Fara í efni

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings

17. fundur 18. apríl 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Þráinn Guðni Gunnarsson formaður
  • Jón Grímsson varaformaður
  • Sigurgeir Höskuldsson aðalmaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Kristinn Rúnar Tryggvason 2. varamaður
  • Tryggvi Jóhannsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Sveinn Birgir Hreinsson
Fundargerð ritaði: Tryggvi Jóhannsson Framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Kópaskershöfn

Málsnúmer 201107034Vakta málsnúmer

Mikil sandsöfnun er orðin í Kópaskershöfn sem farin er að takmarka viðlegupláss í höfninni verulega. Ekki eru neitt fé til dýpkunar á áætlun Siglingastofnunar þetta ár.Leitað var eftir tölum frá Vökvaþjónustu Kópaskers til bráðabirgðadýpkunar og lá það fyrir fundinum.Einnig lá fyrir fundinum beiðni frá hafnarstjóra um að fá að taka á leigu gám frá Vökvaþjónustu Kópaskers fyrir vigtarmann við höfnina fram á haust. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að semja við Vökvaþjónustuna um dýpkun á grundvelli fyrirliggjandi gagna. Nefndin gerir athugasemd við hugmyndir fyrirtækisins um losunarstað og felur hafnarstjóra að koma þeim skilaboðum á framfæri.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir líka að taka gáminn á leigu.

2.Áki Hauksson f.h. eigenda eigna við Garðarsbraut 18, 18a og 20- Ósk um samstarf framkvæmda við Gudjohnsensreit

Málsnúmer 201204028Vakta málsnúmer

Eigendur ofangreindra fasteigna óska eftir því við Norðurþing, sem á stærstan hluta lóða á Gudhjonsensreit, komi að því með eigendum fyrrgreindra eigna að skipt verði um jarðveg á svæðinu og reiturinn malbikaður í sumar. Unnið verði á grundvelli hugmynda sem Arnhildur Pálmadóttir og Röðull Reyr Kárason kynntu fyrir bæjaryfirvöldum í október 2012 og sjá má á vefsíðu Norðurþings.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfriturum fyrir erindið og áhuga þeirra á að fegra lóðir sínar og umhverfi. Nefndin skorar á skipulags- og byggingarnefnd að láta deiliskipuleggja svæðið svo framkvæmdir geti hafist innan ekki of langs tíma.Áki vék af fundi undir þessum lið.

3.Vignir Sigurólason f.h fleiri aðila, sækir um lóðir undir tvö hesthús í nýju hesthúsahvefi í Saltvík.

Málsnúmer 201204029Vakta málsnúmer

Vignir sækir um lóðir fyrir tvö hesthús í nýju hesthúsahverfi í Saltvík. Annarsvegar fyrir sína hönd og Stefáns Haraldssonar, hinsvegar fyrir hönd Einars Víðis Einarssonar og Þorgríms Jóels Þorgrímssonar. Sótt er um lóðir merktar B1 og B2 á deiliskipulagi fyrir svæðið. Fyrirhugað er að byggja tvö eins hús 9*25m eða 225m2 hvort. Framkvæmda- og hafnanefnd leggur til við bæjarstjórn að umsækjendum verði veittar þessar lóðir en vekur athygli á að kostnaðarverð lóðanna liggur ekki fyrir.

4.Elvar Daði Guðjónsson-Tillaga að samningi um snjómokstur á Grímsstöðum á fjöllum

Málsnúmer 201204030Vakta málsnúmer

Elvar Daði, sem býr á Grímstungu, óskar eftir að gera samning við Norðurþing um snjómokstur á veginum heim að bænum vegna skólaaksturs. Á næsta haust verður skólaskylt barn búandi þar og mun sækja skóla í Reykjahlíð.Elvar Daði útfærir hugmyndir sínar nánar í tölvupóstinum sem inniheldur erindið. Sviðsstjórar framkvæmda- og hafnasviðs og menningar- fræðslusviðs ásamt Vegagerðinni eru með málið til umfjöllunar.Nefndin frestar ákvörðun þangað til niðurstaða er fengin úr þeirri vinnu.

5.Garðyrkjustjóri-Kynning verkefna

Málsnúmer 200907050Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir og kynnti hugmyndir garðyrkjustjóra um verkefni og fyrirkomulag málaflokksins. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar garðyrkjustjóra fyrir en frestar umræðum um hugmyndirnar þangað til á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 16:00.