bæjarráð mun ekki veita viðbótarfé til snjómoksturs á þessum vegum enda eru þeir á ábyrgð Vegagerðarinnar.

4.Enor ehf. ósk um að kynna fyrirtækið fyrir bæjarráði

Málsnúmer 201212094Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Enor ehf. þar sem óskað er eftir því að fyrirtækið fái að kynna sig og þjónustu sína í bæjarráði. Fyrirtækið starfar á endurskoðunarsviði ásamt því að sinna tengdri þjónustu. Fyrirtækið hefur þegar ákveðið að opna skrifstofu á Húsavík í upphafi 2013. Bæjarráð þakkar bréfritara fyrir beiðnina og felur bæjarstjóra að bjóða forsvarsmönnum fyrirtækisins á kynningarfund með bæjarráði við tækifæri.

5.Eyþing fundargerðir 2012

Málsnúmer 201201020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar 236. fundur stjórnar Eyþings. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Félag eldriborgara á Húsavík, ósk um rekstrarstyrk

Málsnúmer 201210100Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur beiðni um rekstsrarstyrk frá félagi eldri borgara á Húsavík og nágrennis. Samþykkt hefur verið af stjórn félagsins að óska eftir 300.000.- króna styrk frá sveitarfélaginu. Félagsmenn er um 190 einstaklingar og greiða um 175 af þeim árgjald. Bæjarráð samþykkir árlegan styrk að upphæð 150.000.- enda hefur verið gert ráð fyrir þeirri upphæð í fjárhagsáætlun ársins 2013.

7.Flugfélagið Ernir ehf., ósk um samstarf um reksturHúsavíkurflugvallar

Málsnúmer 201211092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur samstarfssamningur um rekstur Húsavíkurflugvallar þar sem fram kemur að sveitarfélagið samþykkir að aðstoða Flugfélagið Erni með rekstur Húsavíkurflugvallar og leggja andvirði hálfs stöðugildis eða 230.000.- krónur á mánuði í 12 mánuði. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning um rekstur Húsavíkurflugvallar.

8.Frá Innanríkisráðuneyti varðandi samþykktir um stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp sveitarstjórna

Málsnúmer 201212092Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi til kynningar frá innanríkisráðuneytinu varðandi samþykktir, stjórn, stjórnsýslu og fundarsköp.
Alþingi samþykkti þann 19. desember sl., breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr.138/2011, þess efnis að framlengja tímafrest í ákvæði til bráðabirgða IV til 30. júní 2013.

Í ákvæði til bráðabirgða IV sagði að samþykktir um stjórn og fundarsköp sveitarfélaga skuli halda gildi sínu til 1. janúar 2013. Í 2. mgr. 9. gr. laganna segir að ráðuneytið skuli semja fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga og fundarsköp sveitarstjórnar og birta í Stjórnartíðindum. Vinnu við gerð fyrirmyndarinnar var ekki lokið fyrr en í nóvember sl. og var hún birt 20. nóvember 2012 með auglýsingu nr. 976/2012.

Samkvæmt ákvæðum 18. gr. sveitarstjórnarlaga þurfa samþykktir um stjórn og fundarsköp tvær umræður í sveitarstjórn og var ljóst að sveitarstjórnir munu ekki geta lokið vinnu við gerð nýrra samþykkta né heldur fengið þær staðfestar af ráðuneytinu og birtar í B-deild Stjórnartíðinda fyrir 1. janúar 2013.

Með þessari breytingu gefst nægur tími bæði til að gera og samþykkja nýjar samþykktir.


Erindið lagt fram til kynningar.

9.Frá Innanríkisráðuneyti, frestur til að skila fjárhagsáætlun

Málsnúmer 201301001Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur tilkynning frá Innanríkisráðuneytinu um frest til að skila fjárhagsáætlun á rafrænu formi. Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 201212090Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til kynningar fundargerð 802. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Kvenfélag Húsavíkur, umsókn um styrk vegna þorrablóts 2013

Málsnúmer 201301006Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Kvennfélagi Húsavíkur. Beiðnin felur í sér styrk til greiðslu launa tveggja slökkviliðsmanna á næturvakt vegna árlegs Þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur sem haldið verður í Íþróttahöllinni á Húsavík laugardaginn 19. janúar n.k. Bæjarráð samþykkir styrkbeiðnina.

12.Kvenfélagið Stjarnan ásamt handverkshópnum Þingeyskar fingurbjargir sækja um afnot af húsnæði Leikskólans Krílakots, Kópaskeri

Málsnúmer 201212062Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Erlu Sólveigu Kristinsdóttir f.h. Kvenfélagsins Stjörnunnar ásamt Maríu Hermundsdóttir f.h. Þingeyskra fingurbjarga. Í erindinu kemur fram að félögin óska eftir að fá afnot af því húsnæði sem Leikskólinn Krílakot hefur haft í skólahúsinu á Kópaskeri. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en vísar því til afgreiðslu hjá fræðslu- og menningarnefnd sem hefur umsjón með starfsemi í húsnæðinu.

13.Skúlagarður - fasteignafélag ehf. aukning hlutafjár og kaup á skólastjórabústaðnum í Skúlagarði

Málsnúmer 201212058Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Skúlagarði - fasteignafélag ehf. þar sem stjórn félagsins viðrar hugmynd að fyrirliggjandi hlutafjáraukningu að upphæð kr. 6.200.000.- og leggur til að framlag Norðurþings verði skólastjórabústaðurinn sem leggist til sem hlutfé á kr. 3.000.000.- Um er að ræða um 15% aukningu hlutafjár. Stjórn félagsins samþykkti samhljóða að leggja til við aðalfund félagsins, sem haldinn verður fyrir lok febrúar, að auka hlutafé félagsins um 6.200.000.- krónur. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að leggja eign sína inn sem hlutafé verði hlutafjáraukning samþykkt á aðalfundi félagsins.

14.Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju sækir um styrk á móti fasteignagjöldum

Málsnúmer 201301018Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur styrkbeiðni frá Sóknarnefnd Húsavíkurkirkju. Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

15.Sýslumaðurinn á Húsavík, ósk um umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni v/Þorrablóts kvenfélags Húsavíkur

Málsnúmer 201301020Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur til erindi frá Sýslumanninum á Húsavík þar sem óskað er eftir umsögn vegna leyfisveitingar til handa Berki Emilssyni vegna Þorrablóts Kvenfélags Húsavíkur. Bæjarráð veitir jákvæða umsögn að því tilskyldu að aðrir sem um slík leyfi fjalla geri slíkt hiða sama.

16.Umboðsmaður Alþingis ósk um upplýsingar varðandi meðferð máls f.h. Jóns Gunnarssonar

Málsnúmer 201212091Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Umboðsmanni Alþingis þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi meðferð máls frá Jóni Gunnarssyni, Baughóli 9 á Húsavík. Bæjarráð felur bæjarstjóra að taka saman umbeðin göng og senda Umboðsmanni Alþingis.

17.Hækkun yfirdráttarheimildar fyrir Leigufélag Hvamms

Málsnúmer 201301024Vakta málsnúmer

Fyrir bæjarráði liggur erindi frá Leigufélagi Hvamms vegna samþykki sveitarfélagsins á hækkun yfirdráttar. <P style="TEXT-ALIGN: justify; TEXT-INDENT: 0cm; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-themecolor: text1">Stjórn Leigufélags Hvamms hefur farið þess á leit við aðildarsveitarfélögin að samþykkja beiðni stjórnar um heimild til hækkunar á yfirdráttarheimild á hlaupareikningi Leigufélags Hvamms. Yfirdrátturinn fer þá úr 5 milljónum króna í 10 milljónir króna. <SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-themecolor: text1"> <P style="TEXT-ALIGN: justify; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-themecolor: text1"> <P style="TEXT-ALIGN: justify; TEXT-INDENT: 0cm; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-bidi-font-family: Calibri; mso-bidi-theme-font: minor-latin; mso-themecolor: text1">Íslandsbanki hefur orðið við beiðni um að hækka yfirdráttarheimild úr 5 milljónum í 10 milljónir. Hinsvegar krefst bankinn ábyrgðar sveitarfélaganna á yfirdrættinum á sama hátt og ábyrgð er á þeim 5 milljónum sem nú eru á yfirdrætti. Óskað er með bréfi þessu eftir heimild sveitarfélaganna til ofangreindrar lántöku. <SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-themecolor: text1"> <P style="TEXT-INDENT: 0cm; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-themecolor: text1"> <P style="TEXT-INDENT: 0cm; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-themecolor: text1">Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi beiðni stjórnar Leigufélags Hvamms um hækkun yfirdráttarheimildar í allt að 10 milljónir króna. <P style="TEXT-INDENT: 0cm; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-themecolor: text1"> <P style="TEXT-INDENT: 0cm; MARGIN: 0cm 0cm 0pt" class=MsoNormal><SPAN style="FONT-FAMILY: "Verdana","sans-serif"; COLOR: black; FONT-SIZE: 10pt; mso-themecolor: text1">Jón Helgi Björnsson vék af fundi við afgreiðslu erindisins.

Fundi slitið - kl. 18:00.