Fara í efni

Áki Hauksson f.h. eigenda eigna við Garðarsbraut 18, 18a og 20- Ósk um samstarf framkvæmda við Gudjohnsensreit

Málsnúmer 201204028

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 17. fundur - 18.04.2012

Eigendur ofangreindra fasteigna óska eftir því við Norðurþing, sem á stærstan hluta lóða á Gudhjonsensreit, komi að því með eigendum fyrrgreindra eigna að skipt verði um jarðveg á svæðinu og reiturinn malbikaður í sumar. Unnið verði á grundvelli hugmynda sem Arnhildur Pálmadóttir og Röðull Reyr Kárason kynntu fyrir bæjaryfirvöldum í október 2012 og sjá má á vefsíðu Norðurþings.
Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfriturum fyrir erindið og áhuga þeirra á að fegra lóðir sínar og umhverfi. Nefndin skorar á skipulags- og byggingarnefnd að láta deiliskipuleggja svæðið svo framkvæmdir geti hafist innan ekki of langs tíma.Áki vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 93. fundur - 14.06.2012

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings skorar á skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings að láta deiliskipuleggja s.k. Gudjohnsensreit svo unnt verði að hefja þar framkvæmdir við endurbætur sem fyrst. Skipulags- og byggingarnefnd telur sér ekki fært að fara í vinnu við gerð deiliskipulags reitsins á yfirstandandi fjárhagsári.